Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 10
Áramótablað 29. desember 201510 Fréttir Innlendur fréttaannáll JANÚAR 2. janúar Gekk nakinn hálfan kílómetra RÚV greinir frá því að Vífill Valgeirs­ son hafi gengið, allsnakinn, um fimm hundruð metra leið eftir hjálp í kjölfar þess að eldur kom upp í húsi hans á Bjargi í Eyjafjarðarsveit. Eiginkonu hans og tengdamóður var korteri síðar bjargað úr brennandi húsinu – á elleftu stundu. 3. janúar Allir sammála í Reykjanesbæ Þau tímamót verða í Reykjanesbæ að allir bæjar­ fulltrúar greiða atkvæði með þriggja ára fjár­ hagsáætlun Reykjanesbæjar. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bæjarins. „Þetta er því afar ánægjuleg niður­ staða sem styrkir okkur í þeirri vinnu sem framundan er,“ var haft eftir bæjarstjóranum. 7. janúar Ráðist á Charlie Hebdo Ellefu eru myrtir og jafn margir særðir í hryðju­ verkaárás í miðborg Parísar í Frakklandi. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja og flykkjast að baki fjölmiðlinum og aðstandend­ um hans með myllumerkinu #Je­ SuisCharlie, 8. janúar Einhverfur skilinn eftir Faðir tveggja fatlaðra drengja, sem reiða sig á ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó, greinir frá því að annar sonurinn hafi verið skilinn eftir að kvöldi til. Sá sem átti að sækja ann­ an drenginn, sem bæði glímir við fötlun og einhverfu, birt­ ist aldrei. Þetta upp­ götvaðist þegar aðeins annar þeirra skilaði sér í matarboð og reyndist þetta drengn­ um þungbært. Frásagnir af brotalömum á þjónustunni rata ítrekað í fjölmiðla en Strætó lofar bót og betrun. 12. janúar Fyrstur til að vinna Golden Globe Jóhann Jóhannsson hlýtur Golden Globe­verðlaunin, fyrstur Ís­ lendinga. Hann samdi tónlist fyrir kvikmyndina The Theory of Every­ thing, sem fjallar um ævi vísinda­ mannsins Stephens Hawking. 13. janúar Múslimar á Íslandi rannsakaðir? Framsóknarmaðurinn Ás­ mundur Friðriksson gerir allt vitlaust þegar hann spyr í blogg­ færslu hvort búið sé að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi. Tilefnið er hryðjuverk­ in í París. Formaður Ungra jafnaðar­ manna í Hafnarfirði leggur orð í belg og spyr: „Á hvaða vegferð erum við þegar þingmaður stærsta stjórn­ málaafls landsins hvetur lögreglu til ofsókna gegn minnihlutahópum?“ 14. janúar Man enn sviðann DV greinir fyrstur fjölmiðla frá stofn­ fundi samtakanna Bjarmans í Vest­ mannaeyjum, en markmið þeirra er að gefa þolendum kynferðisofbeld­ is vettvang til að koma saman og tala. „Ég man enn í dag sviðann sem þessu fylgdi,“ segir Inga Guðgeirs­ dóttir um kynferðisofbeldi sem hún varð ítrekað fyrir þegar sjómaður kom í land, með saltar hendur, og misnotaði hana. Mótmæli, verkföll og fangelsisdómar n Ár samfélagsmiðlabyltinga n Sorglega mörg banaslys n Deilur um bólusetningar KR flugeldaR KR Heimilinu Frostaskjóli Opið til kl.22 í dag Og til kl.16 á gamlársdag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.