Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Page 8
8 Fréttir Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Heilbrigðisstéttir fá minna út úr landflótta n Gengi krónunnar styrkist n Ráðherra hafnar því að ríkið hafi samið af sér É g tel að ríkið hafi alls ekki samið af sér en að þróunin þessa mánuði hafi sýnt það að samkeppnisstaða Íslands hafi styrkst,“ segir Kristján Þór Júlíus son heilbrigðisráðherra um þá staðreynd að kjör lækna og hjúkr­ unarfræðinga hafa batnað umtals­ vert samanborið við laun starfs­ systkina þeirra í Noregi og Svíþjóð, í íslenskum krónum talið, með 14 til 17% styrkingu krónunnar gagnvart sænsku og norsku gjaldmiðlunum á síðustu 18 mánuðum og tugpró­ senta hækkunum á dagvinnulaun­ um stéttanna. Læknar snúa aftur heim Mikið hefur verið fjallað um laun og launakjör stéttanna tveggja á undan­ förnum mánuðum en læknar sam­ þykktu kjarasamning við ríkið í janú­ ar síðastliðnum, eftir langa og erfiða kjaradeilu, og gerðardómur kvað upp úrskurð um kjör hjúkrunar­ fræðinga um miðjan ágúst. Læknar sömdu um allt að 30% hækkun dag­ vinnulauna á næstu þremur árum og samkvæmt úrskurði gerðar­ dóms hækka grunnlaun hjúkrunar­ fræðinga að meðaltali um 25% til ársins 2019. Í deilunum báðum fór mikið fyrir umræðu um kjör stétt­ anna miðað við það sem þekkist í ná­ grannalöndunum og voru Noregur og Svíþjóð ítrekað nefnd í tengslum við mögulegan landflótta. Talsmenn þeirra vöruðu þá við áhrifum þess ef læknar og hjúkrunarfræðingar færu að flytja úr landi í stórum stíl. „Við fáum fréttir af þróun efna­ hagsmála á Norðurlöndunum og höfum tekið eftir þeim breytingum sem eru að verða í Noregi þar sem bæði gjaldmiðillinn er að rýrna að verðgildi og atvinnuástand ekki með sama hætti og hefur verið undan­ farin ár. Þetta er að sjálfsögðu ekki fagnaðarefni fyrir einn eða neinn en ég þekki ekki áhrifin á fólksstrauma til og frá Íslandi. Við höfum hins vegar séð það í fjölmiðlum að lækn­ um á Íslandi er að fjölga aftur,“ segir Kristján og heldur áfram: „Við höfum engar nákvæmar skrár um þetta en auðvitað fögnum við því ef fólk snýr aftur heim. Það er alveg ljóst að kjarasamningar hafa styrkt samkeppnisstöðu Íslands, gagnvart þessu afli, og svo að sjálf­ sögðu spilar gengið eitthvað inn í þetta. Ég hef vissulega heyrt og tekið þátt í umræðum í þá veru að geng­ isþróunin dragi úr ásókn til þessara landa.“ Sveiflur milli landa Alþýðusamband Íslands (ASÍ) birti í janúar síðastliðnum sam­ antekt um dagvinnulaun á Íslandi árið 2013 og bar þau saman við kjör í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi. Fullyrti ASÍ þá að læknar hér á landi væru með 15% hærri heildartekjur að meðaltali, þegar leiðrétt væri fyrir verðlagi, en kollegar þeirra á hinum Norður­ löndunum. Landflótta lækna­ stéttarinnar mætti því frekar rekja til vinnuaðstöðu og hættunnar á því að þekking hennar úreltist við það að nota gömul lækningatæki og eldri tegundir af lyfjum við lyf­ lækningar. Viðskiptablaðið fjallaði nokkrum vikum síðar um gagn­ rýni Guðmundar Karls Snæbjörns­ sonar læknis á niðurstöður ASÍ. Guðmundur fullyrti að ASÍ hefði borið heildarlaun íslenskra lækna saman við dagvinnulaun í hinum löndunum. Sannleikurinn væri sá að heildarlaun íslenskra lækna væru sambærileg við dagvinnu­ laun þeirra sænsku. „Sagan sýnir okkur að í gegn­ um tíðina hafa sveiflur á milli annarra Norðurlandaþjóða og Ís­ lands gengið með þessum hætti og undanfarin ár, í þessu tilfelli Noreg­ ur, verið í mun sterkari stöðu en Ís­ land og við höfum þá sem betur fer á ýmsum sviðum getað leitað inn á þann markað. Svo þegar lifnar yfir og lýsist hjá okkur þá styrkist okkar staða,“ segir Kristján. n Alls 255 sögðu upp Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH), segir að 10% þeirra 255 hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp í sumar hafi nú dregið uppsagnir sínar til baka. Einhverjir fé­ lagsmanna hafi þó sóst eftir og fengið fastráðningar erlendis. „Stærsti hópurinn er að horfa á þetta sem stuttar vinnuferðir en það hafa mjög margir hjúkrunarfræðingar