Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 82

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 82
54 Menning Áramótablað 29. desember 2015 verið máð út,“ segir Bryndís Lofts­ dóttir, leikhúsgagnrýnandi DV og starfsmaður Félags íslenskra bóka­ útgefenda. Þessi tilhneig­ ing hefur verið sett í samhengi við skáldævisögu­ bylgju síðasta áratugar á Norð­ urlöndum, við játningaviðtöl dagblaðanna (þar sem listamenn eru æ oftar fengn­ ir til að opna sig í þeim tilgangi að selja verk sín) og samfélagsmiðla­ byltinga sem hafa margar hverjar snúist um að gera opinbert eitthvað sem skömmin ætti yfirleitt að ná yfir. Játningabækurnar seldust hins vegar ekki sem skyldi og lutu í lægra haldi fyrir spennusögum og hefðbundnari skáld­ sögum í jólabókaflóðinu. Bókin einkavædd Eitt af því sem deilt var um á árinu í bókmenntakreðsum landsins var einkaútgáfa fjárfestingafyrirtækis­ ins GAMMA á nóvellunni Böggla­ póststofan eftir Braga Ólafsson, í 300 eintaka upplagi sem fór aðeins til sérstakra vina fyrirtækisins. Með því að skilgreina bókina sem auglýs­ ingu – það sem kallað var markpóst­ ur – komst fyrirtækið hjá því að skila eintökum til Landsbókasafns sem á að fá eintak af öllu útgefnu efni á landinu. Jafnvel fyrir þessa til­ raun til einkavæðingar bókarinnar hafði fyrirtækið slæmt orð á sér og hafði verið sakað um að keyra upp leigukostnað í miðbænum – sem margir telja komi menningarlífinu illa. En á sama tíma hefur GAMMA verið öflugur fjárhags­ legur stuðnings­ aðili íslensks menningarlífs: aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljóm­ sveitar Íslands, aðalstyrktaraðili Little Sun verk­ efnis Ólafs Elías­ sonar á Íslandi og rekur öflugt nútímalista­ gallerí í höfuð­ stöðvum sínum í Garðastræti. Umræð­ an um mál­ ið fór fram á internetinu og fór því eðlilega fljótt úr því að fjalla um varhugaverð tengsl menn­ ingar og auðvalds og yfir í það að fjalla um eitthvað allt annað: með­ virkni, dauða bókmenntafræðinnar og karlrembu. Guðjón gengur aftur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur látið til sín taka í skipulagsmálum að undan­ förnu og náð að hrista upp í annars langlyndum arkitektum með arki­ tektúrískri nostalgíu og þrá eftir nýrri glæstri fortíð. Í lok árs 2014 friðaði hann NASA við Austurvöll, í ár hefur hann svo endurreist embætti húsa­ meistara ríkisins og staðið fyrir verndun á gömlum hafnargarði í Reykja­ víkurhöfn. Anna María Bogadóttir arkitekt nefnir um­ ræður um hafnargarðinn og land­ námsskálann í Lækjargötu sem ein markverðustu deilumál ársins: „Þegar nýjar lausnir er skipulagðar í gamalli byggð án þess að jarðvegur­ inn sé kannaður til hlítar getur komið upp skrýtin staða og því hafa hafnar­ garðurinn og landnámsskálinn sett uppbyggingarplön í uppnám. Í kjöl­ farið hefur umræðan verið í há­ stöfum en að sama skapi rýr. Þetta sýnir mikilvægi þess að byggða­ og menningarrannsóknir fái aukið vægi í aðdraganda skipulags og upp­ byggingar, sem síðan má vinna með á frjóan hátt.“ Heitasta umræðan í arkitekta­ samfélaginu í ár var þó líklega sú sem kviknaði eftir að forsætisráðherra tilkynnti þann 1. apríl að ný skrif­ stofubygging Alþingis skyldi byggð eftir gömlum teikningum Guð­ jóns Samúelssonar. „Með fullri virðingu fyrir Guðjóni Samúels syni þá er það verulega furðulegt að ætla að byggja 4.500 fermetra byggingu eft­ ir teikningu frá því fyrir stríð – teikn­ ingu sem þar að auki hafði annað notagildi en nú stendur til,“ segir Katla Maríudóttir arkitekt um það markverðasta sem gerðist í menningarlífinu á árinu. Gjörningur grípur þjóðina Það er ekki oft sem verkefni listahá­ skólanema á fyrsta ári fanga athygli þjóðarinnar, hvað þá í heila viku. En gjörningur Almars Atlasonar, sem gekk undir hinu nútímalega nafni #nakinníkassa, var helsta umfjöllun­ arefni netmiðla í heila viku í nóvem­ ber. Almar var nakinn í gegnsæjum kassa í heila viku, beindi vefmynda­ vél að kassanum og sendi út í beinni útsendingu á Youtube. Gísli Marteinn sýndi beint frá kassanum í þættinum sínum og Gummi Ben lýsti lokamínútum gjörningsins. Gjörningurinn gaf ólíku fólki færi á að grípa til gífur­ yrða um endalok listarinnar – eða einmitt þveröfugt, áhrifamátt henn­ ar, vanhæfi fjölmiðla