Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Qupperneq 18
Helgarblað 28.–31. ágúst 201518 Umræða
PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...
ÚTSALA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Revestimiento
Ace Negro 33,3x100 cm
Ace Blanco 33,3x100 cm
Pavimento
Crystal Floor White 33,3x33,3 cm
Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm
Verðdæmi: Harðparket eykarplanki 8mm kr. 1990.- m2
Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2
Teppi og dúkar 25-70% afsláttur
Gólfflísar 30 x 60 frá kr. 1990.- m2
Þúsundir fermetra af flísum með
20%-70% afslætti
Reknir í faðm Rússa
n Upphaf austurviðskiptanna n Samfelld verslun frá árinu 1953
U
m fátt hefur verið meira
rætt á undanförnu en bann
Rússa við innflutningi mat-
væla frá Íslandi. Austurvið-
skiptin eiga sér samfellda
sögu allt frá árinu 1953, en aðdrag-
andi þeirra var allsérstakur.
Landhelgin færð út
Alþingi samþykkti lög um vísinda-
lega verndun fiskimiða landgrunns-
ins árið 1948. Á grundvelli þeirra
var sett reglugerð um útfærslu land-
helginnar úr þremur mílum í fjórar
vorið 1952. Þegar reglugerðin var
kynnt sagði í fréttatilkynningu að í
reynd væru það fiskveiðarnar sem
gerðu landið byggilegt. Ofveiði og
minnkandi afli væru ógn við af-
komu landsmanna, en 95% útflutn-
ingstekna kæmu af sölu sjávar-
afurða.
Hálfum mánuði áður en reglu-
gerðin átti að taka gildi gekk sendi-
herra Breta á Íslandi á fund Bjarna
Benediktssonar utanríkisráðherra
og afhenti honum harðorða til-
kynningu frá bresku stjórninni um
málið. Viðbrögð Breta vöktu reiði
hér heima. Þjóðviljinn sagði Breta
hafa í hótunum og að þeir vefengdu
rétt Íslendinga til fiskimiðanna.
Ríkisstjórnir Vestur-Þýskalands,
Frakklands, Hollands og Belgíu
mótmæltu einnig stækkun land-
helginnar.
Löndunarbann
Íslendingar svöruðu orðsendingu
bresku stjórnarinnar af fullum þunga.
Útfærsla landhelginnar væri í fullu
samræmi við alþjóðalög og var vísað
til fordæmis Norðmanna í því sam-
hengi. Spennan magnaðist og í sept-
ember 1952 ákváðu félög útgerðar-
manna í Grimsby og Hull að banna
löndun úr íslenskum skipum. Full-
trúar íslenskra stjórnvalda héldu til
Lundúna og funduðu með þarlend-
um ráðamönnum, en viðræður skil-
uðu engum árangri.
Yfir 80% ísfisksaflans fór á Bret-
landsmarkað fyrstu átta mánuði
ársins 1952, svo gríðarlegir hagsmun-
ir voru í húfi fyrir þjóðarbúið. Gerð-
ar voru ýmsar tilraunir til að rjúfa
löndunarbannið en þær báru ekki ár-
angur. Framleiðsla á skreið, frystum
fiski og saltfiski jókst til muna í kjöl-
far bannsins, en sala afurðanna var
erfiðleikum háð. Nú voru góð ráð dýr.
Leita þyrfti nýrra markaða.
