Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Qupperneq 46
Helgarblað 6.–9. nóvember 201546 Fólk Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Umhverfisvænir pokar sem brotna niður í umhverf inu Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 • Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar • Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni • d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma þe irra loknum svo að þe ir samlagist nát túrunni á sama hát t og laufblað Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt fengið hjá okkur íblöndunarefni. Pokar í s töðluðum stærðum eða séráprentaðir Gerir 250 armbeygjur á dag n Sprengju-Kata setti áskorun á Facebook n Ætlar að standa við gefið loforð Þ etta byrjaði allt á Facebook. Ég rakst á mynd frá vin- konu minni þar sem stóð: „Challenge Me: For ev- ery like I will do one push- up“. Í einhverju óðagoti deildi ég myndinni og bætti við textanum: „For every LIKE, I will do one push- up PER DAY, the next month.“ Þetta var 14. október,“ segir Katrín Lilja Sigurðardóttir efnafræðingur, sem líka er þekkt undir nafninu Sprengju- Kata. Þegar þetta er ritað hafa rúm- lega 250 manns líkað við færsluna. Margir hefðu gefist upp við tilhugs- unina um allar þessar armbeygjur, en ekki Katrín. 20 armbeygjur í fyrstu atrennu „Seinustu 20 daga hef ég gert sam- tals 3.609 armbeygjur. Nú er klukk- an rúmlega 23.00 og ég var rétt í þessu að ljúka armbeygju númer 248 í dag,“ segir hún hlæjandi, en fyr- ir þá sem ekki eru sleipir í ensku þá snýst áskorunin um að hún geri eina armbeygju fyrir hvert „like“ á hverj- um degi í heilan mánuð. Eða um 250 armbeygjur, eins og staðan er í dag. „Fyrsta daginn var ég voða kát með 83 „like“ og gerði 83 armbeygj- ur í lok dagsins og það tók verulega á. Auðvitað gerði ég armbeygjurnar ekki allar í einum rykk enda var mér það algjörlega ómögulegt. Í fyrstu at- rennu náði ég um 20 armbeygjum og svo tóku nokkrar þannig endurtekn- ingar við þann daginn.“ Flestir þeirra sem „lækað“ hafa við áskorunina eru í kunningjahópi Katrínar en þar er líka að finna fólk sem hún þekkir ekki og þar af nokkrir útlendingar. „Það er því ekki annað hægt, en að standa við stóru orðin,“ segir Katrín sem vill svo sannarlega ekki valda þeim hafa hvatt hana áfram vonbrigðum. Sveikst undan út af hálfmaraþoni En hvernig fer hún eiginlega að þessu? „Til að ná örugglega að klára armbeygjur dagsins verð ég að muna að byrja ekki þegar orðið er áliðið dags. Það hefur gerst að ég hafi þurft að vaka lengur en ég ætl- aði mér bara til að ná að klára arm- beygjur dagsins. Þessi armbeygju- áskorun fór samt fyrst að verða spaugileg þegar ég fór að draga fyr- ir gluggana svo nágrannarnir héldu ekki að ég hefði misst vitið.“ Það er þó alls ekki þannig að Katrín hafi of mikinn frítíma og því sé þessi áskorun fín leið til að drepa tímann og komast í betra form. Ó, nei. Hún hefur aldeilis nóg að gera. „Fyrir mér var áskorunin ansi stórt loforð og ég neyddist til að svíkjast undan á níunda degi vegna þess að ég hafði skráð mig til þátttöku í hálfmaraþoni morguninn eftir og vildi eiga næga orku. Fyrirgefið mér þetta. Ég bæti í staðinn einum arm- beygjudegi við í lokin,“ segir Katrín kímin. Henni er samt fúlasta alvara. Hún ætlar að klára verkefnið með stæl. Plankaáskorun á döfinni? „Armbeygjuáskorunin er orðin ein- hvers konar ástar-haturs verkefni. Ég meina, hvaða heilvita mann- eskja nennir að standa í þessu? En það jákvæða er augljós mun- ur í styrk. Á fyrsta degi náði ég um 20 armbeygjum í fyrstu atrennu, en núna aðeins 20 dögum síðar, get ég náð 50 armbeygjum í fyrstu at- rennu,“ segir Katrín sem tekur fram að hún sé samt bara venjuleg kona. „Ég er alls ekkert sterkari en geng- ur og gerist og nokkuð þung svo það væri ógerlegt fyrir mig að gera meira en 4 til 5 armbeygjur á tán- um og þessar 3.609 armbeygjur voru langflestar teknar á hnjám. Í lok áskorunarinnar vona ég að ég geti stolt gert armbeygjur á tánum.“ En hvað tekur svo við þegar þessari áskorun er lokið? „Ég þarf auðvitað að finna nýja áskorun eftir nokkra daga. Plankaáskor- un hljómar ekkert illa: 1 sek. á dag í planka fyrir hvert „like“,“ segir Katrín hlæjandi að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Gerir armbeygjur Katrín Lilja ætlar að standa við stóru orðin og halda út í mánuð. MyndiR SiGtRyGGuR ARi „Armbeygju- áskorunin er orðin einhvers konar ástar- haturs verkefni. Ég meina, hvaða heilvita manneskja nennir að standa í þessu? Jákvæð áhrif Katrín Lilja segist hafa styrkst heilmikið á þessum 20 dögum sem áskorunin hefur varað. M aður er náttúrlega búinn að fylgjast með þessum hörm- ungum í fréttunum og þar sem ég á sjálfur börn get- ur maður ekki annað en þakkað fyr- ir hvað maður hefur það gott,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Eff Rúnars- son, sem stofnaði styrktarsjóð handa flóttabörnunum sem munu koma til Akureyrar frá Sýrlandi á næstunni en Rúnar fékk Rauða krossinn til að sjá um sjóðinn. Rúnar hefur skipulagt tónleika í Hofi á sunnudaginn klukk- an 16 og mun ágóðinn renna í sjóð- inn. „Peningarnir sem safnast eru ætlaðir þeim börnum og unglingum í hópi flóttafólksins til að hægt sé að veita þeim sömu tækifæri og börn- in okkar hafa hvað varðar frístund- ir, leikjanámskeið og slíkt í von um að gera þeim lífið aðeins bærilegra. Rauði krossinn og Akueyrarbær munu sjá til þess að grunnþörfum fólksins sé mætt en styrktarsjóður- inn er hugsaður út frá samfélagslega þættinum. Þessi börn þurfa klárlega á sálfræðihjálp að halda en börn eru börn og þau þurfa að leika sér, eign- ast vini og finnast þau vera velkomin í samfélagið. Þess vegna er líka mik- ilvægt fyrir okkur foreldra að virkja börnin okkar til að taka vel á móti þeim.“ Auk Rúnars munu þau Magni Ásgeirsson, Erna Hrönn, Stebbi Jak og Hreimur Örn stíga á svið á Hofi. „Þetta eru allt foreldrar eins og ég og öll tóku þau vel í að gera þetta. Kannski verður maður viðkvæmari með aldrinum og þegar maður verð- ur foreldri en þetta er einfaldlega hrikalegt ástand. Maður er farinn að forðast fréttirnar því maður veit að þær eru skelfilegar.“ n indiana@dv.is „Verður viðkvæmari með aldrinum“ Rúnar Eff stofnaði styrktarsjóð fyrir börn flóttamanna Rúnar Eff Rúnar hefur hóað saman tónlist- arfólki sem mun troða upp í Hofi um helgina. Mynd ÞóRhALLuR JónSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.