Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Side 6
Helgarblað 6.–9. nóvember 20156 Fréttir
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
ekki gera upp a mil li,
al lir eiga skilid Baby Foot!
,
FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT
Rannsóknin hófst á
útboðsdegi Símans
Samkeppniseftirlitið skoðar ágreining Símans og Vodafone vegna Skjás Eins
S
tjórnendur Símans upp
lýstu ekki um ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins um
að hefja rannsókn á samn
ingi fyrirtækisins við Voda
fone á Íslandi fyrr en þremur vikum
eftir að hún lá fyrir. Ákvörðunin var
tekin sama dag og almennu hluta
fjárútboði fyrirtækisins lauk en
Vodafone kvartaði til Samkeppnis
eftirlitsins daginn áður. Niðurstaða
rannsóknarinnar gæti haft áhrif á
rekstur og efnahag Símans og þar
með virði hlutabréfa þeirra fjárfesta
sem tóku þátt í útboðinu.
„Ágreiningsmál sem þessi eru
einn áhættuþátta í rekstri Símans,
eins og greint var frá í lýsingu fyrir
tækisins. Síminn taldi því ekki
ástæðu eða forsendur til að upplýsa
um kvörtunina á þessu stigi málsins,
þar sem óljóst er til hvers hún muni
leiða,“ segir í svari Símans við fyrir
spurn DV.
10% af veltu
Ágreiningur Símans og Vodafone
(Fjarskipta hf.) varðar túlkun á samn
ingi fyrirtækjanna um dreifingu á
Skjá Einum. Samkvæmt afkomut
ilkynningu Símans fyrir þriðja árs
fjórðung 2015, sem fyrirtækið
birti 29. október, kom hann upp í
októberbyrjun þegar Síminn hóf að
senda efni sjónvarpsstöðvarinnar út
í opinni línulegri dagskrá. Í árshluta
tilkynningu Vodafone, sem var kynnt
daginn áður, segir fyrirtækið að
ákvörðun Símans feli í sér misnotk
un á markaðsráðandi stöðu sem hafi
leitt til þess það geti ekki boðið við
skiptavinum sínum efni Skjás Eins í
ólínulegri dagskrá. Vodafone hafi því
krafist hæstu lögleyfðra stjórnvalds
sekta á Símann og Samkeppnis
eftirlitið ákveðið að hefja rannsókn
eftir að kvörtunin barst. Viðurlög við
misnotkun á markaðsráðandi stöðu
séu í formi sekta sem numið geti allt
að 10% af ársveltu fyrirtækja.
„Það eru ekki verðmótandi upp
lýsingar að Samkeppniseftirlitið
ákveði að taka málið til rannsóknar
og því er ekki um tilkynningar skyldar
upplýsingar að ræða. Upplýsingar
sem komu fram í tilkynningu Sím
ans 29. október síðastliðinn eru um
fram skyldu og settar fram á þessum
tímapunkti þar sem sá sem kvartaði
greindi frá málinu,“ segir í svari Sím
ans.
„Fjöldi kvartana og gagnkvartana
er gerður á fjarskiptamarkaðnum.
Þær leiða ekki allar til ákvarðana
eftirlitsstofnana. Síminn tilkynnir
markaðnum nánar um málið um
leið og hann hefur forsendur til og ef
hann telur líklegt að kvörtunin, eða
mögulegar aðgerðir í kjölfar hennar,
hafi áhrif á fjárhagsstöðu félagsins.“
Kvartaði líka
Síminn sendi Samkeppniseftirlitinu
gagnkvörtun þann 13. október eða
tveimur dögum áður en hluta
bréf fyrirtækisins voru tekin til við
skipta í Kauphöll Íslands. Í árs
hlutareikningi Vodafone segir að
Síminn krefjist einnig að hæsta lög
leyfða stjórnvaldssekt verði lögð á
samkeppnisaðilann og ástæðan sé
misnotkun hans á markaðsráðandi
stöðu. Síminn hafi einnig kvartað til
Póst og fjarskiptastofnunar (PFS) og
farið þess á leit að hún banni Voda
fone að nota ólínulegu dagskrárleið
irnar Tímavél og Frelsi til að dreifa
efni Skjás Eins.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans, segir
í samtali við DV að Samkeppnis
eftirlitið hafi ekki tekið ákvörðun
um hvort kvörtun fyrirtækisins muni
leiða til rannsóknar. n
Haraldur Guðmundsson
Hörður Ægisson
haraldur@dv.is / hordur@dv.is
„Ágreiningsmál
sem þessi eru
einn áhættuþátta í
rekstri Símans.
