Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 39
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Sport 31 ár hjá Katrínu. Við ræddum saman fyrr á árinu eftir frækna framgöngu hennar á Evrópumeistaramótinu í crossfit þar sem hún vann sér inn þátttökurétt á crossfit-heimsleikun- um. Þá var hún sigri hrósandi, enda hafði hún reynt við sama markmið árið áður, en ekki tekist að komast á heimsleikana. Hún hélt ótrauð áfram og vann frækinn sigur á heimsleikunum. Keppnismanneskja En ef við byrjum á byrjuninni þá kemur í ljós að Katrín er keppnis- manneskja af lífi og sál. „Já, ég er mikil keppnismann- eskja. Þegar ég var krakki skipti engu máli hvað ég var að gera, ég var stöðugt í keppni. Ég keppti um það hver væri fljótastur út að leika. Ég var alltaf að búa til keppnisbraut og hoppa yfir hitt og þetta. Mér fannst það skemmtilegast. Ég setti klukku á gólfið, stóð í handstöðu og mældi hvað ég gat verið lengi. Ég var alltaf að keppa við sjálfa mig,“ segir hún. Formlegur íþróttaferill Katrínar Tönju hófst hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði þegar hún var sex ára. Hún æfði síðar fimleika með Ár- manni í Reykjavík samhliða fram- haldsskólanámi. Fimleikarnir voru skemmtilegir, en ekki endilega rétta greinin fyrir hana og hún þurfti að hafa talsvert fyrir hlutunum. Katrín segist hafa reynt að nýta sér veikleika sína í fimleikunum og gert þá að styrkleikum. Henni fannst til dæmis alltaf skemmtileg- ast á þrekæfingunum, en fimleikar og þrekæfingar eru einmitt náskyld- ar crossfit. Greinarnar eru einnig ná- skyldar frjálsum íþróttum. Grunnur- inn í fimleikunum kom því að góðum notum þegar hún stóð á tímamót- um, vildi hætta í fimleikum en finna sér aðra íþrótt en gekk illa að finna hvað ætti að taka við. „Ég hafði æft í fjóra klukkutíma á dag, sex daga vikunnar frá því að ég var svona tíu ára og kunni ekkert annað. Ég varð einfaldlega að finna mér eitthvað annað að gera,“ segir hún en hún byrjaði í frjálsum, en fann sig ekki vel þar heldur. „Ég var aldrei best í fimleikunum eða frjálsum. Ég er ekki náttúrulega góð í fimleikum og þurfti að hafa mikið fyrir þeim. Ég lenti alltaf á höfðinu að minnsta kosti fimm sinn- um áður en ég náði tökum á því sem ég var að gera. En þegar ég horfi til baka þá kenndi það mér að vinna vel, að hafa fyrir hlutunum. Það kenndi mér góða vinnusiði sem ég bý að í dag. Ég vil vakna á morgnana með markmið í huganum. Það finnst mér skemmtilegt og ég vil vinna markvisst að hlutunum. Það sama var í frjáls- um, ég fann ekki neina eina grein sem hentaði mér og ég vildi einbeita mér að. Ég var frekar týnd. Ég fór að- eins aftur í fimleika, var í ræktinni og flæktist svona á milli,“ segir hún og segist hafa verið frekar eirðarlaus, sem hentaði henni illa. Annie Mist varð fyrirmynd Þetta var sumarið 2011, árið sem Annie Mist Þórisdóttir steig fram á sjónarsviðið og vann heimsleikana í crossfit í fyrsta sinn. Um ferðalag hennar til Los Angeles voru gerðir þættir sem Katrín Tanja fylgdist með. Sigur hennar varð til þess að hálfgert crossfit-æði hófst á Íslandi, og raun- ar víðar um heiminn, sem ekki sér enn fyrir endann á. Sameiginleg vin- kona þeirra benti Katrínu á að Annie, sem í grunninn er frjálsíþróttakona, væri að æfa bæði í Boot Camp og CrossFit og sagði Katrínu að hún ætti ef til vill að prófa. „Henni fannst við vera svipaðar og sagði: „Mér finnst að þú eigir að prófa þetta“,“ sagði hún. Hvatning frá stærstu stuðnings- mönnum Katrínar, móður hennar og ömmu, varð svo til þess að hún dreif sig á æfingu í báðum