Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 20
20 Umræða Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Lögmaðurinn hefur stigið öll danssporin í bókinni Þetta er hugaríþrótt Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks Hrokinn í Seðlabankanum Kristín Þorsteinsdóttir um Vilhjálm H. Vilhjálmsson. – Fréttablaðið Aðalsteinn Pétur Karlsson, Íslandsmeistari í póker. – dv.isGísli Marteinn Baldursson biðst afsökunar á ummælum sínum á Twitter. – dv.is Dimmt yfir Samfylkingunni Samfylkingin heldur flokks­ stjórnarfund sinn á Akranesi á morgun, laugardag, í skugga sögulegrar útreiðar í skoðana­ könnunum. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var síð­ astliðinn fimmtudag mældist flokkurinn með 8,2 prósenta fylgi og hefur ekki mælst lægri frá stofnun. Sama virðist hvað flokkurinn aðhefst, ekkert virð­ ist duga. Innan úr flokknum má heyra uppgjafartón, helst er talað um að formaðurinn Árni Páll verði að víkja til að flokk­ urinn nái vopnum sínum. Það eykur á vandann að krónprins­ inn Dagur B. Eggertsson er lask­ aður vegna slæmrar fjárhags­ stöðu Reykjavíkurborgar og röð óheppilegra mála á meðan ekk­ ert er að frétta innan úr þing­ flokknum. Raddir heyrast sem segja að leita þurfi nýs leiðtoga utan flokksins. Vond staða Besta flokksins Ekki blæs byrlega fyrir Besta flokknum sem eftir útreið í skoðanakönnunum skipti um formann í von um betra gengi. Hinn geðþekki og vel liðni Óttarr Proppé tók við af Guðmundi Stein- grímssyni sem ekki var samstaða um innan flokksins. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins virðast þessi skipti vera langt frá því að duga því flokkurinn nær ekki inn manni. Töfralausnin í stjórnmálum er kannski ekki að skipta um manninn í brúnni þegar illa gengur heldur kann að virka betur að skerpa á áherslum og koma því vandlega á fram­ færi við landsmenn fyrir hvað viðkomandi flokkur stendur og hvers vegna sé þörf á honum í ís­ lenskri pólitík. Heitt í hamsi Ekki eru allir þingmenn ríkis­ stjórnarflokkanna einlægir að­ dáendur RÚV og nota ýmis tækifæri til að gagnrýna stofn­ unina. Kannski finnst einhverjum þeirra þeir eiga harma að hefna vegna fréttaflutn­ ings af óþægileg­ um málum sem þeir tengjast. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var heitt í hamsi á Alþingi síðast­ liðinn fimmtudag þegar hún talaði um tug pró senta fækk­ un þeirra sem horfa og hlusta á RÚV. Markaðsstjóri RÚV sá ástæðu til að gera athugasemd við þennan málflutning og benti á að samkvæmt nýj ustu mæl ing­ um Gallup horfa og hlusta dag­ lega um 70 prósent þjóðar inn ar á rás ir RÚV og tæp lega 90 pró­ sent í viku. N ýlega upplýsti aðalhag­ fræðingur Seðlabankans þjóðina um það að mark­ miðið með stýrivaxtahækk­ unum bankans væri að draga úr ráðstöfunartekjum heimila. Þetta sagði hann á fundi efnahags­ og viðskiptanefndar Alþingis þar sem fulltrúar peningastefnunefnd­ ar sátu fyrir svörum. Yfirlýsingin getur ekki annað en kallast merki­ leg. Reyndar sá þingmaður Sjálf­ stæðisflokks ástæðu til að gera athugasemd við ummæli aðal­ hagfræðingsins og sagði þau vera herská. Svar hagfræðingsins var að verið væri að halda verðbólgu í skefjum. Þess ber að geta að á dögunum bárust fréttir þess efnis að þessi sami aðalhagfræðingur