Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 42
Helgarblað 13.–16. nóvember 201534 Sport Sextíu og fjögurra reita veisla í Laugardalshöll T uttugasta Evrópumót lands- liða í skák hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni í dag, 13. nóvember, og stendur til 22. nóvember. Um er að ræða einn stærsta viðburð sem Skáksam- band Íslands hefur ráðist í síðan ein- vígi aldarinnar á milli Boris Spassky og Bobbys Fischer fór fram í sama húsnæði árið 1972. Alls munu um 330 keppendur tefla á mótinu og þar af margir af sterkustu skákmönnum heims. Sá þekktasti er heimsmeist- arinn sjálfur Magnus Carlsen sem leiðir ungt lið Norðmanna í mótinu. Allar frekari upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu mótsins en þess má geta að allar skákirnar verða sendar út í beinni útsendingu og mun enski stórmeistarinn Simon Williams sjá um skákskýringar á netinu. Teflt í tveimur flokkum Teflt er í tveimur flokkum, opnum flokki þar sem þrjátíu og átta lands- lið eru skráð til leiks, og kvennaflokki þar sem liðin eru 30 talsins. Í hverju liði eru fimm keppendur og tefla fjór- ir skákmenn í hverri umferð en alls verða tefldar níu umferðir. Liðin safna stigum, til dæmis fást 2 stig fyrir sigur, en tveir og hálfur vinningur eða nægja til sigurs. Eitt stig fæst ef liðin gera jafntefli. Það lið sem tapar fær eðli- lega ekkert stig. Þau lið sem standa uppi með flest stig eftir umferðirnar níu verða krýnd Evrópumeistarar. Rússar sterkastir í opnum flokki Rússneska landsliðið mætir grátt fyrir járnum til Reykjavíkur og leggur mik- ið upp úr því að ná góðum árangri í mótinu. Ljósmyndir af liðinu í æf- ingabúðum hafa gengið um samfé- lagsmiðla þar sem áherslan hefur ver- ið á skákþjálfun og líkamsrækt. Eins og margir þekkja þá safna skákmenn svokölluðum FIDE- eða Elo-stigum en stigin eiga að segja til um styrkleika þeirra. Keppendur í opnum flokki eru með styrkleika frá 2.200 stigum og upp í 2.850 stig heimsmeistarans Carlsen sem er stigahæsti skákmaður heims. Stigin eru þess eðlis að menn fá stig fyrir góðan árangur en tapa þeim jafnharðan aftur ef úrslitin eru slæm og því gefa stigin nokkuð raunsanna mynd af styrkleika skákmanna. Ofurstórmeistarar eru þeir sem eru með yfir 2.700 stig og eru slíkir skák- menn almennt taldir allt því ómann- legir. Aðeins eru 42 ofurstórmeistarar í heiminum þegar þessi orð eru rit- uð, þeim kemur til með að fækka eða fjölga eftir þetta mót, og til marks um styrk Rússanna þá eru allir liðsmenn þeirra yfir þessum stigafjölda. Þrátt fyrir það þá gengur Rússun- um yfirleitt illa í þessum liðakeppn- um. Einstakir liðsmenn eru stjörnur í heimalandi sínu og í skáksamfélaginu en þeim virðist ganga illa að berjast fyrir hver annan. Síðast stóð rúss- neska liðið uppi sem sigurvegari árið 2007 en titillinn rann þeim úr greip- um árin 2009, 2011 og 2013. Það er því mikil pressa á liðinu að vinna mótið í ár en leiðtogi liðsins er ólíkindatólið Alexander Grischuk sem nýlega varð heimsmeistari í hraðskák. Hann er afar skemmtilegur karakter og þekkt- ur fyrir að nota mikinn tíma í hverja skák sem endar síðan með gríðar- legu tímahraki undir lok skákarinnar. Sannkallaður skemmtikraftur. Úkraína, Aserbaídsjan og Armenía líkleg Liðin sem koma líklega til með að veita Rússunum mesta samkeppni eru lið Úkraínu, Aserbaídsjan og Armeníu. Úkraínumenn mæta til leiks með ógnarsterkt lið þar sem hinn magnaði Vassily Ivanchuk er í broddi fylkingar. Hann hefur í áratugi