Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 24
Áramótablað 29. desember 201524 Fréttir Innlendur fréttaannáll 12. ágúst Jáeindaskanni frá Ís- lenskri erfðagreiningu Íslensk erfðagreining afhendir heil­ brigðisráðherra 725 milljónir króna að gjöf. Gjöfin er ætluð til kaupa á jáeindaskanna. Um er að ræða lykil­ tæki við umönnun krabbameins­ sjúkra. Í kjölfarið berast fréttir um að læknar telji fýsilegra að starfa hérlendis þegar bætt er úr tækja­ kosti með þessum hætti. 19. ágúst Byrjendalæsi gagn- rýnt Samantekt Menntamálastofnunar leiðir í ljós að Byrjendalæsi, aðferð sem er þróuð hjá Háskólanum á Ak­ ureyri og kennd í 80 grunnskólum, leiðir til lakari einkunna nemenda en þeirra sem læra að lesa sam­ kvæmt hefðbundnari aðferðum. Höfundar aðferðarinnar eru ósáttir við einfaldaða framsetningu upplýs­ inganna. 30. ágúst Valtý Birni misþyrmt á heimili sínu Tveir menn banka upp á á heimili íþróttafréttamanns­ ins Valtýs Björns um miðja nótt og ráðast á hann með höggum og spörkum. Barsmíðarn­ ar eru svo hrottalegar að Valtýr Björn missir meðvitund í tvígang. 31. ágúst Icehot1 Eiginkona fjármála­ ráðherra, Þóra Mar­ grét Baldvinsdóttir, stígur fram og opinber­ ar að hún og eiginmað­ ur hennar hafi fyrir forvitni sakir stofnað saman reikning á vefsíðunni Ashley Madison árið 2008. Vefsíðan markaðssetti sig sem hið fullkomna tæki til þess að stunda framhjáhald. Notendanafn þeirra hjóna, Icehot1, slær í gegn á sam­ félagsmiðlum. 31. ágúst Kæra Eygló Harðar Tugþúsundir Íslendinga skrá sig á Facebook­hópinn „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ enda ríkir mikil reiði í samfélaginu í ljósi þeirra frétta að Ísland ætli aðeins að taka við fimmtíu flóttamönn­ um. Lands­ menn kepp­ ast við að bjóða fram dvalarstað, föt og aðra aðstoð. SEPTEMBER 10. september Ráðist á Gilbert „Sober“ Fimm manns ganga í skrokk á Gil­ bert um hábjartan dag við Smára­ land. Árásarmennirnir beita meðal annars kúbeini og hafnaboltakylfu. Gilbert hlýtur slæma áverka og lýsir því yfir að Hilmar Leifsson sé á bak við árásina. „Ég er sextugur, ég er ekkert í þessu,“ segir Hilmar og neit­ ar staðfastlega að tengjast árásinni. Hann segir að öryggismyndavélar sýni að Gilbert eigi upptökin. 10. september Mótmælt í mötuneyti Yfir hundrað Starfsmenn í Borgar­ túni 21 sniðganga mötuneytið í húsinu til þess að sýna samstöðu með tveimur konum sem störf­ uðu í mötuneytinu og var sagt upp. Ástæðan var sú að konurnar sættu sig ekki við launalækkun upp á tugi þúsunda. Mótmælin báru árangur og konurnar eru endurráðnar á kjör­ um sem þær eru sáttar við. 15. september Reykjavíkurborg leggur viðskiptabann á Ísrael Borgarstjórn Reykjavíkur samþykk­ ir að fela skrifstofu borgarstjóra, í samvinnu við innkaupadeild, að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.