Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Síða 24
Helgarblað 28.–31. ágúst 201524 Fólk Viðtal
Sitjum
eftir í
gamla
tímanum
Í
lok mars 2009 var Bjarni Bene-
diktsson kosinn formaður Sjálf-
stæðisflokksins á landsfundi
flokksins. Bjarni varð þar með ní-
undi formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og hlaut hann nokkuð afgerandi
kosningu. Hann hefur gegnt embætti
í rúm sex ár og leitt flokkinn á erfið-
um tímum í ólgusjó eftirhrunsár-
anna. Formaðurinn viðurkennir fús-
lega að hann er ekki sáttur við hvernig
flokkurinn mælist núna. „Hins vegar
komst flokkurinn mjög vel frá sveit-
arstjórnarskosningum í fyrra. Það má
segja að Reykjavík hafi verið eini stað-
urinn sem olli okkur vonbrigðum. Ég
er hins vegar ekkert feiminn við að
benda á það að líklega hefur flokk-
urinn ekki gengið í gegnum jafn langt
tímabil með svo slæma mælingu í
kosningum og skoðanakönnunum
eins og undanfarin ár.“ Hvað veld-
ur þessari lægð sem flokkurinn er að
ganga í gegnum?
Ef þú vilt breyta færðu áheyrn
Formaðurinn, snyrtilegur og spengi-
legur, hagræðir sér í leðurstólnum
og lagar bindið. Hann lítur upp. „Ég
byrja nú iðulega á að líta í spegil og
spyr mig hvort hluti af því sem við
erum að gera sé ekki að ná til kjós-
enda.“ Hann heldur áfram og segir
að auðvitað hljóti það að vera hluti
af skýringunni. „Auðvitað er líka rétt
að benda á að við erum að lifa mjög
undarlega tíma í stjórnmálunum.
Það virðist hafa orðið mikið rof milli
kjósenda og stjórnmálaflokkanna.
Sérstaklega þegar horft er til þessara
rótgrónu flokka. Þetta birtist meðal
annars í því að nýir flokkar virðast
eiga sérstaklega upp á pallborðið um
þessar mundir. Við sáum nýtt stjórn-
málaafl komast inn á þing í kosn-
ingunum 2009. Sama gerðist í síðustu
kosningum, þegar Píratar rétt slef-
uðu inn á þing. En það komu líka ný
öfl eins og Björt framtíð og samanlagt
voru þessir tveir flokkar með þokka-
legt fylgi. Og það ber að skoða fylgis-
tölur í því ljósi að þetta er að dreifast
á fleiri flokka en áður. Andrúmsloft-
ið sem skapaðist eftir hrun gerði það
að verkum að nýjum öflum reyndist
auðveldara að fá áheyrn. Ég hef til-
hneigingu til að segja að um þessar
mundir færðu áheyrn ef þú segist vilja
breyta, óháð því hverju þú vilt breyta.
Svo hjálpar mikið til ef þú hefur enga
pólitíska fortíð.“
Bjarni veltir því fyrir sér hvort
hann sé búinn að svara spurningunni.
Hann bendir á að þetta sé flókin staða
og erfitt að útskýra með einföldum
hætti. „Hitt veit ég,“ segir hann for-
mannslega. „Það er bara ein leið út
úr stöðunni og það er að standa sig í
því sem maður er að gera. Sýna fólki
að maður sé traustsins verður og geti
náð árangri í því að bæta lífskjör-
in í landinu. Það hlýtur alltaf að vera
svarið, hver svo sem ástæðan fyrir
krísunni kann að vera.“
En er þetta bil eða rof brúanlegt
í náinni framtíð? Milli kjósenda og
stjórnmálaflokka?
„Já. Það tel ég vera. Það hafa orðið
valdaskipti hér frá hruni. Ef við horf-
um aftur til 2007, þá hafa Vinstri
grænir, Samfylking, Framsókn og
Sjálfstæðisflokkurinn komið að stjórn
landsins í mismunandi mynstr-
um, þannig að menn hafa fengið
útrás í gegnum lýðræðislegar kosn-
ingar til að gera breytingar. Og ég tel
að þær hafi verið nokkuð dramat-
ískar. Um leið finnst mér staðfest að
þetta er rétta kerfið, sem við búum
við. Fjögurra ára kjörtímabil og lýð-
ræðislegar kosningar. Ég sé ekki aðra
leið sem ætti að vera betri. Varðandi
traustið þá tel ég að það muni á end-
anum haldast í hendur við hvernig
gengur að draga fram lífið á Íslandi.
Hvernig gengur að þétta samfélags-
sáttmálann sem verður að vera til
staðar. Þar vísa ég til þess sáttmála
sem verður að vera í gangi og tryggir
að mönnum ofbjóði ekki framganga
ákveðinna afla, hópa eða hvernig
komið er fram við þá sem standa höll-
um fæti í sam félaginu. Sá sáttmáli er
límið í okkar samfélagi.“
Flokkurinn þarf að aðlagast
breyttum veruleika
Hvert viltu fara með Sjálfstæðisflokk-
inn á næstunni? Viltu færa hann til á
litrófinu og þá í hvora áttina?
„Ég tel að lykillinn að því að auka aft-
ur fylgi sé ekki síst að ná að viðhalda
þeirri miklu breidd sem flokkurinn
hefur haft í gegnum tíðina. Hann hef-
ur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið
við skýr grunngildi og stefnumál. Mér
finnst mjög mikilvægt að viðhalda
þessu og að ólíkar áherslur eigi ekki
að skilja menn að sem eru sam-
mála um grunngildin. En nákvæm-
lega á þessum tímamótum, sem við
stöndum á í dag, verandi að koma út
úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálf-
stæðisflokkurinn þurfi að laga sig að
breyttum veruleika með stefnumál-
in. Við þurfum að slípa þau betur til
þannig að við náum betur til þeirra
sem ætla að byggja landið í fram-
tíðinni. Við þurfum að fara að horfa
til nýrra tækifæra sem spretta út frá
grunnatvinnuvegunum. Við þurfum
að teikna upp spennandi tækifæri
fyrir framtíðina.“
Þú segir slípa til. Slípaðu aðeins
fyrir mig. Hvaða málaflokka ertu að
horfa á?
Bjarni Benediktsson formaður
Sjálfstæðis flokksins segir flokkinn þurfa að aðlagast
breyttum veruleika. Hann ræðir stjórnmálin innan
flokks og utan í helgarviðtali DV. Hanna Birna þarf
nýtt umboð frá landsfundi að mati formannsins.
Bjarni var mjög nálægt því að hætta hálfum mánuði
fyrir síðustu kosningar. Hann gerir það mál upp á
einlægan hátt. Gengi Stjörnunnar hefur verið mikil
vonbrigði fyrir gamla varnarjaxlinn.
„Þennan dag var ég
mjög nálægt því
að hætta. Það sem var
erfiðast fyrir mig í sam-
tölum við stuðningsmenn
og fjölskyldu var að ræða
við mína nánustu fjöl-
skyldu.
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Breyttur veruleiki Bjarni
Benediktsson segir að Sjálf-
stæðisflokkurinn þurfi að
aðlaga stefnumál sín breyttum
veruleika. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon