Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Side 10
Áramótablað 29. desember 201510 Fréttir Innlendur fréttaannáll JANÚAR 2. janúar Gekk nakinn hálfan kílómetra RÚV greinir frá því að Vífill Valgeirs­ son hafi gengið, allsnakinn, um fimm hundruð metra leið eftir hjálp í kjölfar þess að eldur kom upp í húsi hans á Bjargi í Eyjafjarðarsveit. Eiginkonu hans og tengdamóður var korteri síðar bjargað úr brennandi húsinu – á elleftu stundu. 3. janúar Allir sammála í Reykjanesbæ Þau tímamót verða í Reykjanesbæ að allir bæjar­ fulltrúar greiða atkvæði með þriggja ára fjár­ hagsáætlun Reykjanesbæjar. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bæjarins. „Þetta er því afar ánægjuleg niður­ staða sem styrkir okkur í þeirri vinnu sem framundan er,“ var haft eftir bæjarstjóranum. 7. janúar Ráðist á Charlie Hebdo Ellefu eru myrtir og jafn margir særðir í hryðju­ verkaárás í miðborg Parísar í Frakklandi. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja og flykkjast að baki fjölmiðlinum og aðstandend­ um hans með myllumerkinu #Je­ SuisCharlie, 8. janúar Einhverfur skilinn eftir Faðir tveggja fatlaðra drengja, sem reiða sig á ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó, greinir frá því að annar sonurinn hafi verið skilinn eftir að kvöldi til. Sá sem átti að sækja ann­ an drenginn, sem bæði glímir við fötlun og einhverfu, birt­ ist aldrei. Þetta upp­ götvaðist þegar aðeins annar þeirra skilaði sér í matarboð og reyndist þetta drengn­ um þungbært. Frásagnir af brotalömum á þjónustunni rata ítrekað í fjölmiðla en Strætó lofar bót og betrun. 12. janúar Fyrstur til að vinna Golden Globe Jóhann Jóhannsson hlýtur Golden Globe­verðlaunin, fyrstur Ís­ lendinga. Hann samdi tónlist fyrir kvikmyndina The Theory of Every­ thing, sem fjallar um ævi vísinda­ mannsins Stephens Hawking. 13. janúar Múslimar á Íslandi rannsakaðir? Framsóknarmaðurinn Ás­ mundur Friðriksson gerir allt vitlaust þegar hann spyr í blogg­ færslu hvort búið sé að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi. Tilefnið er hryðjuverk­ in í París. Formaður Ungra jafnaðar­ manna í Hafnarfirði leggur orð í belg og spyr: „Á hvaða vegferð erum við þegar þingmaður stærsta stjórn­ málaafls landsins hvetur lögreglu til ofsókna gegn minnihlutahópum?“ 14. janúar Man enn sviðann DV greinir fyrstur fjölmiðla frá stofn­ fundi samtakanna Bjarmans í Vest­ mannaeyjum, en markmið þeirra er að gefa þolendum kynferðisofbeld­ is vettvang til að koma saman og tala. „Ég man enn í dag sviðann sem þessu fylgdi,“ segir Inga Guðgeirs­ dóttir um kynferðisofbeldi sem hún varð ítrekað fyrir þegar sjómaður kom í land, með saltar hendur, og misnotaði hana. Mótmæli, verkföll og fangelsisdómar n Ár samfélagsmiðlabyltinga n Sorglega mörg banaslys n Deilur um bólusetningar KR flugeldaR KR Heimilinu Frostaskjóli Opið til kl.22 í dag Og til kl.16 á gamlársdag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.