Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Síða 36
Helgarblað 6.–9. nóvember 201536 Menning Metsölulisti Eymundsson 28. okt.–3. nóv. 2015 Allar bækur 1 Þýska húsið Arnaldur Indriðason 2 DimmaRagnar Jónasson 3 Týnd í paradísMikael Torfason 4 Útlaginn Jón Gnarr/ Hrefna Lind Heimisdóttir 5 HrellirinnLars Kepler 6 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 7 Lost Ocean Johanna Basford 8 HundadagarEinar Már Guðmundsson 9 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 10 Íslensk litadýrðElsa Nielsen n Iceland Airwaves 2015 er hafin n GKR, Kött Grá Pje og Misþyrming A irwaves-vikan hefst alltaf með fiðringi, léttu kitli í maganum þegar maður flýtir sér heim úr vinnunni á miðvikudag, sækir arm- bandið sitt, rýnir í dagskrána yfir bjór og tekur lokaákvörðun um hvað maður ætlar að reyna að sjá fyrsta kvöldið. Það er spenna í loftinu og rafmagnaðar bylgjur svífa um mið- borgina, hljóðbylgjur skella á öldu kúltúrferðamanna með Cintamani- eyrnaskjól og Gull í glasinu. Það eru engin sérstaklega stór erlend nöfn að spila á miðvikudagskvöldinu, en ef þú hefur áhuga á því sem er að gerast í grasrótarsenunni og jaðarpopptónlist getur það oft verið skemmtilegasta kvöldið. Þetta er kvöld ungu íslensku listamannanna og núna er tækifærið til að heyra í ferskasta bandinu sem allir eru að tala um. Frábær morgunmatur Og þannig byrjaði kvöldið. Frá því í sumar hefur verið sívaxandi suð í kringum GKR en suðið náði loksins eyrum fjöldans fyrir rétt um tveimur vikum þegar lagið Morgunmatur kom út með litríku myndbandi á Youtube. Áður en þessi ungi rappari tróð upp var svolítil röð farin að myndast fyrir utan Húrra. Textar og framkoma GKR eru óvenjuleg og fersk: fagurfræðin er internetvædd og heimagerð þar sem retró-tákn og nördismi er rímixaður saman við hiphop-menninguna á lit- ríkan hátt. Þrátt fyrir að fáir íslensk- ir rapparar hafi rappað um götulífið og glæpi eru þeir oftar en ekki karl- mennskan uppmáluð: hetjusögur, drykkjuskapur og strákalæti. En GKR leggur frekar áherslu á hversdagsleik- ann, litlu sigrana og ósigrana í lífinu, lítið sjálfsálit en stóra drauma, súra mjólk og ósvöruð símtöl. Þótt hann mæti inn á sviðið með sólgleraugu og hettuna yfir aflituð- um lubbanum er hann fljótur að taka þau niður – fella grímuna – og leggja áherslu á að öllum eigi að líða vel á tónleikunum, það þurfi enginn að vera feiminn. Pródúserinn Mart- einn stóð vaktina við tölvuna bak- við rapparann og keyrði taktana í gang. Þarna heyrðust meðal annars „Ballin,“ slagarinn „Morgunmatur“ og „Hello“ – eitt af uppáhaldslögun- um mínum í ár – auk tilfinninga- þrunginnar endurhljóðblöndunar af „Elskan af því bara“ eftir Vagina- boys. Stundum fannst mér óþarflega mikið af röddinni tvöfölduð í bak- grunnstónlistinni, en rödd Gauks er ekkert sérstaklega sterk svo það er skiljanleg lausn á meðan hann slíp- ast til í tónleikaforminu. Flæðið var hins vegar frábært, sérstaklega þegar hann er orðinn heitur og hoppandi um sviðið. Það er frábært að vera á staðnum þegar efnilegur listamaður nær loks eyrum fólks, listræn gredd- an, ánægjan og spenningurinn skil- ar sér í mögnuðu andrúmslofti. Mig grunar að þetta séu stærstu tónleikar sem GKR hefur spilað á – 300 manns komin gagngert til að hlusta á hann – og alsælan sem hann upplifði svo augljóslega á sviðinu skilaði sér út í salinn. Fáránlega eftirminnilegir tónleikar. Megas rappsenunnar Kött Grá Pjé spilaði fyrir nokkuð troðnum sal í Iðnó. Með honum voru Heimur Bjéjoð (úr