Moskwitch og Rússajeppar
Kjartan Thors, formaður Félags ís-
lenskra botnvörpuskipaeigenda,
sagði aðspurður um þessi mál að
Rússar hefðu „lengi viljað fiskinn okk-
ar en við höfum ekki verið neitt sér-
lega æstir í viðskipti. Það er hins vegar
verið að reka okkur í faðm þeirra með
þessu banni. Það er visst gjald sem
allar smáþjóðir sem eiga viðskipti við
Rússa þurfa að borga. Það er verð sem
ég vona að við verðum ekki að borga.“
Úr varð að Íslendingar leituðu
til Sovétmanna, en nokkur viðskipti
höfðu verið milli landanna á árum
nýsköpunarstjórnarinnar. Jósef Stalín
lést vorið 1953 og í kjölfarið jókst áhugi
þar eystra á viðskiptum við ríki vestan
járntjalds. Um sumarið þetta sama ár
hófust viðræður milli landanna um
vöruskipti og samningur var undirrit-
aður hinn 1. ágúst. Sovétmenn féllust
á að kaupa stóran hluta íslenskra sjáv-
arafurða, síld og frosinn fisk, en á móti
keyptu Íslendingar af þeim ýmsar vör-
ur, sér í lagi olíu og annað eldsneyti
og um nokkurt skeið var allt innflutt
eldsneyti frá Sovétríkjunum (hvort
sem það var selt undir vörumerkinu
Shell, Esso eða BP). Einnig fengu Ís-
lendingar mikið af steypustyrktar-
járni, timbri og annarri byggingarvöru
að austan. Þá var keypt hveitiklíð af
Rússum, einnig rúgmjöl og kartöflu-
mjöl. Samið var kaup á sem svaraði
ársþörf landsmanna af þessum vör-
um. Að auki keyptu Íslendingar sové-
skar bifreiðar, sem urðu algeng sjón á
vegum landsins á næstu árum. Fyrst
kom Pobeda, síðan Moskwitch, Volga
og GAZ 69, sem var aldrei kallaður
annað en Rússajeppi hér, og var mik-
ið notaður víðs vegar um land. Sov-
étmenn keyptu þó ekki einungis fisk
héðan, heldur einnig niðursuðuvörur
og ullarafurðir. Útflutningur til Sovét-
ríkjanna nam 12,6% af heildarútflutn-
ingi árið 1953 og fór upp í 15,2% árið
eftir. Austurviðskiptin skiptu sköpum
fyrir þjóðarbúið þessi ár.
Skreið til Ítalíu
Þjóðviljinn fagnaði samningunum
ákaft og sagði Bjarna Benediktsson
utanríkisráðherra þar með hafa „ját-
að í verki að marsjallstefnan í afurða-
sölumálum hafi beðið algert skip-
brot“. Morgunblaðið lýsti einnig
ánægju sinni en vitaskuld með öðr-
um hætti. Blaðið vísaði til ræðu ut-
anríkisráðherra sem sagði enga þjóð
vera jafn háða utanríkisverslun og Ís-
lendinga. Þetta væru því mikil tíðindi
og góð. Bjarni nefndi að fyrir land sem
byggi við jafn einhæfa framleiðslu og
Ísland væri nauðsynlegt að tryggja
markaði sem víðast svo það yrði eng-
um einum aðila háð í viðskiptum. Í
lok ræðu sinnar sagði Bjarni: „Er það
von mín, að þessi nýja afstaða Sovét-
ríkjanna sé fyrirboði um bætta sam-
búð, ekki aðeins í viðskiptamálum
heldur einnig um önnur alþjóðamál.“
Um líkt leyti opnuðustu fleiri mark-
aðir, til að mynda fyrir skreið til Ítalíu
og Nígeríu. Og þá tókust viðskipta-
samningar á næstu árum við Austur-
Þýskaland, Pólland, Tékkóslóvakíu og
Ísrael. Útflutningur til Bandaríkjanna
jókst einnig. Markaðir fundust fyrir
allar íslenskar afurðir og mikil upp-
bygging varð á næstu árum í frysti-
iðnaði og ný fiskiðjuver risu. Til langs
tíma litið styrktist staða Íslendinga
í kjölfar löndunarbanns Breta. Ís-
lendingar sneru erfiðri stöðu sér í hag
og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn-
ar var treyst í sessi.
Bandalagsþjóð eða óvinaríki?
Rússaviðskiptin ollu áhyggjum inn-
an Atlantshafsbandalagsins. Sumir
töldu jafnvel að Ísland væri að falla
í faðm Sovétmanna og voru Bretar
gagnrýndir fyrir hörku gagnvart Ís-
lendingum. Fáum duldist að pólitísk
markmið bjuggu að baki viðskipt-
unum af hálfu Rússa. Þeir vonuð-
ust til þess að unnt yrði að hafa áhrif
á stefnu Íslendinga í varnarmálum
síðar meir og að vinsældir þeirra og
sósíalista myndu aukast hér innan-
lands. Ólafur Thors tók við embætti
forsætisráðherra í september 1953.
