Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Helgarblað 13.–16. nóvember 2015 „Framleitt í Ísrael“ á ekki við Vesturbakkann n ESB boðar reglur um merkingar vöru frá Palestínu n Ísraelsmenn æfir E vrópusambandið ráðgerir að banna fyrirtækjum á Vestur­ bakkanum að segja vörur sín­ ar framleiddar í Ísrael. Ríkis­ stjórn Benjamins Netanyahu mótmælir fyrirætlununum harðlega og segir reglurnar til þess fallnar að auðvelda neytendum að sniðganga vörur frá Ísrael. Independent greinir frá þessu en blaðamaður þess heim­ sótti snyrtivöruframleiðandann Ahava í Mitzpe Shalem, sem talið er eitt helsta skotmark nýju reglnanna. Á umbúðum framleiðandans kemur fram að varan sé framleidd í „Dauðahafinu, Ísrael“ [e. made in Dead Sea, Israel] en verksmiðja Ahava er staðsett á þeim stað við hafið sem tilheyrir Palestínu en er undir hernámi Ísraelsmanna. Skýrar merkingar Á næstu dögum hyggst Evrópusam­ bandið setja viðmiðunarreglur sem kveða á um að vörur sem framleidd­ ar eru á hernumdum svæðum Ísrael verði þannig merktar og þannig að­ skildar frá þeim vörum sem raun­ verulega eru framleiddar í Ísrael. Ekki liggur fyrir hvernig orðalag reglnanna verður nákvæmlega en samkvæmt Independent verður skylt að skýrt komi fram að varan sé frá hernumdu svæði. Þetta er haft eftir David Kriss, talsmanni Evrópusam­ bandsins í Tel Aviv. Hann sagði að yfir lýsingin væri væntanleg á mið­ vikudag [í gær] en að henni gæti þó verið frestað. Ríkisstjórn Netanyahu forsætis­ ráðherra, sem heldur áfram að her­ taka ný svæði á Vesturbakkanum þrátt fyrir mótmæli alþjóðasam­ félagsins á brotum þeirra gegn Palestínumönnum, er æf vegna yfir­ vofandi lagasetningar. Hún heldur því fram að þetta séu ósanngjarnar reglur og að þær muni verða til þess að vörur frá Ísrael verði sniðgengnar. Skaðar útflutning Ísrael „Við höfum áhyggjur af því að þegar búið er að merkja vöru Judea og Samaria [Biblíu­ nöfnin fyrir Vestur­ bakkann, innsk. blm.] þá er búið að skilgreina Ísrael,“ hefur Times of Israel eftir utan­ ríkisráðherranum Tzipi Hotovely. Hann segist sjá þetta sem aðför að Ísrael. Talsmaður ráðuneytisins, Emmanuel Nachshon, tekur í sama streng og segir að þetta muni skaða út­ flutning þjóðarinnar. Ríkisstjórnin muni spyrna harkalega niður fótum og sé að skoða aðferðir til að koma vanþóknun sinni á framfæri. Evrópuþingið er fylgjandi þess­ um reglum, enda voru greidd um tillöguna atkvæði í september. Netanyahu sagði þá að þetta minnti á helförina, þar sem gyðingar voru ofsóttir af nasistum. „Við höfum í sögunni dæmi um hvað gerðist síð­ ast þegar Evrópa lét sérmerkja vörur sem framleiddar voru af gyðingum,“ sagði hann. Réttar upplýsingar til neytenda Evrópusambandið hefur hafnað gagnrýninni og vísar því á bug að reglurnar séu til þess fallnar að hægt verði að sniðganga vörur frá Ísrael. Þetta sé einungis til þess fall­ ið að neytendur hafi réttar upplýs­ ingar um uppruna vörunnar. „Ef eitthvað er merkt þannig að það komi frá Ísrael, en er í raun frá hernumdu svæði, þá erum við að afvegaleiða neytendur,“ segir Kriss. Hann segir að merkingarnar endur­ spegli þá skoðun Evrópusambands­ ins að hernám Ísrael í Palestínu sé ólöglegt og að svæðið geti ekki talist til Ísrael. Martin Konecny, fram­ kvæmdastjóri European Middle East Project, segir að Ísraelsmenn séu ekki vanir því að hernáminu fylgi afleiðingar á alþjóðavettvangi, þess vegna séu þeir í áfalli. Við­ miðunarreglurnar staðfesti að við­ brögðin séu jafnt í orði sem á borði. Samfélagsrýnirinn Bassem Eid hef­ ur bent á að palestínskir verkamenn verði þeir fyrstu sem muni finna fyrir afleiðingum regla um merk­ ingar. Margir muni missa vinnuna. Á Vesturbakkanum eru framleiddar vörur sem standa undir tveimur prósentum af útflutningstekjum Ísrael til Evrópusambandsins. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Við höfum í sögunni dæmi um hvað gerðist síðast þegar Evrópa lét sérmerkja vör- ur sem framleiddar voru af gyðingum. Sniðganga BDS er fjölþjóðleg mótmælahreyf- ing sem hefur hvatt verslunarkeðjur og neytend- ur til að sniðganga vörur frá Ísrael. Mynd EPA Þjóðhöfðingjar Benjamin Netanyahu er ósáttur við ESB. Hér er hann á fundi með Merkel. Mynd EPA H æstirétt ur Suður­Kór eu hefur dæmt skipstjóra ferj unn ar Sewol, sem fórst þann 16. apr­ íl í fyrra, í lífstíðarfangelsi. Alls létust 304 þegar ferjan sökk. Skip­ stjórinn, Lee Jun­Seok, var sagður hafa bjargað sjálfum sér og hirti ekki um að koma farþegunum til bjargar. Alls voru 476 um borð í skipinu; far­ þegar og áhöfn. 250 börn, nemendur í skólaferðalagi, fórust í slysinu. Lee Jun­Seok hafði verið sýkn­ aður í undirrétti í nóvember í fyrra. Hann var þess í stað dæmdur fyrir vítavert gáleysi og vanrækslu í starfi. Hann var dæmdur í 36 ára fangelsi. Hæstiréttur taldi að skipstjórinn hefði gerst sekur um morð og dæmdi hann því í lífstíðarfangelsi. Sak­ sóknarar höfðu farið fram á að hann yrði tekinn af lífi, enda hefði hann ekki gert annað en að reyna að koma sjálfum sér frá borði, vitandi að far­ þegarnir myndu ekki komast lífs af. Hann beri alla ábyrgð á því hvernig fór þennan örlagaríka dag. n Bjargaði sjálfum sér og 304 létust Dæmdur í lífs- tíðarfangelsi Skelfilegt slys Skipstjórinn fékk lífstíðarfangelsi Mynd REutERS Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.