Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 85

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 85
Fólk 57Áramótablað 29. desember 2015 H E I L S U R Ú M A R G H !!! 2 51 11 5 Stærð: 90x200cm Verð: 83.709 kr.- Tilboð: 66.967 kr. Stærð: 120x200cm Verð: 98.036 kr. Tilboð: 78.429 kr. Stærð: 153x200cm Verð: 124.620 kr. Tilboð: 99.696 kr. ROYAL CORINNA ÞAÐ LÍÐUR AÐ JÓLUM Þægileg millistíf dýna með fimm-svæðaskiptu poka-gorma kerfi og góðann mjúkan topp ásamt hörðum PU-leðurklæddum botni á stál löppum  Platan rauk út Rapparinn Gísli Pálmi lét að sér kveða á árinu en fyrsta plata hans fór í sölu í apríl. Hún rauk út og hefur verið valin ein af bestu plötum ársins.  Á meðal þeirra bestu Björgvin Karl Guðmundsson stimplaði sig ærlega inn í crossfit-heiminn með því að hirða bronsið á heimsleikunum í júlí. Stórstjörnurnar Dan Bailey og Mathew Fraser voru í fyrsta og öðru sætinu.  Stal senunni Almar Atlason stal senunni þegar hann dvaldi í glerkassa í heila viku í Listaháskóla Íslands. Gjörningur- inn vakti gríðarlega athygli.  Sakaður um mannréttindabrot Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, skaut fram í sviðsljósið í tengslum við sólmyrkvann í vor. Sævar Helgi stóð fyrir því að öll grunnskólabörn landsins fengu sérstök sólmyrkvagleraugu til að fylgjast með sólmyrkvanum sem var sá mesti hérlendis í sextíu ár. Ekki fór þó betur en svo að Sævar Helgi var sakaður um mannréttindabrot þar sem leikskólabörn fengu ekki gleraugu líka.  Upphafskona byltingar Rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir opnaði Facebook-síðuna Kæra Eygló – Sýrland kallar. Á síðunni buðu tíu þúsund Íslendingar flóttafólki aðstoð sína. Uppátækið vakti alþjóðlega athygli.  Glowie glóir Söngkonan Glowie söng eitt vinsælasta lag ársins, No More eftir StopWaitGo. Glowie, sem heitir Sara Pétursdóttir, sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. Við eigum eflaust eftir að heyra mun meira í þessari flottu stelpu.  Tvöfaldur heimsmeistari Handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson varð heimsmeistari í annað sinn í desember þegar hann og norska kvennalandsliðið í handbolta tryggðu sér sigur á Hollandi í úrslitaleik mótsins í Danmörku. Norsku stelpurnar urðu líka heimsmeistarar undir stjórn Þóris árið 2011. Ótrúlegur árangur.  Umdeild Vigdís Vigdís Hauksdóttir var mikið í umræðunni á árinu bæði sem formaður fjárlaganefndar og með hinum ýmsu stöðuupp- færslum og ummælum.  Fjölhæf Ágústa Eva Árið 2015 var að mörgu leyti árið hennar Ágústu Evu. Söng- og leikkonan fékk að sanna sig og lék meðal annars aðalhlut- verkið í Línu langsokk sem sett var upp í Borgarleikhúsinu, lék í kvikmyndinni Bakk og var á meðal dómara í Ísland Got Talent. Þar að auki hefur Ágústa verið að jafna sig eftir alvarlegt slys á bílaþvottastöð.  Ljónsterk Fanney Hin unga en ljónsterka Fanney Hauksdóttir sigraði á heims- meistaramóti í bekkpressu sem fram fór í Svíþjóð í maí og varð stigahæst allra á mótinu. Fanney á heimsmetið í greininni í sínum flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.