Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 24
Áramótablað 29. desember 201524 Fréttir Innlendur fréttaannáll 12. ágúst Jáeindaskanni frá Ís- lenskri erfðagreiningu Íslensk erfðagreining afhendir heil­ brigðisráðherra 725 milljónir króna að gjöf. Gjöfin er ætluð til kaupa á jáeindaskanna. Um er að ræða lykil­ tæki við umönnun krabbameins­ sjúkra. Í kjölfarið berast fréttir um að læknar telji fýsilegra að starfa hérlendis þegar bætt er úr tækja­ kosti með þessum hætti. 19. ágúst Byrjendalæsi gagn- rýnt Samantekt Menntamálastofnunar leiðir í ljós að Byrjendalæsi, aðferð sem er þróuð hjá Háskólanum á Ak­ ureyri og kennd í 80 grunnskólum, leiðir til lakari einkunna nemenda en þeirra sem læra að lesa sam­ kvæmt hefðbundnari aðferðum. Höfundar aðferðarinnar eru ósáttir við einfaldaða framsetningu upplýs­ inganna. 30. ágúst Valtý Birni misþyrmt á heimili sínu Tveir menn banka upp á á heimili íþróttafréttamanns­ ins Valtýs Björns um miðja nótt og ráðast á hann með höggum og spörkum. Barsmíðarn­ ar eru svo hrottalegar að Valtýr Björn missir meðvitund í tvígang. 31. ágúst Icehot1 Eiginkona fjármála­ ráðherra, Þóra Mar­ grét Baldvinsdóttir, stígur fram og opinber­ ar að hún og eiginmað­ ur hennar hafi fyrir forvitni sakir stofnað saman reikning á vefsíðunni Ashley Madison árið 2008. Vefsíðan markaðssetti sig sem hið fullkomna tæki til þess að stunda framhjáhald. Notendanafn þeirra hjóna, Icehot1, slær í gegn á sam­ félagsmiðlum. 31. ágúst Kæra Eygló Harðar Tugþúsundir Íslendinga skrá sig á Facebook­hópinn „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ enda ríkir mikil reiði í samfélaginu í ljósi þeirra frétta að Ísland ætli aðeins að taka við fimmtíu flóttamönn­ um. Lands­ menn kepp­ ast við að bjóða fram dvalarstað, föt og aðra aðstoð. SEPTEMBER 10. september Ráðist á Gilbert „Sober“ Fimm manns ganga í skrokk á Gil­ bert um hábjartan dag við Smára­ land. Árásarmennirnir beita meðal annars kúbeini og hafnaboltakylfu. Gilbert hlýtur slæma áverka og lýsir því yfir að Hilmar Leifsson sé á bak við árásina. „Ég er sextugur, ég er ekkert í þessu,“ segir Hilmar og neit­ ar staðfastlega að tengjast árásinni. Hann segir að öryggismyndavélar sýni að Gilbert eigi upptökin. 10. september Mótmælt í mötuneyti Yfir hundrað Starfsmenn í Borgar­ túni 21 sniðganga mötuneytið í húsinu til þess að sýna samstöðu með tveimur konum sem störf­ uðu í mötuneytinu og var sagt upp. Ástæðan var sú að konurnar sættu sig ekki við launalækkun upp á tugi þúsunda. Mótmælin báru árangur og konurnar eru endurráðnar á kjör­ um sem þær eru sáttar við. 15. september Reykjavíkurborg leggur viðskiptabann á Ísrael Borgarstjórn Reykjavíkur samþykk­ ir að fela skrifstofu borgarstjóra, í samvinnu við innkaupadeild, að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.