undan­ farið ákveðið að flytja búferlum. Þrátt fyrir þróun gengisins eru þeir samt að fá 15 krónur fyrir eina norska, og þrátt fyrir að það hafi farið upp í 24 krónur á sínum tíma, þá hefur aðsókn í störf úti ekkert minnkað. Þú færð einfaldlega hærri laun fyrir minni vinnu,“ segir Ólafur. „Þeir hjúkrunarfræðingar sem sögðu upp hafa allan september til að hugsa sinn gang og fólk er að skoða þetta út frá öllum hliðum. Auðvitað veltir fólk þessu fyrir sér því þetta er stór ákvörðun en ég hef ekki heyrt að fólk sé að hætta við út af genginu,“ segir Ólafur og svarar aðspurður að félagsmenn FÍH séu almennt sáttir við niðurstöðu gerðardóms. „En svo er svo margt annað sem spilar inn í eins og vinnuumhverfi og aðstæður og slíkt.“ Óvíst með áhrif „Ég átta mig ekki alveg á þessum breytingum á gengi krónunnar enda geta þær gengið til baka. En með kjarasamn­ ingana upplifi ég það klárlega sem jákvæð áhrif,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, spurður hvort styrk­ ing krónunnar hafi að hans mati dregið úr landflótta lækna til Svíþjóðar og Noregs. „Það er svo stuttur tími síðan læknar gerðu kjarasamninginn og ég tel því of stutt liðið til að hægt sé að leggja mat á langtímaáhrifin. Hann hefur haft góð áhrif á að læknar séu jákvæðir fyrir því að starfa hérna en til þess að menn flytji til landsins þá er það hæg þróun vegna þess að það er nú flókið mál að flytja fjölskyldur á milli landa. Svo eru auðvitað langflestir læknar sem að búa í Svíþjóð og miklu fleiri en í Noregi. En svo eru nokkrir læknar sem tóku sig upp og fluttu til Bandaríkjanna.“ Finna fyrir þróun gengisins Rósa Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Sólstaða, fyrirtækis sem hefur milli­ göngu um að ráða hjúkrunarfræðinga í tímabundin störf í Noregi, segir að alls hafi 54 íslenskir hjúkrunarfræðingar farið í samtals 77 ferðir til Noregs það sem af er þessu ári. Ferðirnar hafi verið 62 talsins í fyrra. „Hér er næg vinna en fólk tekur auð­ vitað eftir því að það kemur aðeins minna út úr þessum ferðum út af gjaldmiðlinum. Gengi norsku krónunnar er í því lægsta sem að ég hef séð síðan ég byrjaði í þessu og hún er að verða lík sænsku krónunni. Ég veit að sænskir hjúkrunarfræðingar hafa dregið úr ferðum sínum hingað því Svíarnir eru búnir að gera mikið til að fá þá heim aftur,“ segir Rósa. „Þeir sem ég hef verið að hjálpa eru allir að fara í stuttan tíma, í fríunum sínum, og eru í vinnu á Landspítalanum. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga frá því í sumar hafa ekki enn tekið gildi og fólk er svona að skoða í kringum sig.“ Verðhjöðnun og olíukrísa Í janúarbyrjun 2014 var gengi norsku krón­ unnar 18,8 íslenskar en 15,6 nú í ágústlok 2015. Íslenska krónan hefur því styrkst um 17,4% gagnvart þeirri norsku á tímabilinu og um 14,2% miðað við sænsku krónuna sem er nú 2,5 íslenskum krónum ódýrari. Magnús Stefánsson, sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ýmsar ástæður fyrir styrkingu íslensku krónunnar gagnvart þeim norsku og sænsku. „Sænski seðlabankinn er að glíma við verðhjöðnun, meðal annars með því að fara með stýrivexti niður fyrir núll. Lágir stýrivextir, sérstaklega ef þeir eru orðnir neikvæðir, hafa almennt áhrif til veikingar viðkomandi gjaldmiðils. Norska krónan hefur hins vegar veikst samfara veikingu gjaldmiðla annarra olíuútflutningsríkja með lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu,“ segir Magnús. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Það er alveg ljóst að kjarasamningar hafa styrkt samkeppnis- stöðu Íslands. Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson fagnar því að Ísland sé nú vænlegri kostur fyrir lækna og hjúkrunar­ fræðinga. Mynd SiGtryGGur Ari 5 0 ­5 ­10. ­ 15 okt. 2013 jan. 2014 apr. 2014 júl. 2014 Br ey tin g í % okt. 2014 jan. 2015 apr. 2015 júl. 2015 okt. 2015 ­ 20 Styrking krónunnar síðustu 18 mánuði n ISK ­ NOKn ISK ­ SEK 01.01.2014 27.08.2015 ISK­NOK 18,83 15,56 ISK­SEK 17,81 15,26 H eiM iLd : LA n d Sb A n k in n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.