verið í fremstu röð skákmanna heims og óumdeilt er að hæfileikar hans eru einstakir. Andlega hliðin hefur þó reynst honum fjötur um fót allan hans feril og maður veit aldrei hversu sterkur hann er þegar á hólminn er komið. Heili mannsins er þó eitthvert undraverk því blaðamaður varð vitni að því þegar skorað var á hann í byrj- un tveggja vikna skákmóts í Tyrklandi að læra tyrknesku. Á lokahófinu hélt Ivanchuk langa ræðu á tungumáli heimamanna og komst víst vel frá því. Aserar eru núverandi Evrópumeistarar síðan árið 2013 en þeir höfðu einnig sigur árið 2009. Þeir eru að mati blaðamanns líkleg- ir til afreka í ár. Stjörnur liðsins eru snillingarnir Teimour Radjabov og Shakriyar Mamedyarov sem þrátt fyrir ungan aldur hafa lengi verið í fremstu röð skákmanna heims. Í fyrra lést einn sterkasti skákmaður Asera, Vugar Gashimov, sem greindist með heilaæxli aðeins 27 ára að aldri sem var gríðarlegt áfall fyrir skák- líf í landinu. Aserarnir hafa það fram yfir önnur lið að samheldnin innan liðsins er gríðarleg og greinilegt að vináttan innan liðsins er mikil. Það sama má segja um lið Armena. Þrátt fyrir að vera aðeins í sjötta sæti í styrkleikaröðinni þá nær liðið yfirleitt gríðarlega góðum ár- angri í liðakeppnum og ræður þar samheldni og vinátta liðsmanna mestu. Það skemmir að vísu ekki fyrir að hafa sjálfan Levon Aronian á fyrsta borði liðsins en í tæpan áratug hefur hann verið einn allra sterkasti skákmaður heims og sá sem lengi var talið að mundi veita Carlsen mesta samkeppni um heimsmeist- aratitilinn. Þrátt fyrir að þessi lið séu líklegust til afreka þá getur allt gerst. Á Evrópumóti landsliða í gríska bæn- um Porto Carras árið 2011 stóðu Þjóðverjar uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir að vera aðeins í tíunda sæti í styrkleikaröðinni fyrir mótið. Þrjú lið líklegust í kvennaflokki Samkeppnin er ekki eins mikil í kvennaflokknum þó að baráttan um gullið verði alveg jafn spennandi. Þrjú lið eru í algjörum sérflokki, Georgía, Rússland og ríkjandi Evrópumeistarar Úkraínu. Georgíu- menn eru stigahæstir en leiðtogi liðsins er stórmeistarinn Nana Dzagnidze sem er stigahæsta skák- kona mótsins. Þrátt fyrir óumdeilda getu þá hafa Georgíukonur ekki átt góðu gengi að fagna í liðakeppn- um og því verður fróðlegt að fylgjast með þeim í Laugardalshöllinni. Rússnesku skákkonurnar eru langlíklegastar til að standa uppi sem sigurvegarar. Þær hafa unnið þrjú síðustu Ólympíumót kvenna með yfirburðum og höfðu unnið þrjá Evrópumeistaratitla í röð þar til þær þurftu að lúta í lægra haldi fyrir úkraínsku skákkonunum fyrir tveimur árum. Þá var hins vegar stigið fast til jarðar í rússneska skák- sambandinu og svo fór að sterkasta skákkona Úkraínu, stórmeistarinn Katarina Lahno, skipti um ríkisfang og gekk til liðs við Rússland. Auk Lahno skipa liðið stórmeistararnir Alexandra Kosteniuk og Valentina Gunina. Þær verða illviðráðanlegar. Úkraínukonur eru þær þriðju sterkustu samkvæmt stigum. Skarð áðurnefndar Lahno var hins vegar fyllt með ungri skákkonu, stórmeist- aranum Önnu Muzychuk, sem öll- um að óvörum varð heimsmeistari kvenna nýverið. Hún leiðir liðið ásamt eldri systur sinni Maríu og mun mikið mæða á Muzychuk-fjöl- skyldunni ef Úkraína á að verja titil sinn. Ekki er raunhæft að önnur lið geti gert atlögu að titlinum en Pól- land, Frakkland og Armenía gætu vel náð verðlaunasæti ef allt gengur upp. Fjórmenningaklíkan snýr aftur Ísland fékk að tefla fram tveimur lið- um