Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Qupperneq 13
Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Fréttir 13
Setti upp ventilinn
Óumdeilt er að það var Ásta sem
setti upp talventilinn hjá Guðmundi
og tók hann af öndunarvélinni á
vaktinni. Hún neitar hins vegar sök
í máli og ber því við að hún muni
ekki hvort hún hafi tæmt loftið úr
belg barkaraufarrennunnar við þau
skipti eður ei.
Það var í því ástandi afleysinga
og hlaupa til og frá svæðum sem
Ragnheiður ýtti á neyðarhnapp
við rúm Guðmundar á níunda
tímanum þetta kvöld. Það var hún
sem áttaði sig á að Guðmundur
hafði orðið fyrir alvarlegum súr
efnisskorti og var í hjartastoppi.
Fyrstar á vettvang voru, auk Ragn
heiðar, hjúkrunarfræðingarnir Ásta
og Heiðdís Karlsdóttir. Ragnheið
ur hófst handa við að tengja Guð
mund aftur við öndunarvél, Heiðdís
hóf hjartahnoð og Ásta sá um að
gefa adrenalínsprautu. Ragnheiður
greindi frá því að stofan hefði innan
skamms fyllst af viðbragðsaðilum
í kjölfar þess að neyðarbjallan fór í
gang. Vitni lýstu því sem svo að mik
ið „kaos“ hafi verið á stofunni. Svo
mikil var ringulreiðin að fram kom
í vitnisburði fyrir dómi að ekki væri
hægt að útiloka að einhver þessara
viðbragðsaðila hefði hugsanlega
blásið upp belginn í talventli Guð
mundar.
Endurlífgunartilraunir báru hins
vegar ekki árangur og var Guð
mundur úrskurðaður látinn, 73 ára
að aldri.
Grunlaus um mistökin
Ásta var að sögn grunlaus um að
mistök hefðu átt sér stað þegar
hún fór heim af vaktinni síðar um
kvöldið. Hún kvaðst fyrir dómi hafa
verið miður sín yfir að Guðmundur
hefði dáið og vart getað sofið nóttina
eftir. „En ég fór ekki yfir þetta eins og
þetta væri mín sök.“
Það var ekki fyrr en morguninn
eftir er hún og Ragnheiður voru
boðaðar á aðskilda fundi með Ölmu
Dagbjörtu Möller, þáverandi yfir
lækni á gjörgæslu, og Marianne
Hólm Bjarnadóttur, deildarstjóra
gjörgæslu, sem áfallið kom yfir hana.
Tilefni fundarins var grunsemdir
um að yfirsjón hefði leitt til andláts
Guðmundar. Ásta kveðst hafa feng
ið taugaáfall eftir að spurningu um
hvort hún hefði tæmt belginn eins
og ber að gera bar á góma. Hún hafi
umsvifalaust fyllst sjálfsásökun og
talið víst að hún hefði borið ábyrgð á
þessu, fyrst verið var að spyrja hana
út það.
Brotnaði saman á fundi
Áður en Alma og Marianne höfðu
náð að ræða við Ástu hafði lögreglu
verið gert viðvart um málið og var
rannsóknarlögreglumaður kom
inn á spítalann. Marianne lýsti fyrir
dómi atburðarásinni sem „farsa“.
Sagði hún að hennar mestu áhyggj
ur hefðu verið hversu fljót Ásta var
að segja að líklega hefði hún gert
mistök. Hún staðfestir frásögn Ástu
um að hún hafi verið full sjálfs
ásökunar strax frá upphafi. Var hún
að mati Marianne of fljót að segja:
„Já, ég hef örugglega gleymt að gera
þetta“ og síðan brotnað saman.
„Mér fannst hún ákveða að það
sem við sögðum væri atburðarásin,“
sagði Marianne fyrir dómi, en hún
kallaði eftir áfallahjálp fyrir Ástu.
Það tók bersýnilega á Marianne
að rifja upp þennan örlagaríka
morgun í dómsal. Hún brast í grát
þegar hún var beðin um að rifja upp
atburðarásina. Kassi af pappírs
þurrkum sem hafði gengið milli
vitna og sakbornings í málinu var
lagður hjá henni og bauð dóm
ari henni að gera hlé á upptöku og
spurningum þar til hún hefði jafn
að sig. Ljóst var að það reyndi einnig
mikið á Ástu að endurupplifa ítrek
að þennan örlagaríka dag þar sem
hún mátti sitja og hlusta á hvert
vitnið á fætur öðru rifja upp at
burðarásina. Marianne hélt áfram:
„Mér finnst aðrir möguleikar
ekki hafa verið útilokaðir.“ Af öðrum
möguleikum bar helst á góma fyrir
dómi kenningar um að slímtappi
hefði getað myndast fyrir ofan ventil
í hálsi Guðmundar og hann kafnað
af þeim sökum.
