Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Fólk Viðtal 29
„Það héldu allir að ég myndi vinna“
n Þjóðverjar elska Ásu n Fyrst Íslendinga til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum Big Brother n Heillaði áhorfendur en datt út n Hötuð af öðrum þátttakendum
en þegar tækifæri gafst söng hún
fyrir sjálfa sig á ástkæru, ylhýru
móðurmálinu. „Til að halda geð
heilsunni passaði ég mig að syngja
– helst úti í garðinum þegar ég var
ein. Ég söng lögin mín en aðal
lega „Sofðu unga ástin mín“. Það
róaði mig alltaf. Þegar ég var reið
sagði ég upphátt ljóðið „Það mælti
mín móðir“. Eftir það gat ég alltaf
brosað framan í alla því að ég vissi
að ég væri sannur víkingur sem
myndi sko auðveldlega „höggva
mann og annan,“ vísar hún hlæj
andi í Egils sögu Skallagrímssonar.
Fjölskyldan ekki hrifin
En hvernig datt Ásu í hug að reyna
að komast í þáttinn? „Ég sá auglýs
ingu og fékk einfaldlega það á tilf
inninguna að ég ætti að taka þátt. Ég
sendi tölvupóst og daginn eftir var
ég boðuð í viðtöl sem gengu mjög
vel. Ég þurfti að fara til læknis, hitta
sálfræðing og þurfti að mæta á hóp
fund þar sem allir þurftu að leysa
þrautir. Þar var fylgst vel með okk
ur og hvernig við kæmum út fyrir
framan myndavélar. Svo var ég bara
valin, ein af tólf.“ Hún viðurkennir
að hafa fengið hálfgert sjokk þegar
ljóst varð að hún hefði verið valin.
„Ég varð eiginlega bara hrædd,
hringdi í mömmu og hún var ekki
hrifin af þessu. Fjölskyldan mín
vildi ekki að ég tæki þátt. Sem eru
alveg eðlileg viðbrögð hjá þeim.
Maður veit aldrei hvernig útkom
an verður – veit aldrei hvað af því
sem maður segir eða gerir verð
ur sýnt. Maður er undir mynda
vélunum í 20 tíma á sólarhring og
það er klippt saman í klukkutíma
þátt. Maður veit aldrei í hvaða
samhengi klippurnar eru sýndar.
Ég er sennilega ein af fáum sem
kem ágætlega vel út úr þáttunum.
Það er alveg hræðilegt hvað er sagt
um suma og hvað fólk leyfir sér að
skrifa á Facebook.“
Ásu stendur að sögn ekki á
sama um hve lítið hefur verið talað
illa um hana. Viðbrögðin séu að
eins of jákvæð. „Nokkrir hafa sagt
að ég sé rugluð, feit og ljót og það
er allt í góðu.“ Það er því óhætt að
segja að Ása sé elskuð af Þjóðverj
um. „Allavega þessa vikuna, svo er
aldrei að vita hvernig það verður í
næstu viku.“
Hötuð í húsinu
Aðspurð hvað hafi verið erfiðast
við þátttökuna segir Ása það tví
mælalaust hafa verið svefnleysið.
„Svo var fólk sem var með mér í
húsinu ekkert endilega mjög gáfað
og það gat verið ansi erfitt að þurfa
endalaust að vera útskýra hluti. Þá
gat líka verið erfitt að brosa fram
an í fólk sem ég vissi að hataði
mig svakalega. Ég var nefnilega
ekki mjög elskuð af félögum mín
um í húsinu,“ segir Ása hreinskilin.
„Margir áttu mjög erfitt með mig
sem persónu því ég var klárlega
sterkasti kvenmaðurinn og sagði
alltaf mína skoðun. Svo á ég það
til að vera stjórnsöm og stjórn
aði mörgu, eins og hvenær átti að
þrífa, vaska upp og kaupa í mat
inn. En ég vildi bara það besta fyrir
alla í húsinu.“
Ása reitti því marga til reiði,
bæði með stjórnsemi og hrein
skilni. Hinir þátttakendurnir voru
duglegir að baktala hana fyrir vik
ið. En leiðindin gagnvart henni
í húsinu hófust strax í upphafi.
„Það voru sex komnir inn í hús
ið og ég var hluti af sex manna
hópi sem kom síðar. Þeir sem
komu fyrst áttu að velja sér félaga
en allir sögðu nei takk. Það vildi
mig enginn. Það kom fram í fyrsta
þættinum. Big Brother leyfði mér
því að velja og ég valdi Manuel.“ En
Manuel er að sögn Ásu mikil karl
remba og umdeildur í Þýskalandi.
„Hann var fyrst frekar reiður við
alla og virtist ekki mjög gáfaður.
