Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 29
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Kynningarblað - Gæðakaffi 5 F lestir þekkja Tíu dropa við Laugaveg sem huggulegt og sjarmerandi kaffihús og telja að það sé aðeins opið yfir daginn. Færri vita að á kvöldin breytast Tíu dropar í heillandi vínb­ ar og djassklúbb þar sem í boði er lif­ andi tónlist á hverju einasta kvöldi. „Hér eru í boði sjö tegundir af rauðvíni og sex tegundir á hvítvíni á glasi, en ég held að slíkt úrval sé ekki algengt í bænum. Auk þess erum við með tvær tegundir á krana, Tuborg Classic og síðan alltaf einhverja ís­ lenska tegund, það er breytilegt hverju sinni, til dæmis Leifur heppni eða Úlfur,“ segir Fanney Gunnars­ dóttir, rekstrarstjóri á Tíu dropum. „Við erum með afar ólíkan kúnna­ hóp á daginn og á kvöldin. Túrist­ arnir koma meira á daginn en Ís­ lendingarnir eru meira áberandi á kvöldin. Við erum með sama mat­ seðil í gangi frá því við opnum á morgnana og til sex á kvöldin en eftir þann tíma er matseðillinn ein­ faldari. Meðal þess sem er vin­ sælt á matseðli er franska kjötsúp­ an sem margir koma til að fá sér í hádeginu. Þá koma margir hingað í „brunch“ en við afgreiðum hann til klukkan sex alla daga. Þá er vinsælt að koma hingað í morgunmat og fá sér „brunch“, salöt, beyglur eða ristað brauð.“ Staðurinn breytir síðan mikið um svip á kvöldin en auk hins mikla létt­ vínsúrval á glasi skapar lifandi tón­ list staðnum mikla sérstöðu þar sem hún er í boði hvert einasta kvöld. Gestir kaupa gjarnan ostabakka með rauðvíninu á kvöldin. Tónlistardag­ skrá hverrar viku er sett inn á Face­ book­síðu staðarins, https://www. facebook.com/TiuDropar/?fref=ts, á mánudögum og þar er gott að fylgj­ ast með því sem í boði er. „Hér er hvert sæti upptekið á kvöldin og frábær stemning. Mér er sagt að þetta sé vinsæll deitstaður á kvöldin enda stemningin kósí og rómantísk,“ segir Fanney. Sætar kaffibaunir Framúrskarandi hráefni og vel þjálf­ að starfsfólk eru lykillinn að gæða­ kaffi hjá Tíu dropum, segir Fanney: „Kaffið hérna er ítalskt og heitir Piazzo D‘oro og við kaupum þetta í gegnum Ölgerðina. Ég vel baunirn­ ar inn sjálf, Estremo heita þær og eru frekar sætar. Ég vel þær einmitt vegna þess að þær eru í sætari kantinum og það kunna mínir gestir vel að meta. Þær eru líka olíukenndar en ekki þurrar. Það er líka lykill að góðu kaffi á staðnum að allt starfsfólkið hefur farið á kaffinámskeið. Alvörubaunir og fólk með alvöru þjálfun eru lyk­ illinn að gæðakaffi á staðnum. Við höfum reyndar líkar fengið hrós fyrir uppáhellta kaffið okkar sem er Cafe Noir en það er ótakmörkuð áfylling af því fyrir gestina.“ n Tíu dropar við Laugaveg Kaffihús á daginn – vínbar og djassklúbbur á kvöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.