Í áfalli í yfirheyrslu
Marianne sagði að henni hafi fund
ist hlutirnir hafa gerst allt of hratt.
„Það var ekki skýrt hvað hefði gerst,
áður en ég sendi hana [Ástu, innsk.
blm.] inn í lögreglurannsókn.“ Það
var í þessu uppnámi sem Ásta Krist
ín fór í fyrstu skýrslutöku hjá lög
reglu. Fyrir dómi bar hún því við
að hún hafi í raun gengist við að
hafa gert mistök, án þess að muna
raunverulega hvort hún hefði tæmt
belginn eða ekki. Henni bauðst
síðar að breyta eða bæta við fyrsta
framburð sinn hjá lögreglu en fram
kom í máli Ástu að fyrrverandi
lögmaður hennar hefði ráðið henni
frá því. Þegar hún hafi náð jafnvægi
á ný hafi hún farið yfir málin og
hlutirnir farið að skýrast en þá kom
í ljós að hún mundi ekki hvort hún
hefði tæmt belginn eða ekki. Það út
skýri mismuninn á frásögn hennar
hjá lögreglu þá og fyrir dómi nú, þar
sem hún heldur fram sakleysi sínu
og ber því við að hún muni það ekki.
„Ímyndaðu þér að vera góð og
heiðarleg manneskja sem alltaf
reynir að gera sitt besta til að ann
ast aðra. Ímyndaðu þér að einhver
segi að þú berir hugsanlega ábyrgð
á dauða sjúklings. Þú færð áfall. Það
gefur mér mikið að vera góð við
aðrar manneskjur. Það er ekki út
af laununum sem ég er hjúkrunar
fræðingur,“ sagði Ásta fyrir dómi.
Fyrsta aðkoma Ölmu Dagbjartar
að málinu var þennan morgun
þegar henni var tjáð að hugsanleg
yfirsjón við umönnun hefði leitt til
andláts. Alma lét yfirstjórn spítalans
vita samkvæmt skyldu sinni og átti
síðan fundinn með Ástu og Ragn
heiði Guðmundsdóttur. Sagði Alma
fyrir dómi að Ragnheiður hefði lýst
því að belgurinn hefði verið fullur
þegar hún ætlaði að setja Guðmund
í öndunarvél. Og á þeirri stundu
hafi verið farið að álykta að það væri
orsökin.
Gagnrýndur ventill
Talsvert var rætt um þennan til
tekna talventil, sem notaður var á
Guðmund, fyrir dómi. Kom fram að
hann væri síður notaður en önnur
algengari tegund og meðal annars
verið gerðar athugasemdir við ör
yggi hans því vitað væri til þess að
hann gæti verið varasamur. Þegar
talventlar eru settir á eru þeir til
að venja sjúklinga af öndunarvél
í skrefum. Ventill er settur á og þá
andar sjúklingurinn sjálfur. Kostur
ventils er að þá getur sjúklingur
meðal annars tjáð sig ef hann hefur
heilsu og mátt til. En hann viðheld
ur jákvæðum þrýstingi við útöndun
þannig að lungu haldast betur opin
en fram kom að þessir tilteknu
ventlar væru í einhverjum tilfellum
varasamir og það þyrfti að fylgjast
náið með þeim. Þeir gætu til dæm
is látið undan þrýstingi og við hósta
eða slímsöfnun færst úr stað.
Ef gleymist að tæma loftið í um
ræddum belg sagði Alma, aðspurð
um hvað gæti gerst, að sjúk
Brast í grát í dómsal
n Tilfinningaþrunginn dagur n Sökuð um manndráp af gáleysi n Áfellisdómur yfir heilbrigðiskerfi í heljargreipum
„Það gefur
mér mikið
að vera góð við
aðrar manneskj-
ur. Það er ekki út
af laununum sem
ég er hjúkrunar-
fræðingur.
„Hefði þessi
monitor
ekki verið á
„silent“ þá hefði
þetta ekki gerst.
Samhugur Einar Tryggvason, saksóknari málsins, sagði við munnlegan málflutning á
fimmtudag að hugsanlega væri framburður vitna ótrúverðugur vegna samhugar í garð Ástu.
Hún ætti sér margt til málsbóta en taldi hæfilegt að dæma hana í fjögurra til sex mánaða
fangelsi skilorðsbundið. Landspítalann ætti að sekta. Mynd SiGtryGGur Ari
Smart haustfatnaður
fyrir smart konur
Sjáðu
úrvalið á
tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464
Stærðir 38-54