Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Síða 18
Helgarblað 13.–16. nóvember 201518 Umræða Á klassík eða módernismi að ráða í miðborginni? Boltinn tekinn upp frá grein Einars Kárasonar í Helgarblaði DV 29/10-2/11 Í seinni tíð hefur verið minna um að rithöfundar og listamenn kveðji sér hljóðs um arkitektúr og skipulag. Þetta er mjög miður því ýmsir þeirra hafa þá menn- ingarlegu yfirsýn sem marga sér- fræðinga vantar. Halldór Laxness kom þannig t.d. mjög sterkt inn í umræðuna er til stóð að reisa margra hæða Stjórnarráðshús á Bernhöftstorfureitnum og láta hús Bernhöfts bakara, Gimli og húsin þar sem Humarhúsið er nú, víkja fyrir byggingunni. Rök t.d. Ólafs Jó- hannessonar forsætisráðherra, sem ætlaði að lemja þetta í gegn, voru að þetta væru „danskar fúaspýtur“ og að húsin minntu á að fólk, sem var upphaflega Dan- ir, hefði lifað hér og starfað. Um þetta skrifaði Halldór greinina „Brauð Reykjavíkur“ þar sem hann bend- ir á að Bernhöft hafi séð Reykvík- ingum fyrir góðum og hollum brauð- um, og því engin ástæða til að tala af óvirðingu um hann og hans hús. Dæmi um módernísk áform hér áður Annað dæmi um móderníska byggingu sem til stóð að klessa nið- ur í miðbænum, var er Seðlabank- inn lét teikna hús fyrir sig að Frí- kirkjuvegi 11 – og var þá gert ráð fyrir að rífa Thor Jensen-húsið. Eftir að mótmæli höfðu stöðvað þetta kom bankinn með aðra tillögu; píramída á hvolfi – sem Halldór kall- aði „Monthús“ – í túnfæti Arnarhóls. Þetta var líka stöðvað vegna mótmæla listamanna og ungs fólks. Lenti bankinn á endanum úti í horni á hólnum, og situr þar með fýlusvip. Ég tel að ef hinir módernísku kassar Stjórnar ráðsins og Seðlabankans hefðu rutt hinum gömlu, fallegu hús- um í burtu, hefði það verið eitt mesta menningarslys í Íslandssögunni. Klassík eða módernismi Millifyrirsögn tvö í grein Einar Kárason er: „Klassík eða módernismi“. Þar segir Ein- ar: „Reyndar er sú umræða er for- sætisráðherra hef sú umræða er forsætisráðherra hefur tekið þátt í á undanförnum árum um skipulag og húsbyggingar stórmerkileg. Hann aðhyllist svokallaða klassíska byggð, á kostnað módernismans eða funkisstílsins sem hefur verið ríkjandi í húsagerð á Vesturlöndum síðustu tæpa öld eða svo“. Ríkjandi, já, en síðan um ca. 1970 úthrópað- ur af mjög mörgum. Sérstaklega á þetta við í gömlum, grónum mið- borgum. Þar kemur líka til að ferða- menn forðast margir nýtísku borg- irnar, en sækja til þeirra gömlu. Því er víða byggt í gömlum stílum í mið- borgum eins og Sigmundur Dav- íð hefur gert ítarlegar rannsókn- ir á. Doktorsritgerðarvinna hans í skipulagi í Oxford – sem núna bíð- ur vegna stjórnmálaþátttöku hans – fjallar um þetta, ef ég hef skilið rétt. Í bók minni „Mótun framtíðar“ lýsi ég skoðunum mínum á klassískri byggð, sem ég tel vera ákaflega hlýja og fallega í miðbænum. Mjög hefur verið sótt að hinu gróna og fallega yfirbragði, t.d. af Seðlabankanum og ríkisstjórnum, sbr. hér að framan. Einnig má nefna að módernísk slys hafa verið byggð, t.d. Morgunblaðs- höllin og húsið milli Hótel Borgar og Apóteksins. Bæði þessi hús eru með óskemmtilegum „gardínuframhlið- um“ úr áli og gleri. Ég mundi þó ekki vilja láta setja gamaldags framhliðar í þau, eins og einu sinni var gerð til- laga um. Þessi ljótu hús hafa fengið hefðarrétt í borgarmyndinni og eru, að auki, víti til varnaðar. Módernismi á frekar rétt á sér utan Kvosarinnar Einar er of hrifinn af módernisman- um sem hluta af borgarmyndinni, að mínu áliti. Þó tek ég undir það álit hans að Hæstaréttarhúsið sé nokkuð vel heppnað og í sæmilegu lagi á þessum stað, einkum vegna þess að það stendur innan um hús í nokkrum kassastíl. Er hér einkum átt við Arnarhvol, sem stendur hinum megin við Lindargötuna. Í einkasam- tali okkar Einars lentum við á önd- verðum meiði um húsið á horni Lækj- argötu og Austurstrætis, sem byggt var frá grunni eftir að það brann. Ég er sammála Einari að þarna er ver- ið að endurbyggja fornminjar en um leið var húsinu breytt verulega: Fyrsta hæðin er ekki úr timbri, eins og var, heldur steinsteypu, og ofan á húsið var bætt hæð sem var ekki á því. Þetta er í sjálfu sér ekki það æski- legasta, en hjá mér ræður það meiru að hinum gamla andblæ er haldið á þessu horni og að með því að bæta hæð ofan á verður andstæðan við hina háu brunagafla á báðar hliðar ekki eins slæm, og samt er húsið ekki það hátt að skuggavarpið út á Austur- stræti og Lækjartorg er ekki of mik- ið. Svona skipulags- og yfir bragðsrök eigi að ráða við allar nýbyggingar í Kvosinni, hvort sem það er hér, á Al- þingisreitnum, eða annars staðar, að mínu áliti. Módernismi, úr takti við hið gamla yfirbragð, er það víða áber- andi að hið gamla, gróna yfirbragð Kvosarinnar er í mikilli hættu. n „Ég tel að ef hinir módernísku kassar Stjórnaráðsins og Seðlabankans hefðu rutt hinum gömlu, fallegu húsum í burtu, hefði það verið eitt mesta menn- ingarslys í Íslandssögunni. Umbreyting Ungt fólk málaði Torfuna sem ríkið hafði látið drabb- ast niður. Hugmynd um Stjórnarráð á Bernhöftstorfu frá 1948 Halldór Laxness blandaði sér í umræðuna. Módernísk bygging Hugmynd um Seðlabanka þar sem hús Thor Jenssen stendur nú. Hugmynd um Seðlabanka í túnfæti Arnarhóls Tillaga sem vakti litla hrifningu. Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur Umræða Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.