Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Side 37
Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Menning 37
Úr listheiminum
Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Þýska húsið, kom út á dögunum og verður vafa
laust ein sú vin
sælasta í jóla
bókaflóðinu
í ár. Forlagið
kynnir Þýska
húsið sem fimm
stjörnu bók og
vitnar þar í gagn
rýni danska dagblaðsins Poli
tiken. Það má þó velta því fyrir
sér hvort ekki sé um misvísandi
auglýsingu að ræða því ólíkt Ís
landi þar sem fimm stjörnur
eru hæsta einkunn hefur skap
ast sú hefð í Danmörku að
gefa á bilinu núll til sex stjörn
ur. Fimm stjörnur eru því ekki
nema tæpt fullt hús í Danaveldi.
Það er útséð með að íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum verði opnaður aft
ur, enda lýkur hátíðinni síðar í
mánuðinum. Illugi Gunnars
son, ráðherra menningarmála,
sem hefur ekki viljað beita sér
í málinu hingað til, sagði á Al
þingi í vikunni að lokunin hafi
verið ígildi ritskoðunar af hálfu
Feneyjaborgar. Hann sagði þó
erfitt fyrir menntamálaráð
herra í einu landi að skipta sér
af sveitarstjórnarmálum í öðru.
Birgitta Jónsdóttir furðaði sig á
því að enginn íslenskur ráða
maður, hvorki ráðherra menn
ingarmála né utanríkismála,
væri tilbúinn að koma því skýrt
á framfæri að Íslendingar væru
ekki sáttir við að vegið væri að
tjáningarfrelsinu.
Og það er meira að frétta frá
Feneyjum.
Samkvæmt
heimildum
DV mun Santa Maria della
Misericordia, kirkjan sem hýsti
Moskuna eftir Christopher
Büchel, brátt fá nýtt hlutverk en
þar verður opnaður veitinga
staður á næstunni.
Hönnunarmiðstöð Íslands hefur verið dugleg að berjast fyrir því að vinna
hönnuða sé metin að verðleik
um, þeir fái virðingu og laun
fyrir vinnu sína. Það vakti því
athygli listheimsins þegar aug
lýst var eftir vefsmiðum til að
vinna fyrir miðstöðina í sjálf
boðavinnu. Fyrir utan reynslu,
tengsl og tækifæri eru launin
sem eru í boði fyrir vinnuna
„gott kaffi og misgott grín.“
Það er varla fréttnæmt lengur að íslenskar kvikmyndir vinni til stórra verðlauna á
erlendum kvikmyndahátíðum,
svo mikil er velgengnin. Um síð
ustu helgi bættust við nokkrar
rósir í hnappagat íslenskra kvik
mynda þegar kvikmyndin Hrútar
hlaut þrenn verðlaun (besta
myndin, besti leikstjóri og verð
laun æskunnar) og kvikmyndin
Fúsi ein (besti leikarinn) á
Valladolidhátíðinni á Spáni.
T
aktsmiðurinn og rapparinn
Lord Pusswhip leiðir okkur
ljósmyndarann i gegnum
vinnustofu listamanns á leið í
stúdíóið. Vinnustofan er upp
full af höggmyndum: koparmann
eskjum í fullri stærð, höndum, fótum,
hausum og öðrum líkamspörtum.
Pusswhip er hávaxinn og renglulegur
með axlarsítt svart hár, í svörtum bol
merktum einhverju dauðarokkbandi
– ég skil ekki skriftina. Í bakherberginu
er stúdíóið; Applefartölvur, hátalar
ar, hljóðgervlar og nokkrir stólar.
Þar situr samstarfsmaður Pusswhip,
taktsmiðurinn Vrong brýtur saman
geisladiskahulstur og vefur einhvers
konar sígarettu.
Lord Pusswhip sem heitir Þórður
Ingi Jónsson samkvæmt Þjóðskrá er
nýbúinn að gefa út sína fyrstu breið
skífu, Lord Pusswhip is wack hjá
bresku útgáfunni Cosmic Seagull
Records. Platan inniheldur 16 lög
þar sem fjölmargir gestalistamenn
– íslenskir, bandarískir og breskir –
ljá plötunni rödd sína og rappa eða
syngja yfir myrka hugvíkkandi takt
ana.
Charles Manson og
hryllingsmyndir
Þórður gerði fyrsta hiphoptaktinn
sinn með Vrong þegar þeir voru í átt
unda bekk, en þeir höfðu áður spil
að saman í pönkhljómsveitinni New
Race með tveimur öðrum félögum
sínum. „Fyrsti takturinn sem við
gerðum var reyndar ekkert langt frá
því sem ég er að gera núna. Við tók
um hryllingsmyndalag, bættum við
trommum og Charles Manson að tala.
Árið 2007 flutti ég svo til Kaliforníu
með fjölskyldunni minni en þar gerði
ég lítið annað en að hlusta á nýja tón
list, mjög „extreme“ og öfgakennda
tónlist – eins og til dæmis The Locust,“
segir hann og bendir á bol blaða
manns sem er merktur þessari banda
rísku grindcoresveit.
„Þegar ég kom heim var vina
hópurinn byrjaður að rappa og gera
aðra hluti sem hann hefði kannski
ekki átt að vera að gera. Á þess
um tíma vorum við mjög mikið að
pæla í „horrorcore“böndum eins og
Gravediggaz, og svo mjög abstrakt
hiphopi eins og Antipop Consortium,
Company Flow, Cannibal Ox og Def
Jux en líka bara öfgakenndri tónlist úr
öllum áttum. 2010 eða 2011 byrjaði ég
svo að gera takta af einhverju viti og þá
kom nafnið.“
Hvað hefur þessi plata verið lengi í
smíðum?