Skyttun- um), „pródúserinn“ Styrmir Hauks- son sen lék á trommuheila, hljóð- gervla og önnur tæki og Vignir Rafn, bassaleikari Agent Fresco. Kött var hress með síða hárið sitt, bartana, hippamussuna, hálsmen og fjólublá- ar neglur. Hann var fljótur að rífa sig úr mussunni og hoppa niður á gólf og skyrpa rímunum beint í grímuna á liðinu. Rapptónlist þýðist oft ekkert sér- staklega vel yfir á tónleikaformið og erfitt að greina orðaskil. Þarna var sérstakt vandamál vegna þess hversu mikið endurómaði í Iðnó, sem bætti ekki úr skák þar sem text- ar Kött Grá Pjé er yfirleitt óskiljan- leg djöflasýra (meint á besta mögu- lega hátt), orðskrípi og furðuleg tilvitnanasúpa. Kött er ólíkt póetísk- ari öðrum röppurum á Íslandi í dag – einhvers konar Megas íslensku rappsenunnar í dag. Hann sækir í annan, breiðari, furðulegri og snjall- ari tilvísanabanka en hinir. Hann er klúr á svo absúrd hátt, fágaður á svo grófan hátt, heimspekilegur á svo líkamlegan hátt. Í laginu Koddaslag söng hann um að riðlast á náttúru- fyrirbærum og biðlaði til áhorfenda í viðlaginu: „Verð að fá að sucka yo dick“ og í Trilljón skötur rappaði hann: „Elsku homie, cray cray. Alls- ber Kjartan Gunnarsson að veiða kids með AK. Mannakjöt á pay day, mamma segir nei, nei!“ Dáleiðandi drungi Á Gauknum hélt dauðarokkútgáf- an Vánagandr um stjórnartaumana. Fróðir menn segja að íslenska dauðarokkssenan hafi ekki verið jafn lifandi í áratugi. Þrátt fyrir að vera óreyndur í svartmálmshlustun var ég spenntur að sjá blackmetal-bandið Misþyrmingu, sem hefur verið að vekja umtalsverða athygli bæði innan og utan landsteinanna. Þeir voru allir klæddir svörtu leðri, með grifflur og í rifnum bolum með gadda og keðjur, svarta og rauða lík- málningu að dauðarokkssið. And- rúmsloftið var myrkt án þess þó að vera tilgerðarlegt. Með grófum hraðabreyting- um breytist tónlistin úr dáleiðandi drunga yfir í alltumvefjandi nístandi blindöskubyl, en undir dynjandi nið tvöföldu bassatrommunnar og djöf- ullegum barkasöng og ópum söngvar- ans D.G. er tónlistin ómstríð, melódísk og uppfull af grípandi gítarlínum – eins og til dæmis í laginu Söngur upp- ljómunar af frumraun sveitarinnar Söngvar elds og óreiðu. n StAðGóðuR MoRGunMAtuR Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is NASA snýr aftur Gísli Pálmi á sviðinu. MyND ÞorMAr ViGNir GuNNArSSoN Ískaldur Gísli Pálmi og félagar í Glacier Mafia léku á NASA sem aftur er notaður undir tónleika á hátíðinni. MyND ÞorMAr ViGNir GuNNArSSoN Júníus Meyvant Poppljúflingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, á sviðinu í Silfurbergi. MyND ÞorMAr ViGNir GuNNArSSoN Árstíðir Drungi Svartmálmssveitin Misþyrming spilaði á sérstöku Vánagandrs-kvöldi á Gaukn- um á miðvikudagskvöld. Hello? GKR fékk áhorfendur til að svara í símann á sjálfsmynd sem hann tók á Húrra á miðvikudagskvöld. MyND GKr Kött Grá Pje Textar Kött Grá Pjé eru yfirleitt óskiljanleg djöflasýra (meint á besta mögulega hátt), orðskrípi og furðuleg tilvitnanasúpa. MyND ÞorMAr ViGNir GuNNArSSoN Barnabækur 1 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 2 Bert og hrukkótta kerlingin Sören Olsson /Anders Jacobsson 3 Mamma klikk!Gunnar Helgason 4 KoparborginRagnhildur Hólmgeirsdóttir 5 DúkkaGerður Kristný 6 Amma óþekka og tröllin í fjöllunum J.K. Kolsöe 7 Goðheimar 6 – Gull-eplin Peter Madsen 8 Grimmi tannlækn-irinn David Walliams 9 Gulli gullfiskurHelgi Jónsson 10 Matreiðslubókin mín og Mikka Walt Disney

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.