Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 28
Helgarblað 13.–16. nóvember 20154 Gæðakaffi - Kynningarblað Gæði, fjölbreytni og litskrúðugt mannlíf Cafe París hefur lengi verði eitt vinsælasta kaffihús landsins V ið erum með bestu baun- irnar frá Illy og við leggjum mikið upp úr því að kaffi- barþjónarnir okkar séu vel lærðir í því sem þeir eru að gera. Við látum aldrei frá okkur kaffi- drykk án þess að hann gleðji auga viðskiptavinarins því hið sjónræna er hluti af upplifuninni.“ Þetta segir Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Cafe Parísar sem um langt árabil hefur verið eitt vin- sælasta kaffihús landsins. „Við hugsum mikið um þéttleik- ann og hitann í froðunni, þannig að þetta eru mikil vísindi. Klárlega telj- um við okkur vera með þeim bestu í bænum hvað kaffi snertir. Við leggj- um mikið upp úr gæðum og viljum að fólk hugsi til okkar þegar það langar í góðan kaffibolla,“ segir Guðný. Fjölbreytt mannlíf á Cafe París „Túristar og Cafe París hafa alltaf átt samleið en fyrir ferðamannasprengj- una miklu fyrir nokkrum árum voru erlendir ferðamenn um að það bil þriðjungur gesta. Núna hefur þetta hlutfall ferðamanna ívið hækkað,“ segir Guðný. Hún bætir við að sem fyrr setji hópar fastagesta og annarra Íslendinga sinn svip á stemninguna á staðnum: „Við erum svo þakklát fyrir þá virðingu sem okkur er sýnd með þeim fjölbreytta gestahóp sem við höfum. Til dæmis Vitringahópinn á morgnana, sem hefur mætt í yfir 20 ár. Síðan má nefna vinkvenna- hópana, mömmuhittinga, stráka- hópa á öllum aldri, blaðamenn sem oft eru að taka viðtöl á staðnum, lög- fræðinga úr héraðsdómi, alþingis- menn, skólafólk og kennara. Um helgar fáum við oft ömmur og afa með barnabörnin og fjölskyldur í helgarfríunum. Fjölbreytileikinn ger- ir vinnu okkar svo skemmtilega. Ekki má gleyma að Í desember koma síðan stórir hópar grunnskóla- og leikskólakrakka í kaffi og kökur og við leggjum mikið upp úr því að taka vel á móti þeim og þau koma svolítið með jólin til okkar.“ Það er því óhætt að segja að stemningin á Cafe París sé afskap- lega litskrúðug því fyrir utan þessa fjölbreyttu hópa landsmanna fylla staðinn erlendir ferðamenn frá öllum heimshornum. „Á sumrin er það síðan þannig að ef það sést til sólar verða íslenskir gestir aftur í meirihluta og þeir fylla plássin við útiborðin,“ segir Guðný. Afar fjölbreytt matreiðsla „Matsala er mikill hluti af starfsemi okkar. Núna er nýr matseðill að koma og við viljum vera framsæk- in og með nýjungar um leið og við höldum í hefðir sem gestir staðar- ins þekkja. Franska súkkulaðikakan er alltaf jafn vinsæl, sama kakan í 23 ár. En belgíska vafflan er að koma aft- ur. Hún var afar vinsæl í fyrravetur og lengi hefur verið beðið eftir henni. Stór og mikil belgísk vaffla, þær stærstu í bænum,“* segir Guðný og segir Cafe París vera kamelljón í matargerð, því hún taki á sig hinar ýmsu myndir. „Á morgnana erum við með ommelettur í heitum pönnum og gestir geta valið hvað þeir setja í þær. Þessi morgunmatur hefur sleg- ið í gegn og síðan er brönsinn okkar mjög vinsæll, stór og mikill matar- diskur.“ Jafnframt er daglega í boði fisk- ur dagsins, kjöt dagsins og súpa dagsins. Þessir réttir eru síbreytileg- ir og við gerð þeirra fær sköpunar- gleði matreiðslumanna staðarins að njóta sín. n Framúrskarandi kaffi, kakóið frá ömmu og fleira einstakt ljúfmeti C afé Mezzo er frábærlega staðsett á annarri hæð í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Út um flennistóra glugga er frábært útsýni yfir Bern- höftstorfuna og Þingholtin. Mezzo er þekkt fyrir framúrskarandi kaffi, te og kakó, að ógleymdum hinum einstöku vöfflustöngum. „Kaffið okkar heitir Moak og kemur frá Sikiley, við flytjum það sjálf inn beint þaðan. Þetta er mikið gæðakaffi sem fólk er mjög ánægt með, við höfðum mik- ið fyrir því að velja okkur besta kaffi,“ segir Guðný Ósk Diðriks- dóttir á Café Mezzo. Hún segir að Chai-latte drykkirnir hafi líka slegið í gegn: „Við fáum marga gesti sem koma sérstaklega fyrir þá. Chai-latte Spiced er algengast og flestir þekkja það, en við mæl- um líka með Chai-latte Green Tea, það er alveg geggjað, það er eins og að drekka flauel. Kakóið okk- ar er líka afskaplega vinsælt. Við erum með uppskrift frá ömmu minni sem snarvirkar. Við notum 100% kakó í það og síðan sitt lítið af hverju eins og hún amma mín gerði. Við erum með framúrskar- andi te frá Jeeves & Jericho, mikið af lífrænu hreinu tei, hvítt, grænt, svart, heilsute, detox-te og berjate. Um það bil 20 tegundir af tei. Það er vinsælt að þefa upp úr dunkun- um því ilmurinn er himneskur.“ Vöfflu stangir Café Mezzo er lík- lega eini staðurinn á landinu sem býður upp á vöfflustangir: „Við keyptum þessa vél frá Ítalíu og hún bakar vöfflurnar í stangir. Þær eru bornar fram með heimagerð- um sósum, súkkulaði- eða kara- mellusósu; sultu eða ís. Vöfflu- stangirnar þykja hreint ótrúlega góðar og það er vinsælt að fá sér ískúlu með þeim.“ Allur matur, súpur, dressingar, salöt og panini á Café Mezzo er unnið frá grunni á staðnum. Gestasamsetningin á Café Mezzo er fjölbreytt. Stað- urinn er ekki síst vinsæll meðal skólafólks, rithöfunda og annarra sem vinna með fartölvur vegna þess að innstungur eru úti um allt á staðnum og öflugt þráðlaust net í salnum opið gestum staðarins. n Café Mezzo, Lækjargötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.