Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 13.–16. nóvember 201518 Umræða Á klassík eða módernismi að ráða í miðborginni? Boltinn tekinn upp frá grein Einars Kárasonar í Helgarblaði DV 29/10-2/11 Í seinni tíð hefur verið minna um að rithöfundar og listamenn kveðji sér hljóðs um arkitektúr og skipulag. Þetta er mjög miður því ýmsir þeirra hafa þá menn- ingarlegu yfirsýn sem marga sér- fræðinga vantar. Halldór Laxness kom þannig t.d. mjög sterkt inn í umræðuna er til stóð að reisa margra hæða Stjórnarráðshús á Bernhöftstorfureitnum og láta hús Bernhöfts bakara, Gimli og húsin þar sem Humarhúsið er nú, víkja fyrir byggingunni. Rök t.d. Ólafs Jó- hannessonar forsætisráðherra, sem ætlaði að lemja þetta í gegn, voru að þetta væru „danskar fúaspýtur“ og að húsin minntu á að fólk, sem var upphaflega Dan- ir, hefði lifað hér og starfað. Um þetta skrifaði Halldór greinina „Brauð Reykjavíkur“ þar sem hann bend- ir á að Bernhöft hafi séð Reykvík- ingum fyrir góðum og hollum brauð- um, og því engin ástæða til að tala af óvirðingu um hann og hans hús. Dæmi um módernísk áform hér áður Annað dæmi um móderníska byggingu sem til stóð að klessa nið- ur í miðbænum, var er Seðlabank- inn lét teikna hús fyrir sig að Frí- kirkjuvegi 11 – og var þá gert ráð fyrir að rífa Thor Jensen-húsið. Eftir að mótmæli höfðu stöðvað þetta kom bankinn með aðra tillögu; píramída á hvolfi – sem Halldór kall- aði „Monthús“ – í túnfæti Arnarhóls. Þetta var líka stöðvað vegna mótmæla listamanna og ungs fólks. Lenti bankinn á endanum úti í horni á hólnum, og situr þar með fýlusvip. Ég tel að ef hinir módernísku kassar Stjórnar ráðsins og Seðlabankans hefðu rutt hinum gömlu, fallegu hús- um í burtu, hefði það verið eitt mesta menningarslys í Íslandssögunni. Klassík eða módernismi Millifyrirsögn tvö í grein Einar Kárason er: „Klassík eða módernismi“. Þar segir Ein- ar: „Reyndar er sú umræða er for- sætisráðherra hef sú umræða er forsætisráðherra hefur tekið þátt í á undanförnum árum um skipulag og húsbyggingar stórmerkileg. Hann aðhyllist svokallaða klassíska byggð, á kostnað módernismans eða funkisstílsins sem hefur verið ríkjandi í húsagerð á Vesturlöndum síðustu tæpa öld eða svo“. Ríkjandi, já, en síðan um ca. 1970 úthrópað- ur af mjög mörgum. Sérstaklega á þetta við í gömlum, grónum mið- borgum. Þar kemur líka til að ferða- menn forðast margir nýtísku borg- irnar, en sækja til þeirra gömlu. Því er víða byggt í gömlum stílum í mið- borgum eins og Sigmundur Dav- íð hefur gert ítarlegar rannsókn- ir á. Doktorsritgerðarvinna hans í skipulagi í Oxford – sem núna bíð- ur vegna stjórnmálaþátttöku hans – fjallar um þetta, ef ég hef skilið rétt. Í bók minni „Mótun framtíðar“ lýsi ég skoðunum mínum á klassískri byggð, sem ég tel vera ákaflega hlýja og fallega í miðbænum. Mjög hefur verið sótt að hinu gróna og fallega yfirbragði, t.d. af Seðlabankanum og ríkisstjórnum, sbr. hér að framan. Einnig má nefna að módernísk slys hafa verið byggð, t.d. Morgunblaðs- höllin og húsið milli Hótel Borgar og Apóteksins. Bæði þessi hús eru með óskemmtilegum „gardínuframhlið- um“ úr áli og gleri. Ég mundi þó ekki vilja láta setja gamaldags framhliðar í þau, eins og einu sinni var gerð til- laga um. Þessi ljótu hús hafa fengið hefðarrétt í borgarmyndinni og eru, að auki, víti til varnaðar. Módernismi á frekar rétt á sér utan Kvosarinnar Einar er of hrifinn af módernisman- um sem hluta af borgarmyndinni, að mínu áliti. Þó tek ég undir það álit hans að Hæstaréttarhúsið sé nokkuð vel heppnað og í sæmilegu lagi á þessum stað, einkum vegna þess að það stendur innan um hús í nokkrum kassastíl. Er hér einkum átt við Arnarhvol, sem stendur hinum megin við Lindargötuna. Í einkasam- tali okkar Einars lentum við á önd- verðum meiði um húsið á horni Lækj- argötu og Austurstrætis, sem byggt var frá grunni eftir að það brann. Ég er sammála Einari að þarna er ver- ið að endurbyggja fornminjar en um leið var húsinu breytt verulega: Fyrsta hæðin er ekki úr timbri, eins og var, heldur steinsteypu, og ofan á húsið var bætt hæð sem var ekki á því. Þetta er í sjálfu sér ekki það æski- legasta, en hjá mér ræður það meiru að hinum gamla andblæ er haldið á þessu horni og að með því að bæta hæð ofan á verður andstæðan við hina háu brunagafla á báðar hliðar ekki eins slæm, og samt er húsið ekki það hátt að skuggavarpið út á Austur- stræti og Lækjartorg er ekki of mik- ið. Svona skipulags- og yfir bragðsrök eigi að ráða við allar nýbyggingar í Kvosinni, hvort sem það er hér, á Al- þingisreitnum, eða annars staðar, að mínu áliti. Módernismi, úr takti við hið gamla yfirbragð, er það víða áber- andi að hið gamla, gróna yfirbragð Kvosarinnar er í mikilli hættu. n „Ég tel að ef hinir módernísku kassar Stjórnaráðsins og Seðlabankans hefðu rutt hinum gömlu, fallegu húsum í burtu, hefði það verið eitt mesta menn- ingarslys í Íslandssögunni. Umbreyting Ungt fólk málaði Torfuna sem ríkið hafði látið drabb- ast niður. Hugmynd um Stjórnarráð á Bernhöftstorfu frá 1948 Halldór Laxness blandaði sér í umræðuna. Módernísk bygging Hugmynd um Seðlabanka þar sem hús Thor Jenssen stendur nú. Hugmynd um Seðlabanka í túnfæti Arnarhóls Tillaga sem vakti litla hrifningu. Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur Umræða Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.