Upplýsingafulltrúinn Gunnhildur Arna
segir ekki ljóst hvort kvörtun Símans muni
leiða til rannsóknar. Mynd sr-pHotos.coM
Forstjórinn
Orri Hauksson er
forstjóri Símans.
P
áll Biering, dósent í
geðhjúkrun við Háskóla Ís
lands, er nú í sex vikna sendi
för í Grikklandi á vegum
Rauða krossins á Íslandi. Þetta er í
fyrsta sinn sem Rauði krossinn
á Íslandi sendir sendifulltrúa
til Grikklands og enn frem
ur í fyrsta sinn síðan stríð
geisaði á Balkanskaga sem
sendifulltrúi er sendur til
lands innan Evrópu.
Rauði krossinn er að svara
kalli Alþjóðasambands landsfélaga
Rauða krossins og Rauða hálfmánans
(IFRC) um að bregðast við neyðará
standi vegna mikils straums flótta
fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd í
Evrópu. Straumur flóttamanna eykst
dag frá degi og eru aðstæður í Grikk
landi sérstaklega bágbornar.
Páll starfar í flóttamannabúðum
norska Rauða krossins í Idomeni,
smábæ við landamæri Makedóníu.
Helstu verkefni hans eru að veita
flóttafólki sem fer um búðirnar sál
félagslegan stuðning, sem er
mikilvægur fólki sem hefur
gengið í gegnum mikla erf
iðleika líkt og flóttafólkið
hefur og glímir við mikla
streitu í kjölfar þeirra. Auk
þess er honum ætlað að
þjálfa sjálfboðaliða gríska
Rauða krossins í að veita sál
félagslegan stuðning. Páll verður
við störf fram til 6. desember næst
komandi. Mikið álag hefur verið á
starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða
krossins við landamæri Grikklands
og Makedóníu á undanförnum vik
um þar sem þúsundir flóttamanna
hafa fengið aðhlynningu og neyðar
gögn. n
Páll hjálpar í Grikklandi
Fer fyrir Rauða krossinn til að aðstoða flóttamenn
Gunnar til Odda
Gunnar H. Sverrisson hefur verið
ráðinn forstjóri Odda. Hann tekur
við starfinu af Þorgeiri Baldurs
syni, sem verið hefur forstjóri
Odda og tengdra félaga frá árinu
1983 og starfað hjá fyrirtækinu
síðan 1960.
Gunnar var áður með
al annars forstjóri Íslenskra
aðal verktaka (ÍAV). Eiginkona
Gunnars er Sigríður Hrólfsdóttir
rekstrarhagfræðingur og eiga þau
þrjú börn.
Oddi er stærsti framleiðandi
landsins á sviði umbúða úr papp
ír og plasti. 240 manns vinna hjá
Odda á fjórum stöðum í Reykja
vík. Velta fyrirtækisins er liðlega 5
milljarðar króna.
Enginn halli
Ekki stendur til að reka RÚV
ofh. með halla á næsta ári. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
stjórn RÚV sem segir að fréttir
mbl.is og Morgunblaðsins um
málið séu rangar. Stjórnin ger
ir ráð fyrir rekstrarafgangi á yfir
standandi rekstrarári og segir að
nýlegt uppgjör RÚV, sem birtist í
Kauphöll í október, sýni að rekstur
RÚV hafi verið hallalaus síðast
liðið ár. „Væntingar stjórnar byggj
ast, líkt og margoft hefur komið
fram, á því að útvarpsgjald lækki
ekki frekar á næsta ári sem er í
samræmi við það sem mennta
málaráðherra hefur gefið fyrirheit
um.“ Að öðrum kosti blasi niður
skurður við. „Því er rangt sem seg
ir í fyrirsögn Morgunblaðsins og
mbl.is „Spá miklum halla á RÚV“.
Stjórn RÚV harmar ónákvæman
fréttaflutning af málinu.“