Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 Fólk Viðtal 25 stúlka sem þótti líkjast mér í út­ liti og var nokkuð partíglöð sagðist stundum vera ég, þar sem hún var að skemmta sér á góðri stundu og þar er kannski hluti af skýringunni kominn,“ segir hún en bætir við að henni hafi smám saman tekist að brynja sig gegn kjaftagangin­ um. „Það þarf ansi sterk bein til að þola svona lagað en ég hafði alltaf Gauk. Við stóðum saman í gegnum þetta allt, þykkt og þunnt. Þetta var óþægilegt en gerði ekki út af við mig.“ Tengdasonurinn Cal Worthington Anna Mjöll, sem hefur getið sér gott orð sem djasssöngkona í Los Angeles, hefur einnig fengið sinn skammt af Gróu á Leiti og sér í lagi eftir skilnað hennar við auðjöfur­ inn og bílasalann Cal Worthington. Svanhildur viðurkennir að það hafi reynst henni erfitt að fylgjast með heimspressunni fjalla um dótturina. „En Anna Mjöll er ansi sterk og lætur svona lagað ekki hafa áhrif á sig. Enda gerði hún ekkert rangt. Cal hafði gengið með grasið í skónum á eftir henni í mörg ár, al­ veg þar til hún lét til leiðast. Fjöl­ miðlafárið sem fór af stað var ekki skemmtilegt en við því var ekkert að gera. Annars líkaði okkur Gauki alltaf mjög vel við Cal. Hann var yngri í anda en margur tvítugur maðurinn, hress, skemmtilegur og eldklár. Það var ótrúlegt ævintýri að fá að kynnast honum,“ segir Svan­ hildur en Cal lést árið 2013, 92 ára að aldri. Saknar hans ennþá Svanhildur og Ólafur Gaukur fengu að vera lengi saman en þau höfðu verið gift í 48 ár þegar hann lést. „Ég hafði farið í bíó með öðr­ um strákum áður en ég kynntist honum en hann var fyrsti alvöru kærastinn minn. Ég hef aldrei verið mjög mannblendin og var ekkert í því að skipta um vini. Ég var líka svo ung þegar við fórum að vera saman. Við Gaukur vorum ekki að­ eins hjón heldur einnig miklir vinir. Ég sakna hans ennþá. Þetta er nátt­ úrlega bara svindl – að fólk þurfi að hverfa svona allt í einu. En svona er víst lífið, því er nú verr og miður.“ Afneituðu alvarleikanum Hún segir fjölskylduna hafa neitað að viðurkenna alvarleika málsins þegar læknirinn tilkynnti þeim að Ólafur Gaukur væri með krabba­ mein í lungum. „Við fórum í algjöra afneitun enda fann hann ekki fyrir neinu. Þetta hlaut að vera bull og vitleysa. Gaukur hélt alltaf í vonina og þótt við hin vissum meira trúði hann því sjálfur fram á síðasta dag að hann myndi jafna sig. Ég held allavega að hann hafi aldrei gert sér almennilega grein fyrir alvar­ leikanum. En þegar á leið fór heilsu hans að hraka. Þessi sjúkdómur er svo skrítinn, hvernig hann getur stungið sér niður. Gaukur hafði alltaf verið svo heilsuhraustur,“ segir Svanhildur en Ólafur Gaukur lést á hvítasunnudag árið 2011 þá áttræður að aldri. Hellti sér í vinnu Þrátt fyrir missinn var Svanhildur strax staðráðin í að halda áfram með lífið. „Fólk syrgir á misjafnan hátt. Sumir leggjast í rúmið en ekki ég. Ég stoppaði ekki, heldur hellti mér í vinnu og skrapp til Ameríku. Mér fannst gott að hugsa um eitt­ hvað annað. Gaukur stóð alltaf með mér og hvatti mig áfram. Hann hefði svo sannarlega sagt mér að halda áfram og ég er ekki frá því að hann sitji hér hjá mér núna og kinki kolli.