En ég heillaðist strax af honum og
sá að þarna var maður með bein
í nefinu. Ég var viss um að hann
væri það besta sem gæti komið
fyrir mig. Það hjálpaði mér örugg
lega hvernig ég talaði og kom fram
við hann. Ég gat sýnt fólki hvernig
manneskja ég væri.“
Ása telur að það hafi unnið með
henni í þáttunum að hafa ver
ið hafnað af öllum í fyrsta þættin
um. Áhorfendur hafi byrjað á því
að vorkenna henni en svo farið
að elska hana þegar þeir kynntist
henni.
Færi aftur í svipaðan þátt
Ása segir marga þurfa á sálfræði
aðstoð að halda eftir að þátttöku
í Big Brother lokinni. Sjálf segist
hún þó ekki telja sig þurfa á slíkri
aðstoð að halda, þó að þetta hafi
vissulega tekið á.
„Mér leið enn mjög vel í húsinu.
Það var ekki alveg búið að brjóta
mig,“ segir hún sannfærandi. En
myndi hún gera þetta aftur ef það
stæði til boða? „Ég myndi senni
lega ekki fara aftur í Big Brother
en það eru til þættir sem byggja
á svipaðri hugmynd og ég myndi
ekki segja nei við þátttöku í þeim.
Ég væri alveg til í að endurtaka
þetta ævintýri. Ég var nefnilega
ekki búin með leikinn þegar mér
var hent út úr húsi. Ég hefði alveg
unnið. Ég var sú eina sem hafði
aldrei grenjað yfir því hvað þetta
væri leiðinlegt og ömurlegt. Ég
hafði svo gaman og elskaði alla
leikina,“ segir Ása og blaðamaður
heyrir hana fyllast eldmóði hinum
megin á línunni.
Ekki búin að finna sig
Þrátt fyrir að þátttaka Ásu í Big
Brother hafi verið fyrsta alvöru
„giggið“ hennar, ef svo má að orði
komast, þá hefur hún reynt fyrir
sér sem skemmtikraftur um skeið.
Meðal annars með því að setja
grínefni og tónlist inn á efnis
veituna Youtube og mörg mynd
bandanna hafa slegið í gegn „Ég
hef svo gaman af þessu. Ég byrjaði
með Youtuberás því ég fékk ekki
tækifæri til að koma fram í sjón
varpi og ákvað að skapa mitt eig
ið sjónvarp. Ég lifi samt ekki á því
og finn mér alltaf eitthvað að gera.
Ég er ekki fastráðin neins staðar
en ég redda mér alltaf með léttum
verkefnum til að borga leiguna. Ég
bý í miðbæ Kölnar og þetta er al
gjör draumur,“ segir Ása, en hún
er fædd og uppalin í Reykjavík og
er mjög stolt af upprunanum þrátt
fyrir að hafa komið sér fyrir í öðru
landi. „Ég er fertug, alein og barn
laus, þannig að ég er bara að leika
mér.“
Ása segist ekki alveg vera búin
að finna sjálfa sig en hún sé alltaf
að leita. Hún hafi til að mynda
reynt það í Big Brotherhúsinu,
en ekki verið þar nógu lengi til
að klára sjálfsskoðunina og kom
ast að niðurstöðu. „Eftir dvölina í
húsinu veit ég samt betur hver ég
er og hvert ég ætla. Þetta hjálpaði
mér mikið og er besta reynsla sem
ég hef upplifað og ég sé ekki eftir
neinu.“
Framtíðin óráðin
Hvað Ása gerir næst er hins vegar
óráðið en hún vonar að örlögin
grípi í taumana og færi henni ný og
spennandi draumaverkefni. „Það
kom mér mikið á óvart að vera boð
ið í Big Brotherspjallþáttinn og það
var bara að gerast. Ég bíð því spennt
að sjá hver viðbrögðin verða. Þetta
gekk allavega afar vel og kannski
verður mér aftur boðið að mæta.
Það væri draumurinn. Það sem fólk
elskaði við mig í þáttunum var hvað
ég kommentaði skemmtilega á það
sem gerðist yfir daginn. Það sem ég
segi er alltaf jákvætt en samt fyndið.
Ég nota svo skemmtilegar líkingar og
fólk elskaði það. Ég gerði það líka í
spjallþættinum og er að vona að það
komið eitthvað gott út úr því,“ segir
Ása einlæg að lokum. n
„Ég er sennilega ein
af fáum sem kem
ágætlega vel út úr þátt-
unum.
Vinir Ása
heillaðist strax af
Manuel þótt hann
væri umdeildur
og þekktur fyrir
karlrembustæla.
Í þáttunum
Ása segir það
hafa verið mikið
ævintýri að vera
innilokuð í húsi
með ellefu öðrum
einstaklingum.
Leikir Ásu fannst
gaman að leikjunum
í húsinu og segist
hafa átt mikið inni.
H
ar
ðp
ar
ke
tÞýsk gæði!
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is