Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Qupperneq 29
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Kynningarblað - Gæðakaffi 5 F lestir þekkja Tíu dropa við Laugaveg sem huggulegt og sjarmerandi kaffihús og telja að það sé aðeins opið yfir daginn. Færri vita að á kvöldin breytast Tíu dropar í heillandi vínb­ ar og djassklúbb þar sem í boði er lif­ andi tónlist á hverju einasta kvöldi. „Hér eru í boði sjö tegundir af rauðvíni og sex tegundir á hvítvíni á glasi, en ég held að slíkt úrval sé ekki algengt í bænum. Auk þess erum við með tvær tegundir á krana, Tuborg Classic og síðan alltaf einhverja ís­ lenska tegund, það er breytilegt hverju sinni, til dæmis Leifur heppni eða Úlfur,“ segir Fanney Gunnars­ dóttir, rekstrarstjóri á Tíu dropum. „Við erum með afar ólíkan kúnna­ hóp á daginn og á kvöldin. Túrist­ arnir koma meira á daginn en Ís­ lendingarnir eru meira áberandi á kvöldin. Við erum með sama mat­ seðil í gangi frá því við opnum á morgnana og til sex á kvöldin en eftir þann tíma er matseðillinn ein­ faldari. Meðal þess sem er vin­ sælt á matseðli er franska kjötsúp­ an sem margir koma til að fá sér í hádeginu. Þá koma margir hingað í „brunch“ en við afgreiðum hann til klukkan sex alla daga. Þá er vinsælt að koma hingað í morgunmat og fá sér „brunch“, salöt, beyglur eða ristað brauð.“ Staðurinn breytir síðan mikið um svip á kvöldin en auk hins mikla létt­ vínsúrval á glasi skapar lifandi tón­ list staðnum mikla sérstöðu þar sem hún er í boði hvert einasta kvöld. Gestir kaupa gjarnan ostabakka með rauðvíninu á kvöldin. Tónlistardag­ skrá hverrar viku er sett inn á Face­ book­síðu staðarins, https://www. facebook.com/TiuDropar/?fref=ts, á mánudögum og þar er gott að fylgj­ ast með því sem í boði er. „Hér er hvert sæti upptekið á kvöldin og frábær stemning. Mér er sagt að þetta sé vinsæll deitstaður á kvöldin enda stemningin kósí og rómantísk,“ segir Fanney. Sætar kaffibaunir Framúrskarandi hráefni og vel þjálf­ að starfsfólk eru lykillinn að gæða­ kaffi hjá Tíu dropum, segir Fanney: „Kaffið hérna er ítalskt og heitir Piazzo D‘oro og við kaupum þetta í gegnum Ölgerðina. Ég vel baunirn­ ar inn sjálf, Estremo heita þær og eru frekar sætar. Ég vel þær einmitt vegna þess að þær eru í sætari kantinum og það kunna mínir gestir vel að meta. Þær eru líka olíukenndar en ekki þurrar. Það er líka lykill að góðu kaffi á staðnum að allt starfsfólkið hefur farið á kaffinámskeið. Alvörubaunir og fólk með alvöru þjálfun eru lyk­ illinn að gæðakaffi á staðnum. Við höfum reyndar líkar fengið hrós fyrir uppáhellta kaffið okkar sem er Cafe Noir en það er ótakmörkuð áfylling af því fyrir gestina.“ n Tíu dropar við Laugaveg Kaffihús á daginn – vínbar og djassklúbbur á kvöldin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.