Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 10
„Það á ekki að dæma hana“ Þ að á ekki að dæma hana, það væri ljótt ef það væri gert. Vegna þess að hún er ekki sú seka, þetta eru að- stæðurnar á spítalanum. Það er spítalinn sem er sekur,“ segir Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guð- mundar Más Bjarnasonar sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut þann 3. október 2012. Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Krist- ín Andrésdóttir bíður nú dóms en hún var ákærð fyrir manndráp af gáleysi í starfi sem hafi leitt til þess að Guðmundur lést. Ingveldur seg- ir í samtali við DV að hún taki það nærri sér hversu illa hafi verið far- ið með Ástu í málinu enda hafi hún aldrei kennt hjúkrunarfræðingn- um um hvernig fór. Í samtali við DV kveðst Ásta þakklát fyrir þann stuðning sem hún hafi fundið fyrir hjá Ingveldi. Treysti sér ekki í dómsal Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Ástu og Landspítalanum fór fram í síðustu viku og lauk á fimmtudag. Rúmum þremur árum eftir að Guðmundur lést, rúmu ári eftir að ljóst varð að Ásta yrði ákærð fyrir manndráp af gáleysi bíður hún nú dóms. Saksóknari fer fram á fjögurra til sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi yfir Ástu, en að Landspítalinn verði sektaður. Ásta heldur fram sakleysi sínu í mál- inu og ber því við að hún muni ekki hvort henni hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók Guðmund Má úr öndunarvél og setti hann á svokallaðan talventil þetta örlagaríka kvöld með þeim af- leiðingum að hann kafnaði. Aðspurð kveðst Ingveldur, sem er 73 ára, hafa fylgst með málinu en hún hafi ekki treyst sér til að vera viðstödd aðalmeðferð málsins. „Úr því að ég er ekki kölluð til sem vitni þá hef ég sleppt því að vera þarna. Ég bara gat þetta ekki. Ég hef reynt að finna mér eitthvað annað að gera til að dreifa huganum. Það er ekkert grín þegar maður lendir í þessu.“ Langar að ræða við Ástu Viðhorf og afstaða Ingveldar og fjölskyldu Guðmundar hefur þótt virðingarverð enda hefur allan tím- ann komið skýrt fram af hálfu henn- ar að þau bera engan kala til Ástu og telja það afskaplega misráðið að höfð- að hafi verið sakamál á hendur henni. n Ingveldur vonar að Ásta Kristín Andrésdóttir verði sýknuð n Hefur aldrei kennt henni um að eiginmaður hennar lést Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Mig langar að sýna henni að ég sannarlega kenni henni ekki um þetta og hef aldrei gert. Ég þarf að ná sambandi við þessa stúlku. Helgarblað 13.–16. nóvember 201510 Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.