„Ég tók ákvörðun um að gera þessa
plötu þegar ég var í lýðháskóla í Dan
mörku þar síðasta sumar. Fyrsta lagið á
plötunni var fyrsta lagið sem ég ákvað
að yrði með. Lagið sem ég gerði með
Steinunni DJ Flugvél og Geimskip er
alveg tveggja ára, svo það eru nokkur
frekar gömul lög þarna. Það tók nefni
lega frekar mikinn tíma að senda fólki
takta og fá loforð um að það myndi
rappa yfir þá. Fólk segir alltaf „já já,
ég skal gera það í næstu viku,“ en svo
tekur það mun lengri tíma. En það var
þess virði,“ segir Þórður.
Gaman að ögra
Hvað vilt þú að fólk upplifi þegar það
hlustar á tónlistina þína?
„Tónlistarvefurinn The Quiet
us var að mæla með hljómsveitum á
Airwaves og skrifaði um tónlistina að
hún segði „fuck you for listening.“ Ég
veit eiginlega ekki hvort það sé gott
eða slæmt. En ég fíla list sem er „con
frontational.“ Án þess að vera eitt
hvað að „satanísera“ geðveikt mikið,
þá finnst mér gaman að ögra. Ég byrj
aði upphaflega í pönki og ég er sáttur
ef það skín í gegn. Mér finnst það oft
vanta, því þótt það sé óneitanlega
mikið í gangi í íslensku tónlistar og
listasenunni almennt miðað við hvað
landið er lítið, verður oft ákveðið and
leysi hérna sem ég veit ekki alveg
hvernig er best að lýsa. Það er stund
um eins og það sé nóg að gera bara
eitthvað og ef það er sett fram í réttu
samhengi þá er það hyllt, þó að það sé
bara hlutlægt ógeðslega lélegt. Það á
jafn mikið við um hiphopsenuna og
aðra tónlist,“ segir Þórður.
„Ég held að textarnir mínir séu oft
eitthvað sem fólk skilur ekki alveg.
Þetta er eiginlega algjör andstæða til
dæmis við GKR, sem er góður vinur
minn. Hann sprakk upp frekar fljótt á
dögunum með laginu Morgunmatur.
Það er vel gert hjá honum, en það er
meðal annars af því að hann er tilfinn
inganæmur og er með texta sem allir
geta tengt við – það fá sér allir morgun
mat, það geta allir tengt við það. En ef
þú tengir við Lord Pusswhiptextana
þá er kannski bara eitthvað að.“
Súrt rapp í meginstraumnum
Sjónrænt – á kynningarljósmynd
um og plötuumslögum – birtist Lord
Pusswhip einhvern veginn á mörkum
dauðarokks og hiphops á hugvíkk
andi eiturlyfjum. Hann tengist þannig
inn í stærri hreyfingu sem hefur átt sér
stað í hiphopi á undanförnum árum
þar sem sýrt furðurapp og hryllings
rapp hefur náð æ meiri vinsældum.
Vrong orðar það svona: „Fyrst var
spurningin hver væri með stærstu
demantana og mestu peningana.
En núna er það hversu „fríkí“ þú ert,
hversu mikið getur þú „fokkað“ mér
upp,“ og nefnir hinn eineygða Fetty
Wap og Young Thug með sinn kynusla
í því samhengi.
„Í kringum 2008–2009 hlustaði ég
mjög mikið á súrt hiphop, Kool Keith
og fleiri, smá brenglað hiphop höfðaði
meira til mína en hitt. Fyrst þegar Odd
Future kom fram 2010 eða 2011 fannst
manni þeir mjög spennandi, maður
vissi ekkert hverjir þetta voru, mað
ur hélt eiginlega að Tyler, The Creator
væri fertugur maður af því að hann
hljómaði þannig. En svo sprungu þeir
geðveikt mikið upp og ég var næstum
því vonsvikinn þegar ég uppgötvaði
að þetta væri kannski orðinn megin
straumurinn. Þetta var nákvæmlega
það sem ég hafði verið að rappa um
þegar ég var í hassi í Vesturbænum.
Var ég búinn að missa af ölli? En nei,
nei, þarna var bara þessi nýja súper
internetvædda kynslóð sem fær áhrif
úr öllum áttum – sem sést til dæmis í
þessu „internetbased“ hiphopi – að
eins að brjótast inn í meginstraum
inn,“ segir Þórður. n
Lord Pusswhip spilar föstudaginn
6. nóvember á Bar Ananas og sunnu-
daginn 8. nóvember á Húrra.
Hryllingur og
helsúrt hiphop
Hiphop-taktsmiðurinn Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, gefur út sína fyrstu plötu
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Ef þú tengir
við Lord
Pusswhip-textana
þá er kannski bara
eitthvað að
Heilaþveginn Þórður Ingi segist hafa
verið heilaþveginn af eldri bróður sínum
með þungarokki og hryllingsmyndum,
en merki þess eru auðheyranleg í tónlist
Lord Pusswhip. Mynd SIGtryGGur ArI
Sýra Tónlist Lord Pusswhip er meðal
annars innblásin af súrri hiphop-tónlist.
Sýra Tónlist Lord Pusswhip
er meðal annars innblásin af
súrri hiphop-tónlist.
„Það er stundum
eins og það sé nóg
að gera bara eitthvað og
ef það er sett fram í réttu
samhengi þá er það hyllt,
þó að það sé bara hlut-
lægt ógeðslega lélegt.