Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 54
Helgarblað 13.–16. nóvember 201546 Fólk T ónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún er nýkomin heim úr drauma- verkefni á vegum Disney- samsteypunnar, þar sem hún sigldi um höfin blá með skemmtiferða- skipinu Disney Magic og kom fram í aðalsýningunni um borð. Þá vinnur hún að nýrri plötu og undirbýr fjölda tónleika. Líður betur eftir lagasmíðar Nýjasta lag hennar, Fleyið, kom út á dögunum, en það var einmitt samið um borð í skemmtiferðaskipinu. „Ég var búin að vera ansi lengi um borð þegar kom til Íslands í einn dag. En ég þurfti að fara út strax aftur og fékk svakalega heimþrá,“ segir Greta Salóme, en það var heimþráin sem varð henni innblástur að laginu. „Ég var með mjög góða aðstöðu í skip- inu, var með stúdíó efst í því sem ég ein notaði. Ég fór þangað um miðja nótt og samdi þetta lag. Ég fór í þess- ar íslensku rætur, þegar sjómennirn- ir voru að fara út og voru ekki vissir hvort þeir kæmu aftur. En það voru vissulega aðeins öðruvísi aðstæður en ég er í. Þetta er svona íslenskt lag með indie/folk-þema,“ útskýrir hún. Lagasmíðarnar drógu úr heim- þránni og Gretu Salóme leið bet- ur. „Mér líður alltaf betur þegar ég er búin að semja lag. Ég fæ ein- hverja útrás í því,“ segir hún einlæg. Það er ekki óeðlilegt að heimþrá og söknuður hafi bankað upp á hjá Gretu Salóme því hún dvaldi nánast samfellt á skipinu frá apríl og fram í október. Gott frí á milli sýninga „Þetta var samt frábært og það er búið að vera afskaplega gaman að vinna hjá Disney,“ segir hún, en þetta var annað árið í röð sem hún starfaði um borð í skipi á vegum Disney. „Ég kynntist alveg frábæru fólki og lærði mjög mikið á þessu, og er í raun enn að læra. Það voru líklega um 15 til 20 þúsund manns sem sáu sýninguna í sumar.“ Hún þurfti þó ekki að slíta sér út við sýningarnar og fékk oft gott frí á milli. Þá gat hún nýtt tímann og grúskað í sinni eigin tónlist. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undir miklu álagi. Ég var með sýningu einu sinni í hverri siglingu og siglingarnar voru allt upp í tólf daga. Þannig að ég var ekkert að drukkna,“ segir hún hlæj- andi. „En ég kom líka fram hér og þar með óvæntar uppákomur. Svo þurfti ég að halda mér í formi fyrir sýn- inguna og það var mikið af æfingum. Þannig að ég var mikið í vinnunni. En ég náði líka að taka upp mikið efni í stúdíóinu,“ segir Greta Salóme, en til stendur að hún fari aftur út á næsta ári í fleiri verkefni á vegum Disney-samsteypunnar. En þangað til hefur hún nóg að gera hérna heima. Framundan eru þrettán jólatónleikar úti um allt land með hljómsveit. Þá verður hún með stóra tónleika á Akureyri, þann 17. janúar, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þar mun hún taka hluta af Disney-sýningunni í bland við eigið efni. Röð tilviljana Aðspurð hvort verkefnin hjá Disney opni ekki fleiri dyr í útlöndum svarar hún játandi. „Það er allt í ferli, ég er með frábæran umboðsmann úti sem sér um alla Disney-samningana fyrir mig og það er ýmislegt í gangi. Mað- ur má ekki staðna, maður verður að hugsa alltaf lengra og meira,“ segir hún hálf feimnislega. Það var í rauninni röð tilviljana sem varð til þess að hún fékk verk- efni hjá Disney í fyrra. „Ég var á skrá hjá amerískri umboðsskrifstofu í Kanada. Og ég sendi efnið mitt í rétt- ar hendur innan þeirrar skrifstofu. Þeir sendu efnið á sína tengiliði og þannig lenti það fyrir tilviljun hjá réttu fólki hjá Disney. Svo fékk ég póst í apríl í fyrra með upplýsingum um hvenær ég ætti að mæta. Ég ákvað að gera eins vel og ég gæti, sama hvað kæmi út úr því.“ Eurovision stökkpallurinn Greta Salóme segir upphafið af verk- efnum og velgengni í útlöndum þó tvímælalaust mega rekja til þátttöku í Eurovision-keppninni. Hún keppti fyrir Íslands hönd árið 2012, ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni. „Eurovision er í raun aðalástæðan fyrir því að ég fékk þetta Disney-verk efni, en það er auðvitað stærsta tónlistarverkefnið sem ég hafði tekið þátt í, og það kveikti í þeim. Eurovision er mjög dýrmætur hlutur á ferilskránni og hefur verið stökkpallur inn í svo margt. Eurovision er þannig að það skiptir svo miklu máli hvernig maður nýtir tækifærin eftir á,“ segir Greta Salóme að lokum. n Lagasmíð læknaði heimþrána „Eurovision er í raun aðalástæðan fyrir því að ég fékk þetta Disney-verkefni. n Greta Salóme er nýkomin heim úr Disney-ævintýri n Eurovision dýrmætt á ferilskránni Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Disney-ævintýri Greta Salóme er nýkomin heim úr siglingu með Disney Magic þar sem hún tók þátt aðalsýningunni. Mörg verkefni Greta Salóme hefur í nógu að snúast þessa dagana, en framundan eru meðal annars þrettán jóla­ tónleikar. MynD SiGtRyGGuR ARi Augnheilbrigði Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Fæst í öllum helstu apótekum. Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.