Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 13.–16. nóvember 201528 Fólk Viðtal „Það héldu allir að ég myndi vinna“ n Þjóðverjar elska Ásu n Fyrst Íslendinga til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum Big Brother n Heillaði áhorfendur en datt út n Hötuð af öðrum þátttakendum Ása Ástardóttir tekur sjálfa sig ekki of há- tíðlega og leggur mikið upp úr því að hafa gaman af lífinu. Hún datt nýlega út úr raunveruleikaþáttunum Big Brother í Þýskalandi, eftir að hafa slegið í gegn og heillað áhorfendur upp úr skónum. Hana hefur lengi dreymt um frama í sjónvarpi og hefur haldið úti Youtube-rás um tíma þar sem hún setur reglulega inn grínefni og tónlist. Ása vonast til að þátttakan í Big Brother verði stökkpallur fyrir fleiri skemmtileg verkefni og áskoranir í sjónvarpi. Blaðamaður sló á þráðinn til Kölnar, vakti Ásu upp af værum blundi og ræddi við hana um ævintýrið í Big Brother. J á, góðan daginn,“ segir glað- leg rödd á hinum enda línunnar. Eigandinn er Ása Ástardóttir, fyrsti Ís- lendingurinn til að taka þátt í raunverleikaþáttunum Big Brother, sem í íslenskri þýðingu myndi útleggjast sem Stóri bróðir. Ása datt reyndar nýlega út úr þátt- unum í Þýskalandi, en hún lætur það ekki á sig fá. Auðvitað hefði hún viljað vinna, enda keppt um peningaverðlaun upp á 100.000 evrur, eða rúmlega 14 milljónir króna, en upplifunin ein og sér var engu að síður ógleymanleg. „Ég var bara að vakna,“ segir Ása jafn glaðleg þegar blaðamaður hefur kynnt sig og borið upp er- indið. Það er ekki að heyra að hún hafi farið seint að sofa í gær, eft- ir gleðskap, eins og raunin er. En blaðamaður gefur henni engu að síður nokkrar mínútur til að ná áttum og við ákveðum að heyr- ast aftur eftir korter. „Jæja, nú er ég vöknuð og búin að að fá mér lýsi,“ segir Ása enn glaðlegri og hressari korteri síðar. Hún er tilbú- in í daginn. Þrátt fyrir að hafa búið í tíu ár í Köln heldur hún fast í þá íslensku hefð að skola morgun- matnum niður með lýsi og sér enga ástæðu til að breyta því. Í efsta sæti í fimm vikur Það eru reyndar bara nokkrir dagar síðan hún fór að lifa aftur sínu eðlilega lífi eftir sex vikna dvöl í Big Brother-húsinu. En í þáttunum er hópi ólíkra einstak- linga komið fyrir húsi þar sem þeir fá ekki að hafa nein samskipti við umheiminn. Þau eiga bara í sam- skiptum sín á milli og svo auðvit- að við Big Brother sem vaktar þau allan sólarhringinn með mynda- vélum. Þátttakendur þurfa að leysa ýmsar þrautir og oftar en ekki slettist upp á vinskapinn í hópnum. Sá sem heldur út allan tímann, án þess að vera rekinn úr húsinu, stendur uppi sem sigur- vegari. En markmiðið er að heilla áhorfendur, fá þá á sitt band og sækja atkvæði þeirra í símakosn- ingu. Þrátt fyrir að hafa dottið út á þessum tímapunkti er óhætt að segja að Ásu hafi tekist að heilla áhorfendur með líflegri og heiðar- legri framkomu. Og hún gengur sátt frá borði. „Þetta var besta ævintýri sem ég hef lent í. Ég er ekki alveg búin að ná mér. Ég var sett í efsta sæti í fimm vikur og ég veit því ekki alveg hvað gerðist. Það virðist enginn vita það,“ segir Ása og það má greina örlítinn leiða í röddinni. „Það héldu allir að ég myndi vinna þetta. Viðbrögðin hafa líka verið þannig, það fengu einhverjir áfall eftir að ég datt út. En þetta ger- ist víst stundum þegar talið er að einhver sé öruggur. Þá hringir fólk síður inn.