“ Fjölskyldan í Ameríku Svanhildur og Ólafur Gaukur eignuðust tvö börn, Önnu Mjöll og Andra Gauk sem starfar sem skurðlæknir og býr líkt og systir sín í Bandaríkjunum. „Svo á ég tvö barnabörn sem hafa alist upp í Bandaríkjunum og því meiri Ameríkanar en Íslendingar þótt þau skilji alveg íslenskuna. Ég hef alltaf saknað þess að hafa þau ekki nær mér en ég hef ávallt ver­ ið dugleg að skreppa til Bandaríkj­ anna. Mér finnst ekki leiðinlegt að bregða undir mig betri fætinum. Við Gaukur ferðuðumst alltaf mikið saman, bæði við tvö og svo með börnin þegar þau voru yngri. Við vorum mikið saman fjölskyldan. Við unnum um helgar en eyddum virkum dögum með börnunum. Mamma hjálpaði okkur líka mikið.“ Missti föður sinn Móðir Svanhildar, Anna Sigurðar­ dóttir Njarðvík, var leikfimis­ kennari en faðir hennar, Jakob Einarsson, tónlistarmaður sem spilaði á saxófón og gítar. „Pabbi var líka til sjós og starfaði sem þjónn á Goðafossi þegar hann fórst. Eftir það var hann ekki lengur inni í myndinni. Ég var aðeins fjögurra ára þegar hann lést. Mamma var mikil kjarnakona og eftir að ósköp­ in dundu yfir keypti hún hótel í Borgarnesi og rak í nokkur ár. Ég var svo ung að ég gerði mér ekki grein fyrir því sem hafði gerst og svo giftist mamma aftur ákaflega góðum manni, Jóhanni Fr. Jóns­ syni frá Torfalæk, sem gekk okkur í föðurstað. Þetta tók meira á bróð­ ur minn sem er fjórum árum eldri. Hann fékk skellinn, líkt og mamma. Mamma var ótrúleg. Hún talaði aldrei um þetta heldur geymdi með sjálfri sér líkt og margir af hennar kynslóð gerðu.“ Líður vel einni Svanhildi hefur tekist að viðhalda jákvæðninni þrátt fyrir áföll. „Ég hef yfir engu að kvarta. Ég hef svo sem fengið flest upp í hendurnar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gauki og að hafa feng­ ið með honum öll þessi ár. Ég er líka þakklát fyrir börnin mín. Ég er sennilega ótrúlega heppin mann­ eskja, þegar allt kemur til alls,“ segir hún og neitar því aðspurð að finna fyrir einmanaleika þótt fjölskyldan búi vestanhafs. „Ég er aldrei ein­ mana enda hef ég í nógu að snúast. Ég fer í leikhús, í bíó, slæ garðinn á sumrin, horfi á sjónvarp, kíki í bæk­ ur, skrepp stundum í heimsóknir til barna minna í Ameríku og er með þáttinn minn í útvarpinu. Svo má ekki gleyma hundinum mínum, honum Prinsi. Hann er stórt áhuga­ mál hjá mér. Maður hefur alltaf eitthvað til að dunda sér við. Svo erum við Anna Mjöll að fara halda tónleika og það tekur svo sannar­ lega tíma í undirbúningi. Annars leiðist mér aldrei einni og þarf alls ekki að hafa félagsskap endalaust. Það er alltaf gaman og nauðsynlegt að hitta vini en mér líður ágætlega einni með hundinum mínum.“ Stolt af börnunum Aðspurð segist hún aldrei hafa ýtt á Önnu Mjöll að leggja tónlistina fyr­ ir sig. „Við vissum alltaf að hún væri mjög hæfileikarík en hún sá sjálf um að koma sér áfram. Anna Mjöll er hins vegar það vel gefin að hún „Ég er eins manns kona“ Saknar hans á hverjum degi Svanhildur Jakobsdóttir og Ólafur Gaukur Þórhallsson fengu hálfa öld saman. Mynd SigTryggur Ari Ferðuðust mikið Ólafur Gaukur, Svanhildur og Anna Mjöll á ferðalagi. Mæðgur Anna Mjöll og Svanhildur ætla að halda jólatónleika í Salnum í byrjun desember. Með börnin lítil Hjónin unnu um helgar en nutu lífs- ins með börnunum á virkum dögum. góðar vinkonur Svanhildi þykir vænt um vinskap- inn við Önnu Mjöll. umtalið særði Alls kyns sögur fóru af stað um samband þeirra Ólafs Gauks. Flestar voru þær ósannar og tók Svan- hildur þær inn á sig. Framhald á næstu síðu  Fjölskyldan Andri Gaukur, Ólafur Gaukur, Svanhildur og Anna Mjöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.