Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Ráðherradrossían slegin á rúma milljón n Þriðja uppboðið bar árangur n Þurftu ekki að lækka verðið M áltækið allt er þegar þrennt er átti vel við þegar ljóst varð á þriðju- dag að loks hefði tekist að selja gamla BMW 730 Li forsætisráðherrabílinn á upp- boði Ríkiskaupa í vikunni. Var þetta í þriðja skiptið sem bifreiðin fór á uppboð á vefsíðunni bila- uppbod.is og að þessu sinni barst loks ásættanlegt tilboð sem náði ásettu lágmarksverði. Bifreiðin var slegin á 1.133 þúsund krónur en hún hefur þjónað sem ráðherra- og viðhafnarbíll í forsætisráðuneytinu frá því í desember 2004. „Ég trúi ekki öðru en að þessi bíll verði viðhafnarbifreið áfram í einhverri mynd, keyrður á sunnu- dögum og sólardögum,“ segir Gísli Þór Gíslason hjá Ríkiskaupum léttur í bragði í samtali við DV. Eins og DV hefur greint frá þá barst ekki tilboð sem náði tilsettu lágmarks- verði sem stofnunin gaf sér í hin- um tveimur uppboðunum en Gísli Þór segir að ekki hafi þurft að lækka verðið fyrir þriðju atrennu. Nóg eftir af bílnum „Við töldum, þó að bíllinn væri orðinn þetta gamall, að það væri nóg eftir af honum þrátt fyrir þessa bilun í gírkassa. Hann er ökuhæf- ur. Mér skilst að bilunin hafi lýst sér þannig að þegar bíllinn var orðinn heitur þá datt fyrsti gírinn út. En þetta eru það öflugar vélar að hann tekur bara af stað í öðrum gír í stað- inn. Það þarf auðvitað að gera við gírkassann en bíllinn var vel öku- hæfur og það var ekkert mál að keyra hann.“ Líklega dýr viðgerð Gísli segir að bifreiðin, sem er ellefu ára gömul og ekin nærri 300 þús- und kílómetra, sé þar að auki í frá- bæru ástandi útlitslega séð og hafi verið vel við haldið í gegnum tíð- ina. Vissulega hafi það hugsanlega fælt menn frá að vita af bilun í sjálf- skiptingu því erfitt sé fyrir menn að átta sig á því hvað viðgerðin kunni að kosta. Hann segir að verr útbún- ir, sambærilegir bílar séu að seljast á þriðju milljón króna. Samkvæmt upplýsingum DV getur viðgerð á sjálfskiptingu svona bifreiðar numið hundruð þúsundum króna þó erfitt sé að negla niður hver kostnaðurinn geti verið. Auglýsingin poppuð upp Athygli vakti að búið var að poppa upp auglýsinguna fyrir bifreiðina á vefsíðunni í þetta skiptið þar sem áhersla var lögð á að um væri að ræða ráðherra- og viðhafnarbifreið og hversu vel útbúin hún er. Gísli segir aðspurður að líklega hafi það gert gæfumuninn. „Ég hugsa að það hafi nú hjálp- að. Það kom kannski ekki nógu vel fram. En hér áður fyrr var nóg að auglýsa ráðherrabifreið til sölu og þá fylltist portið en við erum að fikra okkur áfram í að fara með bíl- ana þessa leið og þetta sýnir okk- ur að það er ágætt að leggja aðeins meira í þetta.“ Gengur upp í nýjan Eins og DV hefur fjallað um þá ann- ast Ríkiskaup kaup og sölu bifreiða fyrir stjórnarráðið en söluandvirði bifreiða rennur að jafnaði til fjár- mögnunar þeirra nýju. DV upplýsti að búið væri að ganga frá kaup- um á nýrri forsætisráðherrabifreið sem kostar tæpar 12,8 milljónir króna. Um er að ræða árgerð 2015 af Mercedes Benz S 350 Blue Tec sem gert er ráð fyrir að afhent verði um mánaðamótin. Það er því ljóst að gamla bifreiðin seldist fyrir að- eins um tæp 9 prósent af kaup- verði þeirrar nýju. Gísli Þór segir að ráðuneytið hafi verið sátt við það lágmarksverð sem sett var á bif- reiðina. n Sá nýi Samkomulag hefur náðst um að kaupa nýjan ráðherrabíl fyrir forsætisráðu- neytið á tæpar 12,8 milljónir. Stóð af sér barsmíðar og byltingu Þegar bifreiðin komst í fréttirnar Þann 21. janúar 2009 stóð búsáhalda- byltingin sem hæst. Hópur mótmælenda umkringdi Stjórnarráðið og þeirra á meðal var rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Þegar Geir H. Haarde, þáverandi forsætis- ráðherra, var sestur upp í ráðherrabílinn mætti Hallgrímur og barði hraustlega í húddið á bílnum og hrópaði ákveðinn að forsætisráðherra að hann ætti að segja af sér. Í viðtali við DV í nóvember 2011 rifjaði Hall- grímur upp atvikið. „Ég fékk mína pólitísku fullnægingu þegar ég barði á bílinn hjá Geir. Mér fannst við hafa gert okkar. Við vorum búin að koma ríkisstjórninni frá.“ Eggjum rigndi Það gerðist oftar en einu sinni í búsáhaldabyltingunni að egg fengu að fljúga þar sem fólk fékk útrás fyrir reiði sína í kjölfar hrunsins. Bifreið forsætisráðherra var þar engin undan- tekning. Geir H. Haarde lýsti því í samtali við DV 21. janúar 2009 að það hefði verið óskemmtileg lífsreynsla og að honum hafi brugðið verulega þegar aðsúgur var gerður að ráðherrabíl hans og eggjum kastað í glæsikerruna. Fimm dögum síðar hafði ríkisstjórnarsamstarfinu verið slitið. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Forsætisráðherrar í tíð ráðherrabílsins BMW 730 Li keyptur í desember 2004 Halldór Ásgrímsson desember 2004–15. júní 2006. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 23. maí 2013–2015 Jóhanna Sigurðardóttir 1. febrúar 2009–23. maí 2013. Geir H. Haarde 15. júní 2006–1. febrúar 2009. Björt framtíð úti í kuldanum Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru einu stjórnmálaflokkarnir sem mælast með meira en 10% fylgi í nýrri skoðakönnun Fréttablaðsins sem var birt í gær, fimmtudag. Samkvæmt niðurstöðum hennar hafa Píratar tæplega 36% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 29,3%. Fylgi Framsóknarflokksins og Vinstri grænna mælist í báðum tilvikum 9,9% og er munurinn á milli þeirra innan skekkjumarka. Sam- fylking fengi 8,2% ef nú yrði geng- ið til kosninga en Björt framtíð 2,9% og næði því ekki manni inn á þing. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.215 manns þar til náðist í 800 svarendur. Alls tók 61,1 prósent afstöðu til spurn- ingarinnar. Vantar 3.000 íbúðir Byggja þarf 2.500 til 3.000 íbúð- ir á höfuðborgarsvæðinu til að mæta uppsafnaðri íbúðaþörf eftirhrunsáranna. Þetta sagði Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, á fundi þeirra um íbúða- markaðinn í gær, fimmtudag. Samtökin kynntu á fundinum greiningu sína á markaðinum og fór Almar þar yfir það hvern- ig bygging íbúða á höfuðborgar- svæðinu ætti eftir að aukast tölu- vert mikið á næstu árum. Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is hundafóður  80% kjöt  20% jurtir, grænmeti og ávextir  0% kornmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.