Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 13.–16. nóvember 201522 Umræða
Útlaginn og Syndarinn
S
íðastliðinn föstudag, eftir að
hafa fengið mér morgun-
verð og lesið DV, lagðist ég í
bóklestur. Ég leit varla upp
úr bókum þann daginn og
sólarhring seinna hafði ég klárað
tvær, upp á rúmar átta hundruð síð-
ur samtals, og báðar stórmerkilegar.
Skal nú greina nánar frá þeim.
Fyrst var það Útlaginn eftir Jón
Gnarr, hún hafði borist inn á heim-
ilið af bókasafni í skammtímaláni
og það átti að fara að skila henni svo
að ég ætlaði að hesthúsa hana fyrst.
Þess má reyndar geta að ýmislegt var
mér kunnuglegt úr þeirri bók vegna
persónulegra kynna við Jón; skömmu
eftir lok þess tímabils sem segir frá
í bókinni, eða þegar söguhetjan var
nítján ára, kynnti litla systir mig fyr-
ir honum sem kærastanum sínum.
Þau áttu eftir að búa lengi saman
og eignast þrjá frábæra krakka. Og
persónulýsingin eins og hún birtist
í bókinni stemmir alveg við það sem
ég man: Jónsi var í aðra röndina dá-
lítið hjálparvana á þeim tíma, eins og
hann væri eitthvað misþroska; margt
svona hversdagslegt og úr daglegu
lífi virtist vera honum á einhvern hátt
framandi eða illskiljan legt, en hitt sá
maður líka að hann hafði einhverja
snilligáfu; það sem hann sagði var oft
svo stórkostlega frumlegt og óvenju-
legt, og húmorinn gat verið svívirði-
lega fyndinn. Svo var hann pælandi
í hinum óvanalegustu hlutum, og
hafði lesið bækur um ólíkustu mál-
efni. Játningabók eða lærdómarnir
frá Þórbergi?
Um þetta má lesa í bókinni, og
reyndar bókunum þremur um ævi
hans, enda held ég að varla hafi áður
verið skrifaður jafn langur texti þar
sem notkun fyrstu persónu eintölu er
jafn þétt og gegnumgangandi. Mað-
ur hefur heyrt að einhverjum hafi
þótt hreinskilni hans í bókinni vera
mjög óvenjuleg, og hefur hún jafn-
vel verið sett í flokk með einhverju
sem menn hafa kallað játningabók-
menntir, og gefið í skyn að slíkt sé
einhver ný tíska í bókaflóði þessa árs.
En ég held að til að skilja endurminn-
ingabækur Jóns Gnarr verði menn að
hafa í huga, sem hann gerir vel grein
fyrir í bókunum, aðdáun hans á Þór-
bergi Þórðarsyni. Skrýtni rauðhærði
drengurinn sem Jón Gnarr lýsir fann
ungur andlegan fóstbróður í öðrum
skrýtnum og rauðhærðum strák,
Þórbergi, sem skrifaði líka bækur um
eigið líf af fádæma einlægni, opnar
sig inn í kviku og gerir endalaust grín
að eigin dillum og fóbíum; þannig
er typpisaðgerðin sem Jón Gnarr
segir frá í Útlaganum eitthvað í ætt
við frásagnir af skelfingu Þórbergs
þegar hann hélt að hann sjálfur væri
orðinn óléttur.
Órar unglingsins, hvað er satt?
Það hafa líka orðið deilur um sann-
leiksgildi bókarinnar, að höfundur-
inn sé að útmála Núp sem verri stað
en hann var og segi frá einhverju
sem aldrei gerðist þar, eða allavega
að hann segi frá atburðum sem þeir
sem honum voru samtíða á staðn-
um kannist ekki við að hafi gerst. En
menn verða að átta sig á að þetta er
upplifun óþroskaðs drengs sem er
fullur af alls kyns órum og ranghug-
myndum í bland, og þannig verða
menn að taka því sem þarna er sagt
frá; hann er ekki að skrifa neina hlut-
læga lögregluskýrslu, frekar en Þór-
bergur á sínum tíma í bókum eins
og Ofvitinn, Íslenskur aðall eða Bréf
til Láru.
Misgóður stíll
Einlægni Jóns er aðdáunarverð og
sumar frásagnirnar eru algert metfé,
eins og af því þegar hann stelst í helg-
arferð til Ísafjarðar, í einhverja lán-
lausustu fyllirísreisu sem bókmennt-
irnar hafa kunnað að segja frá fyrir
utan kannski fyllirísrispur Magnúsar
í Bræðratungu úr Íslandsklukkunni.
Víða er bókin mjög vel skrifuð, til
dæmis samtölin eða þegar hann er
að lýsa talsmáta annars fólks. Hins
vegar er stíllinn ansi misgóður, og
þar bregst helst hliðstæðan við bæk-
ur Þórbergs þar sem segja má að
hver einasta setning sé slípaður
demantur: hjá Jóni verður stíllinn á
löngum köflum hálfeinhæfur, jafn-
vel flatur og endurtekningasamur. Á
köflum fannst mér hann á einhvern
hátt svona blaðamannslegur; ekki að
ég sé að gera lítið úr góðum blaða-
mannsstíl, nema hvað að slíkt á ekki
endilega við í löngum bókmennta-
texta. Reyndar rak ég augun í það
eftir að ég hafði velt þessu fyrir mér
með stílinn, sem stundum minnti
meira á viðtal í blaði, að bókin er
unnin í samvinnu við einhverja konu
sem nefnd er á titilsíðu. Jón er einn
tilgreindur sem höfundur á kápu,
svo að umrædd kona er þá ekki með-
höfundur, en ég get mér þess þá til að
kannski hafi einhver ritari unnið upp
úr punktum eða frásögnum Jóns,
að hann hafi ekki samið hana alla
á lyklaborð eða með lindarpenna
við púlt, og það gæti kannski skýrt
þetta sem ég nefndi með hinn á
köflum einhæfa frásagnarmáta. En
skemmtileg er þessi bók, og frásagn-
irnar magnaðar á köflum.
Málverkasaga
Ólafs Gunnarssonar
Hin bókin sem ég hvarf inn í er ný
skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson,
Syndarinn. Vert er að geta þess að ég
þekki líka þann höfund af persónu-
legum kynnum, en þegar ég var að
hefja minn höfundarferil bjugg-
um við báðir í Danmörku og þá var
hann eldri og vitrari eins og hann
hefur alltaf verið og þegar orðinn
þekktur höfundur; fyrsta skáldsagan
hans, Milljón prósent menn var ein
af mínum uppáhaldsbókum, með
ógleymanlegum mannlýsingum
eins og Engilbert Ármannssyni stór-
kaupmanni. Engilbert greip alltaf
hastur frammí ef starfsmönnum
hans varð á að segja „Ég held …“ og
sagði: „Maður á ekki að halda hlut-
inn góði, maður á að vita hann.“ Við
Óli kynntumst semsé úti í Kaup-
mannahöfn og sá eldri sýndi hin-
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
Jón Gnarr „Það sem hann
sagði var oft svo stórkost-
lega frumlegt og óvenju-
legt, og húmorinn gat verið
svívirðilega fyndinn.“
Útlaginn „Einlægni Jóns er aðdáunarverð
og sumar frásagnirnar eru algert metfé.“
Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is
Fermax mynd-
dyrasíma kerfi
er bæði fáguð
og flott vara
á góðu verði
sem hentar
fyrir hvert
heimili. Hægt
að fá með eða
án myndavélar
og nokkur útlit
til að velja um.