Hann mun eitt sinn hafa sagt að
hann hefði þá reglu að ætla mönnum
aldrei illt nema hann reyndi þá að því.
Aldrei létu Íslendingar aðstoð Rússa
hafa áhrif á utanríkisstefnu landsins
og víst er að hinar íslensku afurðir
nutu mikillar hylli í Austurvegi.
Kalda stríðið var í algleymi á þess-
um árum, en sú einkennilega staða
var komin upp að helstu óvinir ís-
lenskra viðskiptahagsmuna áttu að
heita bandalagsþjóð Íslendinga í
vestrænni varnarsamvinnu. Banda-
ríkjamönnum ofbauð framferði
Breta, sem hefðu að þeirra mati látið
frekju nokkurra útgerðarmanna í
Grimsby og Hull ógna öryggishags-
munum Vesturveldanna. Dwight
Eisenhower Bandaríkja forseti stakk
meira að segja upp á því árið 1955
að aðilar vestanhafs yfirbyðu Sovét-
menn og keyptu allan afla Íslendinga!
Deila Breta og Íslendinga leystist
ekki fyrr en síðla árs 1956, en þá var
þess skammt að bíða að frekari átök
yrðu milli þjóðanna vegna útfærslu
landhelginnar í 12 mílur. Háttsettur
breskur embættismaður í utanríkis-
ráðuneytinu í Lundúnum skrifaði af
því tilefni: „Það veldur vonbrigðum
að þurfa enn einu sinni að horfa upp
á það að á alþjóðavettvangi geta ófyr-
irleitin smáríki leyft sér að segja okk-
ur fyrir verkum og svokallaðir vinir
og bandamenn ætlast til þess að við
sýnum háttsemi og vægjum fyrir lítil-
magnanum.“
Hroki hins gamla heimsveldis
gagnvart smáríkinu leyndi sér ekki.
Óslitin viðskipti í 62 ár
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðing-
ur telur að „vald hinna veiku“ hafi
stóraukið mátt litla Íslands. Hann
vísar þar til orða járnkanslarans Ott-
os von Bismarck sem eitt sinn benti
á að lítil ríki gætu notið samúðar
vegna smæðar sinnar, en þau væru
oft einnig nauðsynlegur bandamaður
stærri ríkja. Hvort tveggja hafi átt við í
landhelgisdeilunni.
Bresku útgerðarfélögin óskuðu á
þessum árum ítrekað eftir því að floti
hennar hátignar yrði látinn skerast í
leikinn. Þær óskir náðu ekki fram að
ganga á þeim tíma. Ekki gátu Bretar
farið að berja á bandalagsþjóð í vest-
rænni varnarsamvinnu á sama tíma
og yfirgangur Sovétmanna víðs vegar
væri látinn óátalinn.
Átök Íslendinga og Breta áttu eft-
ir að harðna mjög við útfærslu land-
helginnar í 12 mílur 1958 og aftur
þegar komið var fram á áttunda ára-
tuginn, en viðskiptin við Rússa hafa
haldist óslitið í 62 ár. Allt þar til nú.
Heimildir: Þorskastríðin. Fisk-
veiðideilur Íslendinga við erlendar
þjóðir. Ritgerðasafn. – Bók Guðna Th.
Jóhannessonar: Þorskastríðin þrjú. –
Fréttir blaðanna á sínum tíma. n
„Fáum duldist að
pólitísk markmið
bjuggu að baki viðskipt-
unum af hálfu Rússa.
Bjarni Benediktsson Sagði enga þjóð
jafn háða utanríkisverslun og Íslendinga.
Forsíða Þjóðviljans Þjóðviljinn fagnaði ákaft samningunum við Sovétríkin. Jósef Stalín
var þá nýlátinn.
GAZ 69, sem var aldrei kallaður ann-
að en Rússajeppi hér Þessi er kominn til
ára sinna og er í eigu Ómars Ragnarssonar.
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð