Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 13.–16. nóvember 201532 Sport að horfa á að ég yrði í topp tíu, en að mitt gull væri ef ég gæti verið á með­ al efstu fimm,“ segir hún. „Ég hugs­ aði ekki beint um sætin, heldur það að eftir helgina hefði ég enga eftirsjá. Ég vildi vera viss um að ég hefði gef­ ið allt sem ég gat í hvern einasta dag, hverja einustu æfingu og vita að ég hefði alltaf gert mitt besta. Ég hefði ekki geta lyft meiru eða hlaupið hrað­ ar í neinni grein.“ Á þessum leikum hafði hún einnig stærra stuðningsnet. Hún hafði þjálf­ ara og umboðsmann sem gátu hugsað um það sem hún þurfti utan keppninnar sjálfrar og stýrðu því hvenær hún svaf, drakk og borðaði. „Ég gerði allt sem ég átti að gera og þurfti engar áhyggjur að hafa,“ segir hún. Erfið keppni Heimsleikarnir í crossfit eru mjög stór viðburður. Þúsundir fylgjast með sjálfri keppninni, en keppt er í Los Angeles yfir hásumarið í mikl­ um hita og aðstæðum sem eru ef til vill ekki kjörnar til íþróttaiðkunar. Keppt er í mismunandi greinum sem reyna á líkamlegt og andlegt úthald keppenda. Keppnisgreinarnar, sem kallaðar eru WOD (sem á ensku út­ leggst sem Workout of the day, eða æfing dagsins) minna margar hverj­ ar á keppnisgreinar í bókunum um Hungurleikana, en Katrín segir að keppendurnir séu vanir flestu. Sum­ ar keppnisgreinarnar hafa verið gerðar opinberar fyrir heimsleikana, en aðrar eru aðeins auglýstar með klukkustundar fyrirvara. Keppendur búa því við ákveðna óvissu og þetta er ólíkt því að keppa í fimleikum eða frjálsum þar sem æfingarnar liggja fyrir. Dæmi um grein er MURPH, keppni þar sem íþróttafólkið hljóp um íklætt í vesti sem á voru stál­ plötur að aftan og framan. Kepp­ endur hlupu eina mílu og gerðu svo hundrað upphífingar, tvö hundruð armbeygjur, þrjúhundruð hnébeygj­ ur og áttu svo aftur að hlaupa mílu. Allt þetta í vestinu með stálplötunum í steikjandi hita. Þetta tók um eina klukkustund og voru margir sem fóru illa út úr keppninni, fengu hitaslag og fundu fyrir ofþornun. Æfingarnar skilja eftir sig þreytta líkama og flestir keppendur glíma við harðsperrur, sára og auma vöðva, alla helgina. Var jöfn alla keppnina Katrín safnaði stigum alla leikana jafnt og þétt. „Hver einasta grein skipti jafn miklu máli. Það er mikil­ vægt að vera jafn góður í fyrstu greininni á föstudegi og í þeirri síðustu á sunnudegi. Þær telja flestar jafn mörg stig og þarna skiptir úthaldið öllu,“ segir hún. Þegar kom að síðustu greininni á sunnudeg­ inum segist Katrín Tanja hafa áttað sig á því að hún gat, ef hún vildi og bæri sig rétt að, unnið mótið. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég gekk inn á leikvanginn og hugsaði með mér: „Ég get orðið heimsmeistari. Ég er að fara að vinna heimsmeistara­ mótið“.“ Fram að þessu hafði hún það að markmiði sínu að gera sitt besta. Hún hugsaði bara um sjálfa sig og fram­ göngu sína, en ekki aðra keppendur. „En í þessari síðustu grein var ég í þeim aðstæðum að ég gat unnið heimsmeistaramótið. Hversu tryllt er það?“ segir hún og segist hafa gert sér grein fyrir því að það gæti farið svo að hún stæði aldrei aftur í þessum spor­ um. „Ég hafði notið mín alla helgina, ég brosti alla helgina og mér fannst þetta alltaf skemmtilegt. Þarna var ég ekki brosandi, heldur fór út á gólfið með ákveðið markmið.“ Einbeitingin skein líka úr aug­ unum eins og sást á útsendingunni sem margir fylgdust með, þar á með­ al blaðamaður. „Ég fann ekki fyrir lík­ amanum, ég var ekkert þreytt, ég var einbeitt.“ Mikil orka Lokakeppnisgreinin fólst í því að klifra upp spjald á handaflinu einu saman, með tveimur pinnum sem var stungið í göt. Fæstar keppnis­ konurnar gátu tekist á við verkefnið, enda þreyta helgarinnar farin að segja til sín. Katrínu gekk í fyrstu illa að klifra, en fann svo tækni sem hent­ aði henni. Á niðurleiðinni missti hún gripið, en leit í kring um sig og sá að fæstum gekk vel. Hún ákvað því að hvíla sig en takast á við næstu þraut, sem hún vissi að hún átti inni fyrir, af enn meiri krafti. Það gerði hún svo sannarlega. Verkefnið var að bera níðþungar ketilbjöllur fram og til baka og taka sér svo stöðu í róðrarvél. „Þegar ég var á síðustu ketilbjöll­ unni ærðist allur áhorfendaskarinn allt í kringum mig. Ég hef aldrei fund­ ið fyrir svona mikilli orku. Ég hafði ekki unnið neina grein allt mótið, svo vann ég bara síðustu æfinguna – og vann heimsleikana. Þetta er eigin­ lega enn eins og draumur.“ Hún trúði samt ekki að henni hefði tekist þetta, og fagnaði ekki, fyrr en Dave Castro, stofnandi CrossFit og eigandi heimsleikanna, tilkynnti að hraustasta kona heims kæmi frá Ís­ landi og væri Katrin Davidsdaughter. Ert þú Katrín? Það tók smá tíma að aðlagast nýjum titli, en Katrín tekur þessu öllu með ró. „Ég er enn að átta mig á þessu öllu, mér finnst skrítnast þegar ég hitti fólk, þegar ég er erlendis, sem kemur og spyr hvort ég sé Katrín Davíðsdóttir,“ segir hún. „Þetta er ákveðinn stökkpallur til þess að láta gott af sér leiða.“ Hún finnur líka til sín sem fyrir­ mynd. „Mér finnst það svo fallegt þegar ég fæ skilaboð til dæmis frá öðrum stelpum sem segja að ég sé fyrirmyndin þeirra. Mér finnst fyrir vikið að ég eigi að lifa því líferni sem ég vil að aðrir geti tekið sér til fyrir­ myndar,“ segir hún. Hún segir að einn daginn fari hún í háskólanám, en á meðan tækifærin láta á sér kræla í crossfit­heiminum ætlar hún að njóta þess og grípa þau sem flest. „Ég vil vera afreksíþróttamaður og vil fá að leyfa mér að gera það.“ Það tekur á að ferðast eins mikið og hún og hún hefur gert undanfarn­ ar vikur og mánuði. Hún hefur far­ ið víða, enda þykir hún mikil fyrir­ mynd og er eftirsótt. Hún segist þó vera byrjuð að stýra álaginu betur, vita hvað það er sem hún vill gera en frá og með áramótum ætlar hún að einbeita sér að fullu að æfingun­ um. „Ég hef upp á síðkastið tekið að mér of mörg verkefni, en hef lært af reynslunni og veit núna að ég þarf að setja mér takmörk,“ segir hún og segist vilja halda lífinu í sem mest­ um skorðum. Þetta á ekki að breyta henni of mikið. Hún lagði vinn­ ingsféð inn á bankabók og ætlar að nota það til að kaupa sér íbúð einn daginn. Næsta mót Svo eru það næstu skref. Katrín Tanja á ekki víst sæti á næstu heimsleik­ um þrátt fyrir titilinn. En hún ætlar sér þangað og markmiðin eru ekkert minni en síðast. Þessa dagana er hún á fullu að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í crossfit sem fram fer um helgina. Það er ekkert gefið í crossfit og hún tekur sér sjaldan löng hvíldar­ tímabil. Hún ætlar að gefa allt í mótið um helgina, líkt og hún hefur gert á undanförnum mótum. Skipt­ ir þá engu hvort um er að ræða Ís­ landsmót, Evrópumeistaramót eða heimsmeistaramót. Eftir situr þó spurningin, er eitt­ hvað í íslenska vatninu sem ger­ ir íslenskar konur að crossfit­of­ urkonum? Þegar fylgst er með Katrínu Tönju er þó ekki hægt að segja annað en að hún leggi sig alla fram í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er líka meðvituð um það. „Maður þarf að hafa virkilega fyrir hlutunum í lífinu. Þetta sport, crossfit, er líka einmitt þannig að sá sem leggur meira á sig en aðrir – hann vinnur.“ n Á toppi tilverunnar Hraustasta kona heims tekur við verðlaununum sínum. Íslendingar áttu aðra konu á palli, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sem náði þriðja sætinu. Gleði Það er gaman að vakna á morgnana og drífa sig á æfingu, segir Katrín sem keppir alla jafna með bros á vör. MyNd UsEd with pErMissioN froM Crossfit, iNC MyNd UsEd with pErMissioN froM Crossfit, iNC „Ég ætla ekki að sætta mig við neitt, ég ætla að komast á leikana Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is • Almennur handhreinsir sem byggir á náttúru- legum efnum. • Virkar jafnt með vatni og án. • Engin jarðolíuefni eru notuð. • Inniheldur aloa vera, jojoba olíu og lanolin til að mýkja húðina. • Virkar vel á olíu, feiti, blek, jarðveg, epoxy og lím. • Inniheldur fín malaðan sand til að hreinsa betur. Gengur illa að þrífa smurolíuna af höndunum? Eru lófarnir þurrir og rispaðir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.