greinum. „Það var eiginlega ekki aftur snúið. Mér fannst þetta strax mjög skemmtilegt og krefjandi,“ segir hún og þess má geta að Annie og Katrín Tanja æfa mikið saman í CrossFit Reykjavík. Fann sig í CrossFit Á endanum var það svo CrossFit sem heillaði hana meira en Boot Camp. „Ég fann mig betur þar. Ég var búin að æfa þar í nokkra mánuði þegar ég ákvað að ég ætlaði að komast fyrst á Evrópumeistaramótið og svo á heimsmeistaramótið,“ segir hún. „Ég sagði ekki mörgum það, en ég lagði mig alla fram og æfði mikið og vel. Ég einbeitti mér 110 prósent á öllum æfingum og þetta gekk – ég komst á heimsmeistaramótið.“ Katrín segist efast um að hún hafi átt erindi þangað, svona eftir á að hyggja, en að mótið hafi verið gott fyrir reynslubankann. „Ég var að keppa með stelpum sem ég hafði séð á Youtube og voru stór nöfn. Þetta var svo stórt, mikið og yfirþyrmandi. Ég var ekki vön svona álagi, var ekki nógu vel undirbúin varðandi mataræðið eða hvíldina sem þarf til,“ segir hún. Hún var að auki ekki með þjálfara, en var með gott fólk í kringum sig sem þekkti vel til og hafði reynslu af leik- unum. „Ég átti ekkert erindi þangað í rauninni. Ég var ekki að keppa að neinu ákveðnu markmiði nema því að hafa komist þangað,“ segir hún. En crossfit var rétta hillan, hún var búin að finna sig og æfingarnar sem hún hafði leitað að. „Ég var náttúru- lega góð í þessu, eitthvað sem ég hafði ekki fundið áður. Ég var alls ekki best, en ég var mjög góð,“ segir hún. Hún náði að fara aftur á heimsleikana árið 2013 en það sama var uppi á teningn- um og keppnin varð fyrir vikið ómark- viss. Eftir heimsleikana 2013 kynntist hún bandarískum crossfit-þjálfara, Ben Bergeron sem starfar í Boston. „Hann er það besta sem gat komið fyrir mig sem íþróttakonu,“ segir hún. Ákvað að hann ætti að þjálfa sig Bergeron starfar aðeins með fjórum íþróttamönnum í einu, en rekur crossfit-stöðvar á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum. Áður en Katrín og Bergeron byrjuðu að vinna saman hafði hún æft í stöðinni hans og í kringum liðið hans um tíma. „Ég var mikið að æfa með keppnishópnum hans, en hann var ekki þjálfarinn minn. Mér var sagt að hann væri ekki að leita sér að fleiri íþróttamönnum til að þjálfa og mér fannst það mjög leiðinlegt. En ég hafði aldrei spurt hann sjálf. Svo var það fyrir rúmu ári sem ég ákvað að spyrja hann. Þetta var það sem ég vildi. Ég sagði honum að ég vildi að hann væri þjálfarinn minn, að hann ynni meira með mér og fylgdist með mér þegar ég væri ekki í Bandaríkjunum. Hann sagði bara ókei,“ segir hún og hlær. „Í byrj- un var hann samt ekki alveg „þjálfar- inn minn“ en hjálpaði mér að vinna í veikleikum mínum. Í janúar þetta ár varð þetta svo formlegt og núna fylgist hann með öllu sem ég geri og sér alfarið um þjálfunina.“ Vélin er mikilvægust „Mér finnst eiginlega enn ótrúlegt að ég hafi kynnst honum og að ég hafi fengið tækifæri til að æfa með hópnum hans. Mér finnst ég mjög heppin. Hann vinnur mjög mik- ið með okkur á öllum sviðum og sendir aðeins frá sér íþróttamenn sem eru í góðu formi á allan hátt,“ segir hún og bætir við: „Það er ekki endilega sterkast, það er ekki endilega best í neinu ákveðnu, en „vélin“ er langsterkust. Andlegt og líkamlegt úthald er mjög mikið og við getum stöðugt haldið áfram.