Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 45
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Menning 37 Sjálfvakið ljóðvarp Ólafur Ingi Jónsson, forvörður Listasafns Íslands, ræðir yfirlitssýningu með verkum Nínu Tryggvadóttur N ú stendur yfir í Listasafni Ís- lands yfirlitssýning á verk- um Nínu Tryggvadóttur, sem var einn af meistur- um ljóðrænnar abstrakt- listar á Íslandi. Auk óhlutbundinna olíumálverka skapaði hún eftir- minnilegar borgar landslagsmyndir, mósaíkmyndir, glermálverk, myndskreyttar barnabækur og ljóð. Áhrif hennar á íslenska myndlistar- sögu eru oft vanmetin að sögn Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar Listasafns Íslands og annars sýningarstjóra yf- irlitssýningarinnar sem nefnist Ljóð- varp. Hann þekkir vel til fagurfræði- legs stíls og málaratækni Nínu og hefur meðal annars þurft að skera úr um upprunaleika verka sem eignuð hafa verið listakonunni í kjölfar föls- unarmála. Fjörtíu ár frá síðustu yfirlitssýningu Það eru rúmlega fjörtíu ár frá því að síðasta yfirlitssýning með verkum Nínu var haldin í Listasafni Íslands árið 1974 og Ljóðvarp því löngu tíma- bær sýning. „Þó að Nína sé engin huldukona í íslenskri myndlist þá er hún ekki endilega listamaður sem almenningur þekkir mikið til í dag. Þetta er yfirlitssýning sem hefur að markmiði að sýna þróun hennar sem listamanns. Þó að hún hafi dáið ung, um 55 ára gömul, þá var hún stór listamaður enda starfandi frá unga aldri,“ segir Ólafur Ingi. Nína var fædd árið 1913. Sem barn naut hún tilsagnar í teikningu hjá Ásgrími Jónssyni sem var tengd- ur henni fjölskylduböndum, þá lærði hún myndlist hjá Finni Jónssyni og Jóhannesi Briem eftir að hún lauk námi í Kvennaskólanum, en hélt loks út og nam myndlist við listaakademí- una í Kaupmannahöfn. Eftir að hún sneri aftur heim árið 1939 kynntist hún mörgum af helstu listamönnum og hugsuðum þess tíma og voru andlitsmyndir hennar af Steini Steinari, Halldóri Laxness, Erlendi í Unuhúsi og fleirum uppi- staðan í fyrstu einkasýningu hennar árið 1942. „Í upphafi er list hennar í takt við þann módernisma sem var í gangi og kemur upp úr 1930. Í fyrsta salnum á neðri hæð safnsins eru þetta klass- ísk myndefni; portrett, módel, lands- lag og uppstillingar. Hún vann líka með myndefni sem snerist frekar um myndlýsingu á ástandi, til að mynda áhrif frá heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Ólafur. Ljóðræn listaverk Eftir stríð stundaði hún nám í New York meðal annars hjá Frakkanum Fernard Léger og varð fyrir miklum áhrifum frá þeim stílum sem voru ráðandi á þeim tíma í Bandaríkjun- um. „Það sem við erum helst að fjalla um á sýningunni er þróun hennar og þroski í stíl sem kenndur er við ljóð- ræna abstraktlist. Á ensku heitir þessi gerð verka „abstract expressionism.“ Það er skóli sem hún komst í tæri við í New York þegar hún var þar áður en hún fluttist til Parísar 1952. Í saln- um á efri hæð safnsins erum við með helstu dæmin um hvernig stíll henn- ar þróast í þessa átt á fimmta ára- tugnum. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu snemma hún var á ferðinni að prófa sig áfram í þessari stefnu. Fræðingar hafa til dæmis haft efasemdir um að abstrak- sjón frá 1947 sem er í eigu safnsins sé raunverulega frá þeim tíma – því það þykir svo framandlegt og á undan sínum tíma. En í mínum huga stenst ártalið. Það eru vissulega til annars konar myndir frá sama ári en það er ekkert undarlegt því hún er mjög dugleg að vinna sig áfram. Hún vinn- ur í marga stíla og reynir fyrir sér á mörgum sviðum,“ segir Ólafur. Úr höfðinu og beint á strigann „Stíllinn þróast hægt og ró- lega hjá henni og hreinar lýrískar abstraksjónir koma fram strax um 1950. Ég held að það sé óhætt að segja að hún sé einn af þremur eldri meisturum sem við eigum í lýrískri abstraksjón. Hinir eru Svavar Guðna- son og Kristján Davíðsson. Þáttur Nínu í framþróun abstraktlistarinn- ar hefur mér ekki fundist vera nógu ljós, hún hafði mikil áhrif á sína sam- tímamenn.