Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 13.–16. nóvember 20152 Fréttir Búllurnar skila Tomma tugmilljónum króna n Hamborgarabúlla Tómasar opnar í Árósum og á Ítalíu n Bandaríkin í sigtinu Þ etta er mikil vinna og af­ rakstur stöðugrar yfirlegu enda kemur ekki rafmagn á peruna nema maður stígi aðeins á pedalana,“ segir Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, um góða afkomu einkahlutafélags­ ins Hamborgarabúlla Tómasar en hagnaður þess í fyrra nam 21 milljón króna og tvöfaldaðist frá fyrra ári. Félagið heldur utan um tekjur Tomma af rekstri Búllustaðanna við Bíldshöfða og Ofanleiti, eignarhlut hans í veitingastöðunum tveimur í London sem reknir eru undir hans vörumerki og sérleyfissamningum við eigendur hinna níu hamborgara­ staðanna sem finna má hér á landi og á meginlandi Evrópu. Það átti eign­ ir upp á 158 milljónir króna í árslok 2014 en skuldaði þá einungis 66 millj­ ónir. Eigið fé félagsins, sem Tommi á 55% hlut í, var því jákvætt um rúmar 92 milljónir við síðustu áramót. „Þetta „lúkkar“ allt saman voða flott og stórt en þessu fylgir mikið vesen og verkefni sem þarf að leysa á hverjum degi.“ Vinna með Mikkeller Tommi er nýkominn heim frá Nor­ egi en hann gerði í fyrra samning við íslenska athafnamenn sem opn­ uðu í síðasta mánuði Hamborgara­ búllu Tómasar í Ósló. Þar með er búið að opna sex staði í Evrópu á síðustu þremur árum. Tveir eru í London en hinir í Kaupmannahöfn, Malmö og Berlín. Aðspurður segir Tommi von á frekari landvinningum Búllunnar en eigendur hamborgarastaðar­ ins í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að opna nýjan stað í Árósum í Dan­ mörku. Staðurinn verður rekinn við götuna Jægergårdsgade í miðborg Ár­ ósa og við hliðina á nýjum bar danska örbrugghússins Mikkeller. Bjórfram­ leiðandinn kynnti fyrr í haust nýjan bjór sem er nefndur eftir Búllunni og skartar mynd af Tomma með grátt og mikið skegg sem hann safnaði skömmu eftir hrun til að mótmæla stýrivaxtahækkunun Seðlabankans. „Við erum búnir að fá húsnæði í Árósum og þar verðum við með veitingarými við hliðina á Mikkeller. Þar verður líklega einnig vel þekktur pítsustaður frá Kaupmannahöfn sem heitir Mother. Þetta verður ekki eins og Stjörnutorgið í Kringlunni en við verðum þarna saman en hver og einn staður með sinn sjálfstæða karakter og rekstur,“ segir Tommi. Horfir vestur um haf „Svo er ekki ólíkegt að það verði opnaður annar staður í Mílanó eða Róm á Ítalíu innan hálfs árs,“ svar­ ar Tommi spurningu blaðamanns um hvort Búllan ætli að láta staðar numið við sjöunda hamborgarastað­ inn í Evrópu. „Þar er um að ræða við­ skiptafélaga sonar míns, sem er Ítali og þekkir bæði Róm og ítalska um­ hverfið mjög vel, sem vill opna stað­ inn. Það er nauðsynlegt þegar maður fer inn á ný svæði að vera með innan­ búðarmenn sem þekkja sitt nánasta umhverfi. Maður er þarna að ryðjast inn á vettvang sem maður þekkir ekki og við eigum eftir að taka þátt í rekstrinum með þeim.“ Tommi viðurkennir aðspurð­ ur að honum langi einnig að opna hamborgarastað í Bandaríkjunum. „Það er eins og að selja bakara­ barni brauð að opna hamborgara­ stað í Bandaríkjunum. En ekki að það blundi ekki í manni að láta reyna á það að fara vestur um haf. Maður veit aldrei sína ævi fyrr en öll er.“ n 20.000 hamborgarar Hagnaður Hamborgarabúllu Tómasar ehf. nam 21 milljón króna í fyrra. Fyrir þá upphæð má kaupa 20.000 Búlluborgara eða rúmlega ellefu þúsund Tilboð aldar- innar, tilboð sem inniheldur, hamborgara, franskar og gos. