Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Page 27
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Bílar og viðhald - Kynningarblað 3
Nýir bílar á betra verði
Persónuleg þjónusta hjá Sparibíl
B
ílasalan Sparibíll hefur frá
árinu 2003 boðið upp á
ódýrari nýja og notaða bíla
en gengur og gerist hjá bíla-
umboðunum. Að sögn Vikt-
ors Urbancic, eiganda Sparibíls, hef-
ur markmiðið alltaf verið að halda
yfirbyggingunni eins lítilli og hægt er
til þess að halda verðinu lágu. „Eftir
að markaðurinn opnaðist með inn-
göngu í EES gátum við boðið nýja
bíla á betra verði en þekkst hef-
ur hér á landi. Við erum í rauninni
ekki að gera neitt öðruvísi en Elko
eða Max-raftæki sem eru að selja
alls konar vörumerki í einni búð. Við
erum einfaldlega að gera það sama
með bílana, sem er kannski aðeins
stærra heimilistæki en t.d. ísskápur,“
útskýrir Viktor.
Á Fiskislóð
Fljótlega eftir að að fyrirtækið var
opnað á Skúlagötunni fyrir rúmum
tíu árum varð ljóst að húsakynn-
in voru of lítil. Viðskiptin fóru mjög
hratt af stað, en þarna var nánast
ekkert pláss til að afhenda bíla. „Við
höfðum ekki einu sinni bílastæði,“
segir Viktor og hlær. Því var fljótlega
tekin ákvörðun um að flytja í stærra
hús, með bílastæðum, og varð Fiski-
slóð 16 úti á Granda fyrir valinu.
„Þetta snýst einfaldlega um það að
koma bílnum til kúnnans með sem
minnstum tilkostnaði og þar af leið-
andi á sem lægsta verði. Við höfum
einnig verið að kaupa bíla af stór-
um bílaheildsölum sem eru líka með
litla yfirbyggingu. Einn af mínum
birgjum, sem selur um 15 þúsund
bíla á ári, er í álíka stóru húsi og ég
er með og sjö til átta sem vinna í fyr-
irtækinu. Þessi hópur selur fleiri bíla
en öll umboðin á Íslandi til samans.”
Sparibíll hefur líka haft milligöngu
um breytingar á bílum, t.d. varðandi
leðuráklæði og fleira. Þess má geta
að Sparibíll hefur sérhæft sig sérstak-
lega í sölu ódýrra sendibíla, en þeir
eru með nokkra slíka á lager. Viktor
segir að fyrirtækið hafi þróast út í það
að vera með dýrari fólksbíla á sölu,
án þess þó að hafa lagt upp með
það. „Það er bara vegna þess að þar
er verðmunurinn í krónum meiri.
Við myndum gjarnan vilja selja fleiri
ódýrari bíla, en þar er munurinn
kannski „aðeins“ hundrað þúsund
krónur.“
Full ábyrgð
Viktor segir að Íslendingar séu enn
að venjast því að kaupa bíla af öðr-
um aðilum en umboðunum. „Fólk er
oft hrætt um að bílarnir frá okkur séu
ekki í ábyrgð, en þeir eru vissulega í
jafn mikilli ábyrgð þó svo að annar
aðili en umboðið selji þeim bílinn,“
útskýrir Viktor, en það er tveggja ára
verksmiðjuábyrgð á öllum nýjum bíl-
um og svo er boðið upp á framlengda
ábyrgð. „Við erum jafnframt í góðri
samvinnu við umboðin, en það felst
í þeirra starfi að þjónusta þau vöru-
merki sem þau hafa umboð fyrir, með
varahluti og annað.“ Allir greiðslu-
skilmálar hjá Sparibíl eru eins og er
að vænta hjá bílaumboðunum; bíla-
lán, uppítaka og svo er einnig boðið
upp á langtímaleigu á atvinnubílum.
Það er því í rauninni enginn munur á
því að kaupa bílinn af Sparibíl. „Fyrir
utan að verðið er lægra og þjónustan
persónulegri,“ segir Viktor. n
Sendibíll Sparibíll hefur sérhæft
sig í sölu ódýrra sendibíla, t.d.
Renault Trafic.