Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 82

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 82
54 Menning Áramótablað 29. desember 2015 verið máð út,“ segir Bryndís Lofts­ dóttir, leikhúsgagnrýnandi DV og starfsmaður Félags íslenskra bóka­ útgefenda. Þessi tilhneig­ ing hefur verið sett í samhengi við skáldævisögu­ bylgju síðasta áratugar á Norð­ urlöndum, við játningaviðtöl dagblaðanna (þar sem listamenn eru æ oftar fengn­ ir til að opna sig í þeim tilgangi að selja verk sín) og samfélagsmiðla­ byltinga sem hafa margar hverjar snúist um að gera opinbert eitthvað sem skömmin ætti yfirleitt að ná yfir. Játningabækurnar seldust hins vegar ekki sem skyldi og lutu í lægra haldi fyrir spennusögum og hefðbundnari skáld­ sögum í jólabókaflóðinu. Bókin einkavædd Eitt af því sem deilt var um á árinu í bókmenntakreðsum landsins var einkaútgáfa fjárfestingafyrirtækis­ ins GAMMA á nóvellunni Böggla­ póststofan eftir Braga Ólafsson, í 300 eintaka upplagi sem fór aðeins til sérstakra vina fyrirtækisins. Með því að skilgreina bókina sem auglýs­ ingu – það sem kallað var markpóst­ ur – komst fyrirtækið hjá því að skila eintökum til Landsbókasafns sem á að fá eintak af öllu útgefnu efni á landinu. Jafnvel fyrir þessa til­ raun til einkavæðingar bókarinnar hafði fyrirtækið slæmt orð á sér og hafði verið sakað um að keyra upp leigukostnað í miðbænum – sem margir telja komi menningarlífinu illa. En á sama tíma hefur GAMMA verið öflugur fjárhags­ legur stuðnings­ aðili íslensks menningarlífs: aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljóm­ sveitar Íslands, aðalstyrktaraðili Little Sun verk­ efnis Ólafs Elías­ sonar á Íslandi og rekur öflugt nútímalista­ gallerí í höfuð­ stöðvum sínum í Garðastræti. Umræð­ an um mál­ ið fór fram á internetinu og fór því eðlilega fljótt úr því að fjalla um varhugaverð tengsl menn­ ingar og auðvalds og yfir í það að fjalla um eitthvað allt annað: með­ virkni, dauða bókmenntafræðinnar og karlrembu. Guðjón gengur aftur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur látið til sín taka í skipulagsmálum að undan­ förnu og náð að hrista upp í annars langlyndum arkitektum með arki­ tektúrískri nostalgíu og þrá eftir nýrri glæstri fortíð. Í lok árs 2014 friðaði hann NASA við Austurvöll, í ár hefur hann svo endurreist embætti húsa­ meistara ríkisins og staðið fyrir verndun á gömlum hafnargarði í Reykja­ víkurhöfn. Anna María Bogadóttir arkitekt nefnir um­ ræður um hafnargarðinn og land­ námsskálann í Lækjargötu sem ein markverðustu deilumál ársins: „Þegar nýjar lausnir er skipulagðar í gamalli byggð án þess að jarðvegur­ inn sé kannaður til hlítar getur komið upp skrýtin staða og því hafa hafnar­ garðurinn og landnámsskálinn sett uppbyggingarplön í uppnám. Í kjöl­ farið hefur umræðan verið í há­ stöfum en að sama skapi rýr. Þetta sýnir mikilvægi þess að byggða­ og menningarrannsóknir fái aukið vægi í aðdraganda skipulags og upp­ byggingar, sem síðan má vinna með á frjóan hátt.“ Heitasta umræðan í arkitekta­ samfélaginu í ár var þó líklega sú sem kviknaði eftir að forsætisráðherra tilkynnti þann 1. apríl að ný skrif­ stofubygging Alþingis skyldi byggð eftir gömlum teikningum Guð­ jóns Samúelssonar. „Með fullri virðingu fyrir Guðjóni Samúels syni þá er það verulega furðulegt að ætla að byggja 4.500 fermetra byggingu eft­ ir teikningu frá því fyrir stríð – teikn­ ingu sem þar að auki hafði annað notagildi en nú stendur til,“ segir Katla Maríudóttir arkitekt um það markverðasta sem gerðist í menningarlífinu á árinu. Gjörningur grípur þjóðina Það er ekki oft sem verkefni listahá­ skólanema á fyrsta ári fanga athygli þjóðarinnar, hvað þá í heila viku. En gjörningur Almars Atlasonar, sem gekk undir hinu nútímalega nafni #nakinníkassa, var helsta umfjöllun­ arefni netmiðla í heila viku í nóvem­ ber. Almar var nakinn í gegnsæjum kassa í heila viku, beindi vefmynda­ vél að kassanum og sendi út í beinni útsendingu á Youtube. Gísli Marteinn sýndi beint frá kassanum í þættinum sínum og Gummi Ben lýsti lokamínútum gjörningsins. Gjörningurinn gaf ólíku fólki færi á að grípa til gífur­ yrða um endalok listarinnar – eða einmitt þveröfugt, áhrifamátt henn­ ar, vanhæfi fjölmiðla og lágkúru al­ mennings – en þjóðin fylgdist í það minnsta spennt með: „Fyrir Lista­ háskólann var þessi mikla umræða í kringum sýningu listnemans Almars Atlasonar kærkomið tækifæri til að velta vöngum yfir vægi og tilgangi lista yfirleitt. Uppákoman í heild sinni sýndi ótvírætt hvers listir eru megnugar þegar þær koma við kvik­ una í fólki,“ segir Fríða Björk Ingvars­ dóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Ósýnilegt sjónarhorn Í apríl var Safnahúsið við Hverfis­ götu enduropnað með sýningunni Sjónarhorn, sem kynnt var sem ferðalag um íslenskan myndheim – sjónrænan menningararf þjóðar­ innar. Sýningin er gríðarlega stórt og metnaðarfullt verkefni en hefur ekki hlotið mikið lof eða athygli. Opnun hússins og sýningarinn­ ar er þó eitt það markverðasta sem átti sér stað í íslensku menningar­ lífi á árinu að mati Æsu Sigurjóns­ dóttur listfræðings: „Það hefur verið frekar hljótt um þetta stóra verkefni sem byggir á samstarfi sex stærstu menningarstofnana ríkisins, þ.e. Þjóðminjasafni Íslands, Listasafni Íslands og Náttúruminjasafni Ís­ lands, auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns­ Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar og þess vegna ástæða til að ræða um sýninguna og fylgjast með nýju hlutverki þessa merki­ lega og fallega húss í borginni.“ Barist um RÚV Menningarlíf­ ið hefur að mestu leyti sloppið und­ an niður­ skurðarhníf ríkisstjórnar­ innar – ef frá er talin stærsta menningarstofnun þjóðarinnar, Ríkis­ útvarpið. Todmóbíllinn Eyþór Arnalds var í forsvari fyrir um­ deilda skýrslu um rekstur og starf­ semi RÚV sem kom út í október. Allir eru sammála um að rekstrar­ staða félagsins sé slæm en samt var ákveðið að lækka útvarpsgjaldið í fjárlögum í desember. Var ákvörðun­ in sett í samhengi við gagnrýni þing­ manna úr ríkisstjórnarflokkunum á fréttastofu miðilsins. Halldór Guðmundsson nefnir umræðuna um RÚV sem eina þá mikilvægustu á árinu: „ Umræðan um RÚV speglar vanda menn­ ingarumræðunnar hjá okkur bet­ ur en flest annað. Það er vel þess virði að ræða breytingar hjá RÚV og þjónustusamningur og hlutverk al­ mannaútvarps hlýtur ávallt að vera til umræðu. En umræðan má aldrei stjórnast af því hvort stjórnmála­ mönnum eða flokkum finnist nóg eða rétt um sig fjallað, telji skorta á þjónustulund hjá fréttastofu þegar þær stofur á landinu eru orðnar fáar og veikburða. Ef umræða um jafn mikilvægan part af fjölmiðlun og þennan hefur sig ekki upp úr skot­ gröfum hefnigirni og þröngsýni er menningarlífi okkar hætta búin.“ Borgin þagnar Umræður um fjármagn til menn­ ingarinnar einskorðast þó ekki að­ eins við RÚV. Reykjavíkurborg hef­ ur verið gagnrýnd fyrir að styðja ekki nægilega við tónlistarskóla á mið­ og framhaldsstigi – en borgin álítur það ekki lögbundið hlutverk sitt. Skólun­ um var bjargað fyrir horn í lok árs með björgunarpakka í fjáraukalög­ um, en starfsumhverfi skólanna til framtíðar er enn ótryggt. „Grasrót íslenskrar tónlistar nær yfir heilmikið flæmi. Hún er af kraft­ miklum stofni, en er auðvitað við­ kvæm eins og allt sem reynir að fóta sig í lífinu. Áburður er af skornum skammti og gæti minnkað enn, ef marka má óvissuna sem ríkir til að mynda í málefnum tónlistarskól­ anna. Og ekki er óvissan um framtíð Tónlistarsafns Íslands skárri,“ seg­ ir Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1, og bætir við síðar: „Stöðug­ leiki í umhverfi listgreinarinnar er forsenda fyrir því að hún staðni ekki. Og sífelldur niðurskurður og hag­ ræðingarárátta eru ekki vel til þess fallin að búa til stöðugleika.“ n Guðjón rís upp frá dauðum Sigmundur Davíð vakti reiði í arkitektasamfélaginu með því að draga fram gamlar teikningar Guðjóns Samúelssonar. #nakinníkassa Þjóðin fylgdist af áhuga með þolraun listnemans Almars Atlasonar sem lá nakinn í glerkassa í heila viku.Einkavædd bók Deilt var um einkaútgáfu fjárfestingafyrirtækisins GAMMA á nóvellu Braga Ólafssonar. Margnota augnhitapoki Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum Augnhvilan Augnhvílan er auðveld í notkun og vermir í 10 mínútur í hvert sinn. Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur í örbylgjuofni og lögð yfir augun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.