“ Hræðilegt að missa snyrtidótið Aðspurð segist hún ekki hafa not- að sérstaka taktík til að heilla áhorfendur. Hún hafi ekki farið inn í húsið með hugmyndir um slíkt. „Ég var bara ég. Það var mjög erfitt að vera í húsinu. Í fyrstu fengum við til dæmis mjög lítinn svefn. Við fengum að fara að sofa um þrjú, fjögur á nóttunni og vorum vakin klukkan átta á morgnana. Við fengum lítið að borða og stund- um bara ekki neitt. Við vorum til að mynda sett í megrun í eina viku, þá fengum við bara kálsúpu að borða. Eina vikuna fékk ég bara hrátt grænmeti. Ég mátti ekki einu sinni steikja það. Í síðustu vikunni sem ég var inni fengum við svo bara kartöflur. Snyrtidótið var líka tekið af okkur í fimmtán daga og það var hræðilegt fyrir manneskju eins og mig,“ segir Ása. Hún lifði það þó af. „Þá fengum við aldrei frið fyrir Big Brother. Það var í raun verið að brjóta okkur niður and- lega allan daginn. En það er það skemmtilega við þetta. Leikurinn á að brjóta fólk niður. Þá sýnir það sitt rétta andlit. Ef maður heldur að maður geti farið inn í húsið og ætlað sér að nota ákveðna taktík, þá er mikill misskilningur að það sé hægt. Maður missir stjórn á lífi sínu og Big Brother stjórnar,“ segir Ása en hún missti að eigin sögn tólf kíló vegna streitu og álags á þessum sex vikum. Fékk boð í spjallþátt Ása er sú eina úr þáttaröðinni sem boðið hefur verið að koma í Big Brother-spjallþátt sem sýnd- ur er einu sinni í viku í Þýskalandi. Þátturinn var sýndur kvöldið áður blaðamaður náði tali af Ásu og er það einmitt ástæðan fyrir því að hún var örlítið ryðguð í upp- hafi spjallsins. „Ég var allan tím- ann í sófanum hjá stjórnendun- um og talaði um alla í húsinu. Eftir þáttinn var ég svo með hálftíma spjall á netinu þar sem 80 þúsund manns fylgdust með í beinni út- sendingu. Það er því klárlega eitt- hvað jákvætt að fara að gerast hjá mér,“ segir Ása sannfærð, en hana hefur alltaf dreymt um frama í sjónvarpi. Og það er aldrei að vita nema þátt takan í Big Brother verði stökkpallurinn sem til þarf. „Eins og er eru fjöldi fólks að fara yfir um. Ég fæ endalaust skila- boð frá fólki sem segist elska mig og hvað það hafi verið gaman að fylgjast með mér. Ég er að fá eitt- hvað sem kallast „lovestorm“ og ég er örlítið hrædd við það,“ segir Ása og skellir upp úr með sínum smitandi hlátri. „Jákvæðnin í minn garð er svolítið mikil. Ég átti ekki von á þessu.“ Söng á íslensku Eftir sex vikur undir smásjá Stóra bróður og án samskipta við um- heiminn tekur smá tíma að koma lífinu í eðlilegt horf og Ása er að vinna í því núna. Þá á hún enn eft- ir að melta þennan tíma. „Þegar ég hugsa til baka þá er ég mjög stolt af því hvað ég talaði mikið um Ísland og margt sem tengist Íslandi. Það var allt sýnt. Svo var ég alltaf í lopa- peysunni minni. Það var einmitt mikið talað um hana og spurt hvar væri hægt að kaupa slíka peysu. Ég talaði mikið um álfa og álfatrú og það sló í gegn. Svo mælti ég auð- vitað bara með því að fólk ferð- aðist til Íslands.“ Ása mátti reynd- ar ekki tala íslensku inni í húsinu Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Sló í gegn Ásu hefur tekist að heilla Þjóðverja upp úr skónum með líflegri framkomu. Fór í spjallþátt Ása er sú eina sem dottið hefur út sem hefur farið í spjallþáttinn. „Fjölskyldan mín vildi ekki að ég tæki þátt „Ég fæ endalaust skilaboð frá fólki sem segist elska mig og hvað það hafi verið gam- an að fylgjast með mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.