“ Úthaldsæfingarnar henta Katrínu vel og Bergeron hefur einnig aðstoðað hana við hugar- farið. „Það er það sem ég hef í rauninni lagt mesta áherslu á undanfarið eitt og hálft ár,“ seg- ir hún. „Hann vinnur svo mik- ið með hugarfarið. Það tala allir mikið um hvað það skipti miklu máli, en þegar maður sér það svart á hvítu hvað hugurinn er kraftmikill, þá er það alveg ótrú- legt,“ segir hún, enda augljóst að hún leggur mikla áherslu á það og talar um mikilvægi þess af miklum krafti og áhuga. Það er í rauninni ekki ann- að hægt en verða allur uppveðraður af því að hlusta á hana tala. Katrín þekkir vel hvað getur gerst ef hugur og líkami ná ekki að vinna saman á ögurstundu. Komst ekki áfram Árið 2014 reyndi Katrín Tanja aft- ur við heimsleikana. Hún var þá byrjuð að æfa með Bergeron, en á Evrópumeistaramótinu fóru leikar þannig að Katrín komst ekki áfram og fékk ekki þátttökurétt á heimsleik- unum. „Ég var í mjög góðu formi líkamlega og hefði undir öllum kringumstæðum átt að komast á þá. Ég hafði farið tvisvar áður en þarna var ég í mínu besta formi. En hugar- farið fylgdi ekki með og þá gekk þetta ekki upp,“ segir hún. Katrín sat eftir og komst ekki á leikana. Mikil vonbrigði Þessum miklu vonbrigðum fylgdi erfitt sumar. Katrín hafði lítinn áhuga á því að æfa og var vonsvikin. „Ég æfði lítið og fann ekki fyrir löngun til að taka þátt. En ég las mikið af bók- um þetta sumar,“ segir hún. Bækurn- ar voru meðal annars ævisögur íþróttamanna sem höfðu upplifað erfiðleika, einmitt þegar þeir áttu að standa á toppi ferils síns, en unnu sig út úr þeim og komu enn sterkari til baka. „Ég las til dæmis ævisögu hlauparans Michaels Johnson, sem átti að vinna stórsigur á Ólympíuleik- unum árið 1992, en fékk matareitrun og náði ekki markmiðum sínum. En í staðinn fyrir að hætta þá æfði hann mjög vel og tók leikana 1996 með trompi,“ segir hún, en Johnson er eitt stærsta nafn frjálsra íþrótta fyrr og síðar. „Ég áttaði mig á því að leiðin er aldrei bein. Svona bakslag á sér stað, en það er hægt að læra af reynslunni og ég gerði það. Ég hef aldrei lagt harðar að mér en í fyrra,“ segir hún og segist sannfærð um að þetta bakslag hafi aðeins gert hana sterkari. „Á hverri einustu æfingu hafði ég þetta hugfast: „Ég ætla ekki að sætta mig við ekki neitt, ég ætla að komast á leikana. Ég ætla ekki bara að kom- ast á leikana, heldur ætla ég að vera besta útgáfan af sjálfri mér.“ Ég lagði mjög hart að mér og þetta ár las ég mikið í íþróttasálfræði. Mér tókst að tvinna huga og líkama vel saman,“ segir hún. Hún og Bergeron ræða mikið saman fyrir og eftir æfingar og hann leggur henni línurnar. Þau fara yfir hvernig hún á að hugsa á æfingun- um, hvernig hún geti lært af því sem hún er að gera og samstilla líkama og sál. Bergeron starfar, sem áður sagði, í Boston og hefur Katrín því reynt að eyða sem mestum tíma þar. Á fyrri hluta þessa árs gat hún verið mikið í Boston, æft með teyminu og unnið að markmiðum sínum. „Ég var þar svo eftir Evrópumeistaramótið í vor og í allt sumar,“ segir hún og bætir því við að hún sé nánast orðin eins og fjölskyldumeðlimur hjá fjölskyldu Bergeron. Allt small saman Á heimsleikunum small allt saman; hugarfarið, líkaminn og úthaldið voru í takt. „Þetta var mjög gott sum- ar,“ segir hún. Fyrir leikana voru markmiðin þó smærri í sniðum en að verða heimsmeistari. „Ég var Sigurvegarinn Katrín Tanja þegar ljóst var að hún hefði farið með sigur af hólmi. Mynd USed with perMiSSion FroM reeboK Gefur 110 prósent Katrín Tanja æfir mikið og gefur sig alla í æfingarnar. Mynd SiGtryGGUr Ari Síðasta greinin Katrín sést hér í síðustu keppnisgreininni. Hún var einbeitt og vissi að hún gæti sigrað. Mynd USed with perMiSSion FroM reeboK„Sá sem leggur meira á sig en aðrir – hann vinnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.