fengi tvær til þrjár milljónir afturvirkt fyrir setu sína í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ráðstöfunartekjur hans hækka umtalsvert með þessari ákvörðun sem bankaráð Seðlabankans ber ábyrgð á. Þar hugsa menn greinileg vel um sína. Umhyggja bankaráðsins mætti gjarnan ná út fyrir vinnustaðinn og beinast að fólkinu í landinu, en með þeirri ósk er sennilega verið að fara fram á of mikið. Ekki er svo ýkja langt síðan seðlabankastjóri sagði, með sín­ um einstaka hroka, eftir nýgerða kjarasamninga, að þjóðin væri að taka út gleðina aðeins of fljótt í formi launahækkana og annarra aðgerða. Ekkert bendir til að seðla­ bankastjórinn sjái eitthvað athuga­ vert við að aðalhagfræðingurinn fái umtalsverðar kjarabætur meðan markvisst er verið að rífa kjarabæt­ ur af þjóðinni. Skilaboð Seðlabankans til þjóðarinnar einkennast af hroka, hótunum og yfirlæti. Þar er stöðugt gefið í skyn að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð og það verði að hafa stíft eftirlit með henni. Þannig kemst yfirstjórn Seðla bankans í stöðugt uppnám í hvert sinn sem kjör almennings virðast vera að glæðast. Þá fer hrollur um seðla­ bankamenn sem vilja samstundis grípa til harðra aðgerða. Þetta eru sömu mennir og fóru í mál til að fá laun sín hækkuð og taka fagnandi á móti aukagreiðslum. Þá er eins og verðbólguhættan sé hvergi nærri. Það hlýtur að teljast til tíðinda að Seðlabanki Íslands geri það að sér­ stöku markmiði sínu að þrengja að heimilum landsins og gera líf fólks aðeins erfiðara en það er. Forsætis­ ráðherra og fjármálaráðherra verða að svara því hvort þessi markmið Seðlabankans séu í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Ef Seðlabankinn og ríkisstjórnin eru samstiga í því að vilja hrifsa til baka kjarabætur almennings þá verður þjóðin að fá að vita af því að svo sé. Hún hef­ ur þá tækifæri til að bregðast við í næstu kosningum. n Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími aUglýsingar útgáfufélag: DV ehf. • stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • dreifing: Árvakur sandkorn H vað eiga þeir Thomas Mann, Günther Grass og Willy Brandt sameiginlegt með Bryndísi? Þau eiga öll ættir sínar að rekja til Lübeck, miðaldaborgarinnar fögru í Schleswig­Holstein. Ekki amalegur félagsskapur a´tarna. það var ekki á kot vísað að vera í félagsskap Bryn­ dísar á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck dagana 4. til 8. nóvember. Þetta var, satt að segja, samfelld veisla fyrir skilningarvitin, sjón og heyrn – og bragðlaukana líka þar á milli. Ég var þarna til að fylgja úr hlaði heimildamyndinni „Þeir sem þora …“, sem var ein þrettán kvikmynda frá Ís­ landi á þessari rótgrónu kvikmynda­ hátíð að þessu sinni. Reyndar varð þetta íslensk kvik­ myndaveisla um það er lauk, því að íslenskar kvikmyndir sópuðu að sér verðlaunum dómnefnda og áhorf­ enda, svo að ýmsum þótti nóg um. Fúsi hans Dags Kára fékk tvenn verðlaun, önnur að mati áhorfenda, en hin samkvæmt dómnefnd hinnar evangelísk­lúthersku kirkju Lübech­ Lauenburg. Myndin fjallar sem kunn­ ugt er um mann, sem er tröllvaxinn hið ytra en göfugmenni innst inni – og svo vel leikin, að leikarinn, Gunnar Jónsson, fékk sérstök verðlaun fyrir frammistöðu sína (þótt hann