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Þetta „lúkkar“ allt saman voða flott og stórt en þessu fylgir mikið vesen. Hamborgarabúllan Tommi opnaði fyrstu Búlluna í apríl 2004. Hann rekur í dag tvo staði hér á landi og segist hafa verið einstaklega heppinn með starfsfólk. Hinir eru reknir með samþykki hans og sérleyfissamningum við Hamborgarabúllu Tómasar ehf. Myndir siGtryGGur ari L ögreglumaður á Austurlandi, Stefán Pedro Cabrera, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, fjár­ svik og brot í opinberu starfi. Brotin áttu sér stað 2013 og 2014 en hann var meðal annars ákærður fyrir að sekta erlenda ferðamenn fyrir hraðakstur um mun hærri upphæð en lög leyfa. Peningunum stakk hann svo í eigin vasa. Vísir greinir frá því að dómur sé fallinn í málinu, en ekki er búið að birta hann á dómstólavefnum. Lög­ reglumaðurinn var ákærður fyrir að draga sér hátt í eina miljón króna en ákæruliðirnir voru tuttugu og einn. Hann var meðal annars ákærður fyrir rangar sakargiftir með því að hafa stöðvað ökumann í júní 2013. Sagði hann ökumanninum, konu, að bifreiðin hefði mælst á 105 kíló­ metra hraða þegar hið rétta var að bifreiðinni var ekið á 75 kílómetra hraða. Hafði hann læst hraðamæl­ inn í 105 kílómetrum. Hann lét öku­ manninn greiða 25 þúsund krónur í sekt. Niðurstaða Héraðsdóms Norður lands eystra hafi verið að dæma manninn í tíu mánaða fang­ elsi, en ekki hefur verið greint frá því hvort dómurinn er skilorðs­ bundinn eða ekki. n einar@dv.is Lögreglumaður dæmdur í fangelsi Talinn hafa haft tæpa milljón upp úr krafsinu Kæra frávísun Atlantic Green Chemicals (AGC) hefur ákveðið að kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjaness í máli fyrirtækisins gegn Reykjanesbæ, Reykjanes­ höfn og Thorsil ehf. sem það höfðaði vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að neita því um lóð í Helguvík sem það telur sig hafa fengið úthlutað. AGC vill byggja lífalkóhól­ og glýkólverksmiðju í Helgu­ vík en Jón Jónsson, lögmað­ ur fyrirtækisins, fullyrðir að stjórnendur Reykjaneshafnar, sem er í eigu Reykjanesbæjar, hafi lofað AGC lóð á athafna­ svæðinu árið 2011 en að henni hafi síðar verið úthlutað til Thorsil. Staðsetningin skipti AGC miklu máli, bæði út af nálægðinni við Helguvíkur­ höfn en einnig vegna þess að fyrirtækið ætlar sér að nýta af­ gangsvarmaorku frá kísilveri United Silicon á næstu lóð. BURT MEÐ MÚSARÚLNLIÐ Ei algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna Léir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi duopad.is Náúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is – ‹árfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnboga með vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðum og öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært. Alvarlegt flugslys Flugvél með tvo innanborðs brotlenti við Kleifarvatn í Hafnar­ firði. Rannsóknarnefnd sam­ gönguslysa var á vettavangi þegar blaðið fór í prentun en búist var við því að björgunaraðgerðir héldu áfram fram á kvöld. Engar upplýsingar höfðu fengist um líðan einstaklinganna sem voru í borð í flugvélinni, en slysið var alvarlegt og viðbúnaður björgunarsveita, sjúkraflutninga­ manna og Landhelgisgæslunn­ ar var mikill. Neyðarkall barst frá vélinni á fimmtudagseftirmiðdag og fannst hún um klukkan fjögur. Þrír kílómetrar eru frá veginum að flaki vélarinnar og var erfitt að komast að henni nema með þyrlu eða fótgangandi. Tæknideild lög­ reglunnar var einnig að störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.