og lágkúru al­ mennings – en þjóðin fylgdist í það minnsta spennt með: „Fyrir Lista­ háskólann var þessi mikla umræða í kringum sýningu listnemans Almars Atlasonar kærkomið tækifæri til að velta vöngum yfir vægi og tilgangi lista yfirleitt. Uppákoman í heild sinni sýndi ótvírætt hvers listir eru megnugar þegar þær koma við kvik­ una í fólki,“ segir Fríða Björk Ingvars­ dóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Ósýnilegt sjónarhorn Í apríl var Safnahúsið við Hverfis­ götu enduropnað með sýningunni Sjónarhorn, sem kynnt var sem ferðalag um íslenskan myndheim – sjónrænan menningararf þjóðar­ innar. Sýningin er gríðarlega stórt og metnaðarfullt verkefni en hefur ekki hlotið mikið lof eða athygli. Opnun hússins og sýningarinn­ ar er þó eitt það markverðasta sem átti sér stað í íslensku menningar­ lífi á árinu að mati Æsu Sigurjóns­ dóttur listfræðings: „Það hefur verið frekar hljótt um þetta stóra verkefni sem byggir á samstarfi sex stærstu menningarstofnana ríkisins, þ.e. Þjóðminjasafni Íslands, Listasafni Íslands og Náttúruminjasafni Ís­ lands, auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns­ Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar og þess vegna ástæða til að ræða um sýninguna og fylgjast með nýju hlutverki þessa merki­ lega og fallega húss í borginni.“ Barist um RÚV Menningarlíf­ ið hefur að mestu leyti sloppið und­ an niður­ skurðarhníf ríkisstjórnar­ innar – ef frá er talin stærsta menningarstofnun þjóðarinnar, Ríkis­ útvarpið. Todmóbíllinn Eyþór Arnalds var í forsvari fyrir um­ deilda skýrslu um rekstur og starf­ semi RÚV sem kom út í október. Allir eru sammála um að rekstrar­ staða félagsins sé slæm en samt var ákveðið að lækka útvarpsgjaldið í fjárlögum í desember. Var ákvörðun­ in sett í samhengi við gagnrýni þing­ manna úr ríkisstjórnarflokkunum á fréttastofu miðilsins. Halldór Guðmundsson nefnir umræðuna um RÚV sem eina þá mikilvægustu á árinu: „ Umræðan um RÚV speglar vanda menn­ ingarumræðunnar hjá okkur bet­ ur en flest annað. Það er vel þess virði að ræða breytingar hjá RÚV og þjónustusamningur og hlutverk al­ mannaútvarps hlýtur ávallt að vera til umræðu. En umræðan má aldrei stjórnast af því hvort stjórnmála­ mönnum eða flokkum finnist nóg eða rétt um sig fjallað, telji skorta á þjónustulund hjá fréttastofu þegar þær stofur á landinu eru orðnar fáar og veikburða. Ef umræða um jafn mikilvægan part af fjölmiðlun og þennan hefur sig ekki upp úr skot­ gröfum hefnigirni og þröngsýni er menningarlífi okkar hætta búin.“ Borgin þagnar Umræður um fjármagn til menn­ ingarinnar einskorðast þó ekki að­ eins við RÚV. Reykjavíkurborg hef­ ur verið gagnrýnd fyrir að styðja ekki nægilega við tónlistarskóla á mið­ og framhaldsstigi – en borgin álítur það ekki lögbundið hlutverk sitt. Skólun­ um var bjargað fyrir horn í lok árs með björgunarpakka í fjáraukalög­ um, en starfsumhverfi skólanna til framtíðar er enn ótryggt. „Grasrót íslenskrar tónlistar nær yfir heilmikið flæmi. Hún er af kraft­ miklum stofni, en er auðvitað við­ kvæm eins og allt sem reynir að fóta sig í lífinu. Áburður er af skornum skammti og gæti minnkað enn, ef marka má óvissuna sem ríkir til að mynda í málefnum tónlistarskól­ anna. Og ekki er óvissan um framtíð Tónlistarsafns Íslands skárri,“ seg­ ir Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1, og bætir við síðar: „Stöðug­ leiki í umhverfi listgreinarinnar er forsenda fyrir því að hún staðni ekki. Og sífelldur niðurskurður og hag­ ræðingarárátta eru ekki vel til þess fallin að búa til stöðugleika.“ n Guðjón rís upp frá dauðum Sigmundur Davíð vakti reiði í arkitektasamfélaginu með því að draga fram gamlar teikningar Guðjóns Samúelssonar. #nakinníkassa Þjóðin fylgdist af áhuga með þolraun listnemans Almars Atlasonar sem lá nakinn í glerkassa í heila viku.Einkavædd bók Deilt var um einkaútgáfu fjárfestingafyrirtækisins GAMMA á nóvellu Braga Ólafssonar. Margnota augnhitapoki Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum Augnhvilan Augnhvílan er auðveld í notkun og vermir í 10 mínútur í hvert sinn. Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur í örbylgjuofni og lögð yfir augun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.