hafi, að sögn, aldrei komið í leiklistarskóla). Hrútarnir hans Gríms Hákonar­ sonar með þá Sigga Sigurjóns og Theódór Júlíusson í lykilhlutverkum fengu sérstök verðlaun sem „fram­ úrskarandi í hópi leikinna mynda“. Og heimildamyndin hans Óla Rögg og Kolfinnu, „Þeir sem þora …“ – um endurheimt sjálfstæð­ is Eystrasaltsþjóða og fall Sovétríkj­ anna – fékk „sérstaka viðurkenningu“ (honorable mention) í flokki heim­ ildamynda. Löndum vorum var því tíðförult upp á stóra sviðið á lokahá­ tíðinni til þess að veita viðtöku verð­ launum og þakka fyrir sig. Veislugestum varð reyndar tíðrætt um það að lokinni verðlauna­ afhendingu, hvort þeir væru hér vitni að íslenskri kvikmyndabylgju og spurðu sjálfa sig og aðra, hvort þetta væri hápunkturinn – eða kannski bara byrjunin? Von að spurt sé, því að, fyrir utan verðlaunamyndirnar tvær, voru ellefu aðrar myndir frá Íslandi, leikn­ ar myndir, heimildamyndir og stutt­ myndir. Allar eru þær í góðum gæða­ flokki og sumar reyndar frábærar, þótt ekki ynnu þær til verðlauna að þessu sinni. Þá vakti það ekki síður athygli, að samkvæmt kynningarbæklingum eru flestir íslensku leikstjórarnir ungir að árum, fæddir á áttunda og níunda áratug seinustu aldar. Þótt byrjunin lofi góðu, eiga þeir því væntanlega flestir sín bestu verk óunnin í fram­ tíðinni. Milli bíósýninga gladdi það gests­ augun að ganga um götur og torg hinnar fögru Hansaborgar. Miðalda­ borgin innan virkismúra stendur á eyju, umlukinni ánni Trave, sem tengir borgina við Eystrasaltið. Hún er formfögur, svipsterk og vel varð­ veitt, enda á menningarminjaskrá UNESCO. Þessa hlýju haustdaga var allt um­ vafið gróðri. Trén stóðu í haustlitun­ um, veitingahús og vínstofur á hverju götuhorni, og ilminn af gómsætum réttum bar fyrir vitin. Þessi norræna kvikmyndahátíð (sem er reyndar orðin norræn/baltnesk) var nú haldin í 57. sinn. Aðsóknin að kvikmyndasölum gamla ráðhússins þessa dagana sýndi, svo ekki varð um villst, að borgar búar kunna vel að meta það sem þar er á boðstólum. Bíógestir teljast í tugum þúsunda þessa fjóra daga. Það þykir harla gott í borgarsamfélagi, sem er á stærð við stórhöfuðborgarsvæðið. Og þótt hátíðin sé kennd við Norðurlönd og Eystrasalt, laðar hún að sér gesti frá öllum heimshornum. Að loknum sýningum er þétt setinn bekkurinn á kránum, þar sem spinnast fjörugar umræður um efni myndanna á ótal tungumálum. Gamla Hansaborgin vaknar aftur til lífsins þessa dagana og er orðin að alþjóðlegri menningar­ borg. Milli sýninga notuðum við Bryndís tækifærið og heimsóttum söfn, sem gegna því hlutverki að heiðra minningu tveggja eftirlætis­ sona Lübeck­borgar. Þeir eru Willy Brandt og Günter Grass. Söfnin snúa bökum saman – að sameiginlegum bakgarði – eins og þeir félagar gerðu í lífinu. Annar breytti veruleikanum með sinni pólitík; hinn hjálpaði okk­ ur að skilja hann í sínum skáldskap. Báðir lögðu þeir fram ómældan skerf til að breyta Þýskalandi til hins betra. Lübeck er með réttu stolt af þeirri arf­ leifð. n Jón Baldvin Hannibalsson skrifar aðsent „ Íslenskar kvik- myndir sópuðu að sér verðlaunum. Íslensk kvikmyndaveisla „Skilaboð Seðla- bankans til þjóðar- innar einkennast af hroka, hótunum og yfir- læti. leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.