í opna flokkum. Fyrra liðið er skipað sterkustu virku skákmönn- um landsins og þar er stórmeist- arinn Hannes Hlífar Stefánsson í broddi fylkingar. Hannes hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfar- ið og staðið uppi sem sigurvegari á tveimur sterkum alþjóðlegum skák- mótum nýverið. Íslands- meistarinn Héðinn Stein- grímsson er á öðru borði og nýjasti stórmeistari okkar Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, er á þriðja borði. Stórmeistarinn Henrik Danielsen er á fjórða borði og verðandi stórmeistarinn, Guðmundur Kjartansson, er varamaður liðsins. Seinna íslenska liðið er mjög athyglisvert en það ber heitið Iceland Legends. Þar munu þekktustu skák- menn þjóðarinnar, hin svo- kallaða fjórmenningaklíka, dusta rykið af taflmönnun- um og tefla aftur fyrir Íslands hönd eftir áratuga hlé á þeim vettvangi. Það gerðu þeir svo sannarlega með glæsi- brag á sínum tíma en mestu afrekin voru fimmta sæti á Ólympíumótinu í Dúbaí 1988 og sjötta sætið á Ólympíumótinu í Maníla 1992. Sennilega tvö mestu afrek íslenskr- ar skáksögu. Um er að ræða stór- meistarana Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Mar- geir Pétursson. Varamaður liðsins er síðan goðsögnin Friðrik Ólafsson. Liðið er í 27. sæti í styrkleikaröðinni að þessu sinni en þátttaka þess mun ylja íslenskum skákáhugamönnum um hjartaræturnar. Það verður við ramman reip að draga hjá íslenska kvennaliðinu en liðið er í 29. sæti í styrkleikaröðinni af 30 liðum. Það er skarð fyrir skildi að þrjár þaulreyndar og öflugar skák- konur, Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdótt- ir og Tinna Kristín Finnbogadóttir, eru uppteknar í erfiðu háskólanámi. Hins vegar opnast með því tækifæri fyrir tvær ungar og efnilegar skákkon- ur, Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnús dóttur, sem munu án nokkurs vafa styrkjast gríðarlega við þessa raun. Leiðtogi liðsins er hin öfluga Lenka Ptacnikova sem stát- ar af frábærum árangri með íslenska landsliðinu. Það mun mæða mikið á henni í þessu móti. Á öðru og þriðja borði eru hinar þaulreyndu og öflugu skákkonur Elsa María Kristínardóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir. Sérstak- lega er ánægjulegt að sjá Guðlaugu snúa aftur til leiks eftir nokkurt hlé. En hvað sem verður þá er ljóst að framundan er mikil veisla fyrir ís- lenska og erlenda skákáhugamenn. Hægt er að nálgast aðgöngumiða á midi.is. Verðið er 6.900 krónur fyr- ir allar níu umferðirnar en stakar umferðir kosta 1.400 krónur. Frítt er fyrir 16 ára og yngri. n n Evrópumót landsliða í skák hefst í dag n Flest augu beinast að heimsmeistaranum Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Magnus Carlsen heimsmeistari Leiðir ungt lið Norðmanna sem mun eflaust velgja öðrum liðum undir uggum en ólíklegt verður að teljast að liðið geri atlögu að verðlaunasæti. Evrópumót landsliða Alls munu 330 skákmenn í 68 liðum etja kappi í Laugardalshöll næstu 10 daga. Hjörvar Steinn Grétarsson Nýjasti stórmeistari landsins mun verja heiður lands og þjóðar í mótinu. Aserar með sigurlaunin Hér má sjá lið Aserbaídsjan sem sigraði á Evrópumóti landsliða árið 2009. Vugar Gashimov heldur á bikarnum en hann er nú látinn, aðeins 27 ára að aldri, eftir að hafa greinst með krabbamein í heila. Stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova mun leiða íslenska kvennaliðið og verður algjört lykilatriði að hún finni sig vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.