Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 47
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Menning 39 að reyna að spegla öld öfganna í ævi slíkrar manneskju. Bókin er stúdía í þessum karakter. Mér fannst gaman að hitta konu sem var algjörlega á skjön við allt, hafði rangar skoðanir á flestum málum og var dásamlega óframsækin í mörgu en stóð um leið allt af sér. Hún elst upp í fátækt, kemst í kynni við ríki- dæmi, missir allt og flýr yfir hálfa Evrópu, kemst aftur í ríkidæmi og tapar því aftur og fer að vinna sem þjónustustúlka á veitingastað og vinnur sig upp. Þetta er sterk kona sem kemst af við ótrúlega aðstæður og það fannst mér heillandi.“ Þýsk útgáfa bókarinnar kom út meðan Mamúska var enn á lífi og hún var ekki alltaf sátt við ævisagna- höfund sinn meðan á ritun bók- arinnar stóð, eins og Halldór lýsir skemmtilega í bókinni. „Þegar hún frétti fyrst að ég hefði náð sambandi við litla bróður hennar og væri að fá efni frá honum varð hún öskureið, hringdi í mig og sagðist aldrei tala við mig aftur, ég gæti átt mig og ég kæmi aldrei aftur inn fyrir hennar dyr. Hún hefði aldrei vitað aðra eins svívirðu og þá að ég væri að tala við þá gömlu fyllibyttu sem litli bróðir hennar væri. Þegar hún fékk þýsku bókina í hendur var hún orðin sjóndöpur og bókin var lesin fyrir hana. En henni fannst gaman að lesa um sjálfa sig og auðvitað fann hún að verkið var unnið af væntumþykju.“ Ömmu-ættleiðing Af hverju ákvaðst þú að gera íslenska útgáfu af verkinu? „Mamúska dó einhverjum dögum fyrir hundrað ára afmæli sitt, í janúar 2013 og mér bárust alls kyns viðbótarupplýsingar um fjölskyldu hennar. Til dæmis fékk ég bréf frá konu í München sem sagði: Hvern- ig stendur á því að ég þarf að lesa um forsögu fjölskyldu minnar, sem ég vissi ekkert um, í bók eftir einhvern Íslending sem ég hef aldrei heyrt um? Og auk þess drapstu pabba minn! Ég hafði lýst öllum fjöl- skyldumeðlimum Mamúsku sem flúið höfðu í stríðinu og sagði að nú væru þau öll fallin frá. Pabbi þessarar konu, þá átta ára, var í þess- um flokki og er enn á lífi. Konan sendi mér myndir og alls kyns upplýsingar. Um leið fékk ég fyllri mynd af lífinu í Litháen og flóttan- um til Þýskalands. Síðan fékk ég fleiri upplýsingar frá litla bróður Mamúsku, sem er enn á lífi, 88 ára. Ég var kominn með meira efni í hendurn- ar og vildi gera þessari sögu betri skil, íslenskum lesend- um vonandi til ánægju. Þessi litli bróðir hennar speglar söguna vel. Hann barðist með skæruliðum Pólverja í seinni heimsstyrj- öldinni, var tekinn til fanga og sendur í Gúlagið þar sem hann var í tíu ár í námum í 50 gráðu frosti að þræla fyrir Stalín. Þegar hann fékk íslensku útgáfuna í hendur þá skrif- aði hann mér fallegt bréf og sagði að nú hefði hann endurheimt fjöl- skyldu sína sem splundraðist árið 1942 og fyrir það sé hann að eilífu þakklátur.“ Þér hlýtur að þykja afskaplega vænt um þessa konu sem þú hefur skrifað tvær bækur um, eina á þýsku og aðra á íslensku? „Það er ekki til neitt í ættleiðingu sem heitir ömmu-ættleiðing, en það var það sem hún bauð mér. Önnur amma mín dó áður en ég fæddist og hin dó þegar ég var nítján ára þannig að það má raun- verulega segja að hún hafi gengið mér í ömmustað. Ömmur bera með sér þann liðna tíma sem maður á rætur sínar í án þess að hafa nokkru sinni upplifað hann. Ég á engar rætur í Póllandi eða Litháen en ég ólst upp í Þýska- landi og hef alltaf verið upptekinn af Mið-Evrópu. Mamúska bar þá sögu með sér, fyrir utan að kunna alla ömmulega takta, örva mig og skamma á víxl. Mér fannst ég verða að halda merkilegri sögu hennar til haga og veita innsýn í hversu sterk- ur karakter hún var, þótt bókin fjalli líka um að það muni maður aldrei geta fangað almennilega og að á bak við hverja ævisögu búi flókin glíma sögumanns og viðfangsefnis.