Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 13.–16. nóvember 201526 Fólk Viðtal getur lært hvað sem er. Kannski á hún eftir að gera það, hver veit,“ segir Svanhildur og játar því að þær mæðgur hafi ávallt verið góðar vinkonur. Það er ekki hægt að eiga betri vini en börnin sín. Ég er afar stolt af báðum börnum mínum. Þau hafa aldrei farið í neitt rugl eða vitleysu og hafa náð langt hvort á sínu sviðinu.“ Keppti í Miss Universe Alveg frá því að Svanhildur steig fyrst á svið hefur hún verið á meðal glæsilegustu kvenna lands- ins og er enn. Það þarf því engan að undra að hún hafi verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe ár sínum tíma en keppn- in var haldin í Flórída í Bandaríkj- unum. „Ég var fengin til að keppa hér heima í Ungfrú Ísland á þeim forsendum að ég fengi annað sætið. Það var sem sagt einhver klíku- skapur í gangi. Mér leist vel á enda fólst í öðru sætinu ferð til útlanda. Sjokkið var því mikið þegar ég lenti í fimmta sæti en svo fór á endanum að ég fór í stað þeirrar sem hafði endaði í öðru sæti. Keppnin úti var mikil lífsreynsla og þótt ég hafi ekki komist í úrslit hafði ég gam- an af. Helst hefði ég viljað landa fyrirsætu samningi en ég var of lág- vaxin, kannski sem betur fer því þá hefði ég aldrei kynnst Gauki. Þetta fór örugglega bara eins og þetta átti að fara.“ Öllum þessum árum síðar hefur Svanhildur ennþá jákvætt viðhorf gagnvart fegurðarsamkeppnum. „Ef stelpur vija fá að spóka sig um og fá sínar 15 mínútur af frægð finnst mér að þær megi gera það í friði. Mér fannst skemmtilegt að taka þátt í þessu. En einu sinni var nóg fyrir mig.“ Heilsan mikilvægust Aðspurð um leyndarmálið að æskubrunninum nefnir hún já- kvæðnina. „Ég er ekkert að hugsa um það hvað tímanum líður og neita að setja mig í einhver ellispor. Ég er bara eins og ég er og ef ein- hverjum finnst ég ungleg þá þakka ég fyrir það. Ætli útvarpið hafi ekki bara yngjandi áhrif og svo auðvit- að djúsinn minn sem ég drekk á hverjum morgni. Ég var alltaf í leik- fimi hér áður fyrr en í dag hreyfi ég mig ekki markvisst þótt ég sé vissu- lega alltaf á miklu spani. Fólk á ekki að þurfa að taka upp ákveðið útlit eftir vissan aldur. Maður á bara þetta eina líf og það er engin ástæða til að setja sig á einhvern ellibás. Ég held bara áfram og það er það eina sem virkar. Auðvitað er heilsan mikilvægust og ég veit ekki betur en að ég sé stálslegin.“ Örugg á senu Þrátt fyrir fjölbreyttan og við- burðaríkan feril sem ein af þekkt- ustu dægurlagasöngkonum lands- ins segist Svanhildur hlédræg. „Ég hef aldrei verið framhleypin þótt undarlegt megi virðast. Uppi á senu er maður í öðrum heimi og í öruggu skjóli. Það er allt öðruvísi en að vera innan um fólk. Ég get raulað lag uppi á senu en finnst erfitt að koma fram og halda ræðu. Eflaust gæti ég það ef ég þyrfti en ég hef ekki leitast eftir því,“ segir hún og bætir við að það sé aldrei að vita nema jólatónleikarnir séu upphafið að fleiri tónleikum. „Ég var á Rósenberg tvisvar á árinu svo það er aldrei að vita hvað verður. Maður á aldrei að segja aldrei. Mér fannst ég aldrei geta neitt án Gauks enda var ég alltaf með honum og undir hans verndar- væng. Hann studdi mig alltaf með ráð og dáð. En svo fann ég á Rósen- berg að ég get þetta kannski líka án hans! Það var stór uppgötvun. Anna Mjöll kemur til landsins um mánaðamótin og þá hefjast æf- ingar. Við erum þegar farnar að æfa okkur hvor í sínu lagi. Þetta verð- ur örugglega skemmtilegt enda svo fínir tónlistarmenn með okkur. Þeir gætu ekki verið betri.“ Jólin erfiðari Hún segir jólahátíðina vissu- lega með breyttu fyrirkomulagi nú þegar Ólafur Gaukur er fallinn frá. „Ég sakna hans á hverjum degi en auðvitað eru jólin erfiðari. Ég hef dvalið með börnunum mín- um um jólin og það er fínt. Ég hef alltaf verið jólabarn og haft voða- lega gaman í kringum jólin. Þessi hátíð var í uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég veit ekki hvort ég fer út þessi jólin eða hvort ég verð bara hér með jólasveininum og Prinsi mínum. Ég á eftir að taka þá stóru ákvörðun. Ég hef upplifað jólin bæði í Los Angeles og í New Hampshire þar sem Andri Gaukur bjó áður en í dag býr hann með fjölskyldu sinni í hitanum í Arizona og unir hag sínum vel. Mér fannst voða- lega þægilegt að vera úti yfir jólin. Stemmingin er allt önnur en hér heima, róleg en góð. Stemmingin hér heima hefur vissulega líka sinn sjarma en þetta er tvennt ólíkt. Í fyrra keyrðum við Anna Mjöll nið- ur á strönd í Los Angeles á að- fangadag. Það var ekki það heitt að það væri hægt að fara í sjóinn en við gengum um ströndina og nutum sólarinnar. Ég er ekki mikið fyrir snjó og gæti þess vegna verið án hans þótt ég viðurkenni að það er afskaplega fallegt að fá smá drífu yfir hátíðarnar. Það er nátt- úrulega alvöru jólastemming.“ Finnur fyrir honum En hefur hún ekki hugsað sér að flytja bara út til að vera nær fjöl- skyldunni eða heldur einhver í hana hér? „Það er þá helst hund- urinn minn sem heldur í mig hér heima. Enginn annar og ég er ekki viss um að það verði nokkurn tímann einhver annar. Ég held að ég sé eins manns kona. Allavega eins og staðan er í dag. Við Gaukur vorum svo lengi saman og höfðum engan áhuga á að breyta því. Okkur Prinsi líður líka voðalega vel saman,“ segir Svanhildur brosandi og játar því að finna stundum fyrir nálægð Ólafs Gauks. „Mér finnst hann stundum sitja í stólnum sínum í stofunni. Ég hugsa að hann sé þar að horfa á sjónvarpið. Það gæti vel verið.“ n „Cal hafði geng- ið með grasið í skónum á eftir henni í mörg ár, alveg þar til hún lét til leiðast Glæsileg kona Svanhildur hefur verið ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins auk þess að starfa við dagskrárgerð í útvarpi. Mynd SiGtryGGUr Ari „Ég er bara eins og ég er og ef ein- hverjum finnst ég ungleg þá þakka ég fyrir það. og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.