Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 13.–16. nóvember 20152 Gæðakaffi - Kynningarblað Kaffi beint frá býli Kaffitár - Fjölbreytt flóra kaffihúsa og gesta R úmlega 85% af öllu kaffi sem við erum með eru beint frá býli, kemur beint frá bónda sem við þekkjum og höfum heimsótt. Það tryggir okkur stöðugleika í gæðum og við vitum að þeir nota ekki skordýraeitur og koma vel fram við fólkið. Þetta er ávinning- ur allra, þetta er bæði samfélagslega jákvætt og svo erum við að tryggja okkur toppgæði. Við suma bænd- urna erum við búin að skipta í mörg ár og þeir eru orðnir stór nöfn í kaffi- ræktunarheiminum, sem þeir voru ekki þegar við byrjuðum.“ Þetta segir Sólrún Björk Guð- mundsdóttir, markaðs- og rekstrar- stjóri Kaffitárs. Sumir kaffibændanna sem Kaffitár skiptir við hafa unnið til margra kaffiræktunarverðlauna og eru orðnir stór nöfn í kaffiræktun- arheiminum en voru það ekki áður. Eins og flestir vita leggur Kaffitár mikið upp úr gæðum en þar skiptir gerð kaffidrykkjanna og framreiðsla líka miklu máli auk hráefnisins: „Við höfum frábært starfsfólk sem þarf að fara í gegnum langt þjálf- unarferli sem snýr að kaffigerð og kaffiþekkingu. Þau þurfa að fara á Espresso-námskeið 1 og 2 og síðan erum við með manneskju í stöðu fræðara sem fylgir eftir þjálfun.“ Kaffihús Kaffitárs eru í Banka- stræti, Höfðatorgi, Þjóðminjasafni, Kringlunni, Smáralind og Stapa- braut í Reykjanesbæ, þar sem höfuð- stöðvar fyrirtækisins eru. Við þetta bætist Kruðerí Kaffitárs, sem er bak- arí og kaffihús á Nýbýlavegi en þar eru líka allar veitingar fyrir Kaffitár gerðar, allt frá grunni og án auka- efna. Fjölbreytt flóra gesta Nýbúið er að breyta Kaffitári í Banka- stræti en staðnum var lokað í fjóra daga á meðan breytingar stóðu yfir. Staðurinn er afar glæsilegur eftir breytingarnar. Gestahópur allra staðanna er fjölbreyttur og á öllum aldri: „Allir staðirnir hafa sína föstu kúnnahópa en það ber kannski mest á fundum og fólki að vinna á staðnum á kaffihúsinu í Höfða- torgi; þar eru jafnvel tekin blaðavið- töl. Bankastræti er með alla flóruna, fastakúnna, ferðamenn og marga fleiri.“ n Kaffitár Jólastuð í Kringlunni. Kaffitár Bankastræti Kaffitár Bankastræti eftir breytingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.