“ n „Mér fannst gaman að hitta konu sem var algjörlega á skjön við allt, hafði rangar skoðan- ir á flestum málum og var dásamlega óframsækin í mörgu en stóð um leið allt af sér. „Það er ekki til neitt í ætt- leiðingu sem heitir ömmu-ættleiðing, en það var það sem hún bauð mér Halldór Guðmundsson „Mér fannst ég verða að halda merkilegri sögu hennar til haga.“ Mynd SiGtryGGur Ari Bond í anda Austin Powers Þ að þarf ekki að vera slæm hugmynd að kafa ofan í æsku Bond, en það kem- ur undarlega lítið upp úr krafsinu. Fjölskyldumál- in eru farin að verða álíka raunsæisleg og í Star Wars, en það er önnur mynd sem hér kemur frekar upp í hugann, og það er Austin Powers. Lengi hefur verið beðið eftir endurkomu samtakanna Spectre, sem ekki hafa tekist á við Bond í um 40 ár. Og myndin fer ágætlega af stað, með klassískum bílaeltingaleik í Róm, flugvél í skíðabrekku í Austur- ríki og æsispennandi slagsmálum í lest í Marokkó. En þegar erkióvinur- inn mætir á svæðið snýst allt til verri vegar. Eðalleikarinn Christoph Waltz virðist taka þessu mátulega alvarlega og kannski er bara ekki hægt að hafa vondan karl með kött eftir að hafa séð Dr. Evil. Allt er eftir bókinni, bækistöðvar óvina virðast hafa innbyggðan sjálfseyðingarhnapp sem ekki þarf nema skjóta í til að allt spryngi í loft upp, óvinirnir eru með fáránlega flóknar aðferðir til að taka Bond af lífi og láta sér ekki segjast þó að þær mis- heppnist allar, og höf- uðpaurinn minnir helst á O.J. Simpson í Naked Gun þar sem hann slasast reglulega til að verða æ líkari hin- um klassíska Blofeld. Pólitíkin er þvæld, Spectre-samtökin virðast tákna Sameinuðu þjóðirnar sem vilja njósna um alla, en hvítir karl- menn með leyfi til að drepa eru eina von heimsins. Eftir hina óaðfinnan- legu Casino Royale, hina vanmetnu Quantum of Solace og hina ofmetnu (en samt ágætu) Skyfall er Spectre talsverð vonbrigði. Craig er samt enn besti Bondinn, að minnsta kosti síðan Timothy Dalton brá sér í hlutverkið. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Spectre iMdb 7,3 rottentomatoes 64% Metacritic 60 Leikstjórn: Sam Mendes. Aðalhlutverk: Daniel Craig, Léa Seydoux og Christoph Waltz 148 mínútur Úr listheiminum Danska ríkisstjórnin ætlar að skera niður framlög til reksturs menningarstofn- ana um sem nemur 11,4 milljörðum íslenskra króna á næstu fjór- um árum. Sér- fræðingar segja að þetta muni óhjákvæmilega leiða af sér færri og einfaldari viðburði á vegum stofnana. Menningarmálaráðherra lands- ins, Bertel Haarder, segir enn fremur að ríkisútvarpið DR taki of mikið pláss á fjölmiðlamark- aði og þurfi að fara í „megr- unarkúr.“ Gagnrýnendur vilja meina að stjórnarflokkarnir hafi ekki haft þennan niðurskurð í menningarmálum á stefnu sinni fyrir kosningar. Talandi um peninga. Á mánudag seldist málverk-ið Nu Couché eftir ítalska listamanninn Amedeo Modigl- iani fyrir rúma 22 milljarða króna á uppboði hjá Christie's í New York, en kaupandinn var kínverskur milljarðamæring- ur. Myndin sem er frá 1917– 1918 er af konu sem liggur nak- in á rauðum sófa. Aðeins einu sinni hefur fengist hærra verð fyrir málverk á uppboði, en þá fengust rúmir 23 milljarðar fyrir verkið Konurnar frá Alsír (út- gáfa 0) eftir Pablo Picasso. Sérstök strengjaútgáfa af síð-ustu plötu Bjarkar, Vulnic-ura, kom út á dögunum. Platan er ekki drifin af rafrænum töktum eins og upprunalega útgáfan heldur samanstendur hljóðheimurinn einungis af rödd og strengjum. Á plötunni not- ast Björk þá við hljóðfærið Viola Organista sem var upprunalega hannað af Leonardo Da Vinci en þó ekki smíðað fyrr en eftir hans tíð. Hljóðfærið er það eina sinnar tegundar í heiminum. Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.