Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 8
Helgarblað 13.–16. nóvember 20158 Fréttir E igendur Tékklands bif­ reiðaskoðunar og hluthafar keppinautarins Aðalskoðun­ ar riftu í lok síðasta sumars kaupsamningi sem hefði leitt til samruna fyrirtækjanna tveggja. Samkomulag um sölu á öllu hlutafé Aðalskoðunar til móð­ urfélags Tékklands hafði þá legið fyrir í hálft ár. Samkeppniseftirlitið taldi samrunann eiga eftir að raska með alvarlegum hætti samkeppni á markaði með ökutækjaskoðanir og mögulega leiða markaðsráðandi stöðu sameinaðs fyrirtækis. „Þetta voru viðskiptalegar forsendur sem réðu þessu og við einfaldlega hættum við að selja fyrir tækið,“ segir Jafet S. Ólafsson, einn eigenda Aðalskoðunar, að­ spurður um ástæður þess að upp úr viðræðunum slitnaði. Langur aðdragandi Samkeppniseftirlitinu barst sam­ runatilkynning vegna kaupa Alfa hf., móðurfélags Tékklands, á öllu hlutafé Aðalskoðunar hf., þann 12. maí síðastliðinn. Eigendur fyrir­ tækjanna tveggja höfðu rúmum þremur mánuðum áður komist að samkomulagi um helstu skilmála kaupsamningsins en hann var undirritaður í lok apríl. Markmið­ ið var að reka fyrirtækin tvö sem systurfélög undir óstofnuðu dóttur­ félagi Alfa. Þann 18. júní var eigendum fyrir­ tækjanna tilkynnt að Samkeppnis­ eftirlitið teldi ástæðu til frekari rannsókna á áhrifum samrunans á samkeppni á bifreiðaskoðunar­ markaðinum. Tæpum mánuði síð­ ar sendi stofnunin þeim frumn­ iðurstöðu sína en samkvæmt henni hefðu kaupin raskað samkeppni með alvarlegum hætti og leitt til mikillar samþjöppunar á markaðn­ um. Samkeppniseftirlitið taldi af þeim sökum að stofnunin þyrfti að grípa til íhlutunar vegna samrun­ ans. „Samkeppniseftirlitið var með málið til umfjöllunar í einhverja tvo til þrjá mánuði og við hættum við í millitíðinni og viðræðum okkar Alfa var slitið. Það er ekkert útilokað að við seljum fyrirtækið og það er allt til sölu fyrir rétt verð. En við eigum ekki í neinum slíkum viðræðum núna,“ segir Jafet. Arðbær rekstur Aðalskoðun rekur átta skoðunar­ stöðvar á landinu en Tékkland fjórar. Fyrirtækin eru, ásamt Frumherja, sem rekur 32 stöðvar, þau einu sem bjóða upp á ökutækjaskoðanir hér á landi. Aðalskoðun, sem var stofnuð árið 1994, var rekin með rekstr­ arhagnaði upp á 55 millj­ ónir króna árið 2014 og 72 milljónir árið áður. Hagnaður fyrirtækis­ ins eftir skatta nam 12 milljónum í fyrra en 86 milljónum árið áður. Jafet ehf. á helmingshlut í Aðalskoðun en fé­ lagið er í eigu eiginkonu Jafets S. Ólafssonar, þriggja barna þeirra, og Gunnlaugs M. Sigmundssonar, fjár­ festis og föður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Alfa er í eigu félaga bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona og fjölskyldna þeirra. Benedikt er faðir Bjarna Benediktssonar, fjármála­ og efnahagsráðherra. Einar á með­ al annars hlut í Alfa í gegnum P 126 ehf. en eins og DV greindi frá í mars síðastliðnum þá er móðurfélag þess skráð í Lúxemborg. Tékkland bif­ reiðaskoðun er í eigu Bifreiða­ skoðunar Íslands ehf. og Tékklands ehf. en Alfa á allt hlutafé félaganna tveggja. Alfa var rekið með 401 millj­ ónar króna hagnaði í fyrra en það á einnig meirihluta í ferðaþjónustu­ fyrirtækinu Kynnisferðir ehf. n n Kaupsamningur við Tékkland lá á borðinu n Hefði raskað samkeppni á markaði Ætluðu að kaupa Aðalskoðun Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Það er allt til sölu fyrir rétt verð Hættu við Jafet S. Ólafsson segir eigendur Aðalskoðunar og Tékklands hafa komist að niðurstöðu um að rifta kaup- samningn- um. Hættu við kaupin Ef samruni Að- alskoðunar og Tékklands hefði gengið í gegn hefðu eigendur Alfa átt tólf skoðunarstöðvar hér á landi. VANTAR ÞIG BÍL? Kynntu þér kosti langtímaleigu AVIS. Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Hagkvæmur kostur og allt innifalið, s.s. bifreiðagjöld, tryggingar, olíuskipti og allt hefðbundið viðhald. Vetrarleiga AVIS er góður kostur fyrir þá sem eru í / vinna við skóla, vinna við vetrartengt starf eða vilja einfaldlega heilsusamlegri lífsstíl á sumrin. Hafðu samband og kynntu þér málið. Þjónustuver Avis 591 4000 - avis@avis.is Bílaleiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.