Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 13.–16. nóvember 201512 Fréttir Þoturnar Einkaþoturnar á Reykjavíkurflugvelli þögnuðu við hrunið en veruleg breyting hefur orðið þar á t öluverð fjölgun hefur orðið á einkaþotum sem eiga leið um Reykjavíkurflug­ völl það sem af er ári frá því sem var í fyrra. Áætl­ að er að fjölgunin milli ára nemi 30–40 prósentum og er búist við enn meiri fjölgun á næsta ári. Enn er þó langt í land að fjöldinn nái þeim gríðarlega fjölda slíkra lúxus­ flugfara sem hingað lögðu leið sína á árunum fyrir hrun en vís­ bendingar eru um að verið sé að þenja á ný þoturnar sem þögnuðu við hrunið. „Þetta er vaxandi og við búumst við meiru á næsta ári, þegar Ís­ lendingar verða byrjaðir að kaupa aftur,“ segir Einar Hrafn Jónsson, rekstrarstjóri BIRK Flight Services sem sinnir þjónustu við einkaflug­ vélar á Reykjavíkurflugvelli. Töluverð fjölgun Einar Hrafn segir að ekki séu til ná­ kvæmar tölur um einkaþotur sér­ staklega en miðað sé við vélar yfir 10 tonnum. „Og það hefur verið að færast í aukana, sérstaklega frá 2013. Það var mikil lægð yfir því frá 2008 til 2010 en síðan er þetta byrjað að aukast á ný.“ Einar segir að þeir miði við að einkaþotur séu um 30 prósent af vél­ unum sem þangað komi yfir árið. „Það sem af er ári hafa um 350 þotur komið, miðað við einhverjar þús­ undir á ári fyrir 2008. Við búumst við að þetta endi kannski í 400 yfir árið hér. Sem er kannski 30–40 prósenta aukning frá því í fyrra þegar þær voru um 200–250. Þannig að þetta fer vaxandi,“ segir Einar sem seg­ ir aðspurður að lágpunkturinn hafi verið í kjölfar hrunsins 2008–2009 þegar fjöldinn hríðféll. Einkaþotukapphlaup í góðærinu Íslendingar hættu nær algjörlega að ferðast um á einkaþotum eftir hrun en á árunum fyrir hrun voru íslensk fyrirtæki og auðmenn áber­ andi í einkaþotubransanum þar sem hefðbundið áætlanaflug þótti viðskiptalega óhagstætt í hröðum heimi viðskiptanna. Fyrir hrun voru einkaþotur fararmáti fjár­ málaheimsins og þegar íslenska útrásin og góðærið stóð sem hæst var vart þverfótað fyrir einkaþot­ um sem ýmist voru í einkaeigu eða í eigu fyrirtækja helstu leik­ enda viðskiptalífsins. Hundruð milljóna voru greiddar fyrir einka­ þotuþjónustu og milljarðar reiddir fram til að kaupa einkaþotur. Sem dæmi má nefna að fjallað var um að Bakkavararbræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, hefðu á sín­ um tíma keypt flottustu einkaþotu landsins af tegundinni Gulfstream sem metin var á um fjóra milljarða. Björgólfur Thor Björgólfsson og Jón Ásgeir Jóhannesson voru aðrir nafntogaðir athafnamenn sem áttu einkaþotur. Þá var einnig fjallað um það sumarið 2008 þegar fjárfestir­ inn Róbert Wessman kvaðst vera á hrakhólum með Hawker­einka­ þotur fjárfestingafélags síns, Salt In­ vestment, og fór fram á að reist yrði tvö þúsund fermetra flugskýli fyrir gripina. Hávaðamengun Svo mikill var ágangur einkaþot­ anna orðinn á árunum fyrir hrun að íbúar í nágrenni við Reykjavíkur­ flugvöll sáu sig tilneydda til að kvarta yfir síaukinni hávaðamengun undir lok ársins 2007. Við lendingu gefa einkaþoturnar frá sér meiri hávaða en hefðbundnar farþegaflugvélar en þotugnýrinn þagnaði svo um mun­ aði við hrunið og líkt og Einar bend­ ir á hurfu íslensku einkaþoturnar af radarnum. Auðugir ferðamenn og kröfuhafar Þó að einkaþotubransinn hafi átt und­ ir högg að sækja á heimsvísu frá fjár­ málahremmingunum veturinn 2008 þá eru það erlendir auðmenn, auðugir ferðamenn og fyrirtæki sem standa undir umferðinni hér á landi nú. Að sögn Einars varð algjör sprenging í júlí síðastliðnum, á há­ punkti ferðamannavertíðarinnar, um 5–15 einkaþotur voru hér á hverjum degi. Þá er, samkvæmt heimild­ um DV, óhætt að eigna kröfu höfum föllnu bankanna og fulltrúum þeirra hlutdeild í þeirri einkaþotuumferð sem verið hefur hér undanfarin misseri í tengslum við eftirfylgni, utan umhald og uppgjör á slitabúum gömlu bankanna. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Það sem af er ári hafa um 350 þotur komið Láta á sér kræla á ný Veruleg aukning hefur orðið á umferð einkaþota um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Mynd úr SAfni Ein sú þekktasta Björgólfur Thor Björgólfsson var einn af ríkustu mönnum heims samkvæmt Forbes fyrir hrun, og átti glæsilega lúxuseinkaþotu í samræmi við það. Þandar á ný týndi hænunum sínum „Þær fóru þarna á eitthvert flakk, líklega voru þær bara að leita sér að mat,“ segir Dögg Hjaltalín, en fjórar hænur á hennar vegum flúðu af heimilinu á miðvikudag. Það var blaðamaður DV sem rak augun í hænurnar þar sem þær gengu í beinni röð syðst yfir Framnesveginn. Þær leituðu svo skjóls hjá nærliggjandi fjölbýlis­ húsi. Eins og sést á myndunum stilltu þær sér upp þegar mynd­ irnar voru teknar af þeim, líklega þar sem þær höfðu blaðamann­ inn grunaðan um að luma á æti. Lýst var eftir eigendunum á Facebook­síðu þar sem Vestur­ bæingar í Reykjavík eru og beindust þá öll spjót í fyrstu að Vesturbæingnum fræga, Gísla Marteini Baldurssyni. Hann sór þó hænurnar af sér, og kom síðar í ljós að það var Dögg Hjaltalín, útgefandi hjá Sölku forlagi sem átti hænurnar. „Þær hafa nú oft flúið,“ segir Dögg sem útskýrir að hænurnar eigi það til að leita út fyrir girðinguna að æti. „Við gefum þeim alltaf alla afganga á heimil­ inu, það er því óhætt að segja að hér sé engu sóað,“ útskýrir Dögg og bætir við að þær hafi líklega verið orðnar svangar á ný. Hún segir hænurnar nokk­ uð víðförlar. „Eitt sinn komst ein hænan alla leið niður í Vestur­ bæjarskóla,“ segir Dögg en þá hafði hundur hrakið hana á skólalóðina. Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.