“ Þannig að nafn sýningarinnar vísar ekki aðeins til ljóðaskrifa Nínu heldur kannski fyrst og fremst þessara ljóðrænu abstraktverka, eða hvað? „Jú. Í gagni sem ég fann útskýrir Svavar Guðnason, vinur Nínu, mál- verk sitt „Vindgæru“ frá árinu 1965 þannig: „Sjálfvakið ljóðvarp mælt beint af munni fram án stafkróks af frumdráttum“. Hann kallar það sem við þekkjum sem ljóðræna abstrakt- list „sjálfvakið ljóðvarp.“ Það er sem sagt engin teikning, frumdráttur eða annað sem liggur að baki verkinu, heldur kemur það beint úr huga lista- mannsins,“ segir Ólafur Ingi. Áhrif á samtíðarmenn Þú segir að Nína hafi haft áhrif á sam- tímamenn sína í myndlistinni, getum við sett fingurinn nákvæmlega á hvar áhrif hennar liggja? „Það er kannski ekki hægt að segja það með nákvæmri vissu, en mér sýnist að hún hafi til dæmis haft töluverð áhrif á Svavar. Mér sýnist að hann hafi tekið upp notkun á lita- spaðanum frá Nínu – þar sem hann notar spaðann fyrst við að mála upp úr 1948. Svo eru áhrif Svavars á henn- ar verk augljós á sama tíma.“ Getur þú útskýrt hvað fleira er ein- kennandi fyrir vinnulag og tækni Nínu? „Eitt sem var einkennandi við vinnulag Nínu er að hún málaði ekki undir rafmagnsljósi. Hún notaðist við dagsbirtu og vann því oft uppi á þök- um húsa og í björtum vinnustofum. Við sjáum að margar myndir hennar af Reykjavík eru málaðar af þaki þar sem er horft niður á húsin. Varðandi tæknina þá er það mjög augljóst að hún sparar við sig strokurnar. Hún vinnur mjög ákveðið og formar til með fáum breiðum strokum. Það er líka annað sem ég myndi vilja segja að sé einstakt, hún notast við spað- ann mjög snemma á ferlinum. Á sýningunni sjáum við skýrt meðferð hennar á honum. Spaðinn hentar mjög vel ef þú ert ekki að einbeita þér að smáatriðunum heldur ert að búa til heildarmynd.“ Fyrir nokkrum árum stóðst þú í ströngu við að koma upp um falsan- ir sem eignaðar voru Nínu, var það tæknin sem var að koma upp um falsarana, eða getur þú eitthvað gefið upp um á hverju menn voru að klikka? „Já og nei, en þetta voru nú annars svo lélegar falsanir. Ef maður þekkir efniviðinn vel, þekkir tæknina og hugmyndirnar sem liggja að baki, þá er það svo augljóst í öllum atriðum.“ Ólafur Ingi verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 15. nóv- ember klukkan 14.00. n Komposition Olíumálverk frá 1947. Málari og skáld Nína Tryggvadóttir er einn af eldri meisturum ljóðrænu abstraktmyndarinnar. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Konumynd Olíumálverk frá 1945. Ljóðræn Ólafur Ingi Jónsson segir frá vatnslitamynd Nínu Tryggvadóttur frá 1952 en myndina segir hann gott dæmi um hreina lýríska abstraksjón. Mynd SIGtryGGur ArI Fyrirtæki og verslanir Lukt Metal gler 20x54 cm. Hnífapara/sérvéttur standur 22cm. Við eigum mikið af fallegri gjafavöru Púði-Selur 45x45 Járn platti á standi grár 38x15cm. Kertalukt Geomatric 20cm. Körfusett 3stk 33-30- 25cm (3) Klukka metal 82x78. Viðarbakki 20cm. Keramik lukt 3-teg. 15cm. Borð Retro 2stk.sett 45cm. 41cm. Dagatal metal 27cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.