Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Blaðsíða 44
Helgarblað 13.–16. nóvember 201536 Skrýtið Sakamál K atherine Mary Knight fæddist árið 1955 í Nýju Suður-Wales í Ástralíu. Ekki skal hér fjölyrt um bernsku hennar en þó upplýst að hún var ofbeldisfullur krakki og segir sagan að lítil breyting hafi orðið þar á eftir að hún óx úr grasi. Fólk forð- aðist eins og heitan eldinn að lenda uppi á kant við hana sökum mikils skapofsa. Katherine reiddi víst ekki vitið í þverpokum, var einfari og ofbeldis- fullur tuddi í skóla og til að bæta gráu ofan á svart var hún vart læs. Fyrsta hjónabandið Árið 1974 gekk Katherine í hjóna- band með David Kellet. Skötuhjúin mættu til hjónavígslunnar á mótor- hjóli; Katherine við stýrið og Kellet vel hífaður fyrir aftan hana. Móðir hennar taldi, þrátt fyrir að Katherine og David hefðu verið í sambandi í ár eða þar um bil, rétt að vara tilvon- andi tengdason sinn við. „Þú skalt fylgjast vel með henni þessari [Katherine] eða hún geng- ur af þér dauðum,“ sagði hún við David. Í ljósi þess sem átti sér stað á brúðkaupsnóttinni má ráða að varnaðar orð móður Katherine voru vel við hæfi. Þrátt fyrir að David hefði haft samræði við Katherine í þrí- gang var hún afskaplega ósátt við frammistöðu hans og kom óánægju sinni á framfæri með því að reyna að kyrkja hann. David Kellet kemur til bjargar Hjónabandið einkenndist af ofbeldi og því lauk árið 1976, skömmu eftir fæðingu dóttur þeirra, Melissu Ann. Þá játaði David sig sigraðan og yfir- gaf Katherine vegna annarrar konu. Þegar Melissa Ann var tveggja mánaða skildi Katherine hana eftir á brautarteinum en það varð henni til lífs að gamall karl sem leitaði að ein- hverju nýtilegu í grennd við brautar- sporið bjargaði henni rétt áður en lest átti þar leið um. Katherine var handtekin og farið með hana á St. Elmo's-sjúkrahúsið, þar sem hún hafði verið áður og þá greind með fæðingarþunglyndi. Í þetta skiptið útskrifaði hún sig sjálf eftir einn dag. Nokkrum dögum síðar réðst Katherine á sextán ára stúlku og skar hana í andlitið með hnífi. Hún var handtekin og vistuð á geðsjúkrahúsi. Þegar þarna var komið sögu rann David Kellet blóðið til skyldunnar og yfirgaf hann kærustu sína og sneri heim. Katherine var útskrifuð og í ágúst 1976 flutti hún ásamt David og móður hans í úthverfi Brisbane. Katherine og David eignuðust aðra dóttur 1980 en fjórum árum síðar yfirgaf Katherine David og segir ekki meira af honum. Annar David, sama ofbeldið Árið 1987 hófst samband Katherine og Davids Saunders og eignuðust þau barn um ári síðar. David flutti inn til Katherine og tveggja dætra hennar en ákvað þó að selja ekki eigin íbúð. Katherine varð tryllt af afbrýðisemi ef hún vissi ekki hvað David aðhafðist og iðulega leit- aði hann athvarfs í gömlu íbúðinni sinni. Katherine átti þá til að nauða í honum þar til hann kom heim aftur. En sambandið var stormasamt; hún stakk David með skærum, skar fatnað hans í hengla og skemmdi bíl- inn hans. Til að sýna David á hverju hann ætti von ef hann héldi fram- hjá henni skar hún tveggja mánaða gamlan hvolp hans á háls fyrir fram- an hann. David Saunders sá sitt óvænna, tók sér frí í vinnunni og fór í felur. Þrátt fyrir að Katherine gerði sitt besta til að finna hann og spyrði vini hans og ættingja þögðu all- ir þunnu hljóði. Mánuðum síðar er David sneri heim til að sjá dóttur sína komst hann að því að Katherine hafði farið til lögreglunnar og sagt að hún óttaðist hann og þannig fengið sett á hann nálgunarbann. Katherine myrðir mann Nú jæja, árið 1994 hitti Katherine áfengissjúklinginn John Charles Thomas Price – þriggja barna föður sem aldrei var kallaður annað en Pricey. Ofsafengið skap Katherine setti að sjálfsögðu svip sinn á sam- bandið og til dæmis, þann 28. febr- úar, 2000, vaknaði Pricey um miðja nótt við að hún stóð yfir honum með hníf. Um þetta leyti var farið að hrikta í stoðum sambandsins en Katherine hafði krafist þess að Pricey ánafnaði henni húsi hans í Aberdeen en Pricey hafnaði kröfunni, varpaði Katherine á dyr og fékk daginn eftir nálgunarbann sett á hana. Þann sama dag keypti Katherine sér gegnsæjan náttslopp og fór um kvöldið heim til Priceys. Hann var þá genginn til náða en hún tyllti sér niður og horfði á sjónvarpið í stutta stund. Síðan skellti hún sér í sturtu og laumaði sér upp í rúm hjá Pricey, þau nutu ásta og síðan sofnaði Pricey aftur. Katherine sótti hníf í eldhúsið og íklædd nýja, gegnsæja náttsloppnum lagði hún til Priceys 37 sinnum. Góða veislu gjöra skal Eins og gefur að skilja þurfti Pricey ekki að kemba hærurnar en Katherine hafði ekki lokið sér af. Hún fláði líkama Priceys og hengdi húð- ina upp í stofunni, síðan skar hún höfuðið af líkinu, setti það í pott og skellti á eldahellu. Síðan skar hún vænar sneiðar af þjóhnöppunum og skellti í ofninn. Þessa dýrindis mál- tíð hugðist Katherine bera á borð með bökuðum kartöflum, graskeri, kúrbít, káli og sósu og bjóða börnum Priceys og hafði dekkað borðstofu- borðið. Við hlið hvers disks var miði sem á var skrifað nafn viðkomandi barns Priceys. Málalok En nágrönnum Priceys hafði ekki verið rótt þegar leið á morgun þessa dags, bíll hans var enn í innkeyrsl- unni og því ljóst að hann hafði ekki farið til vinnu. Einn vinnu félaga Priceys kom til að athuga með hann og börðu hann og einn nágranni heimili hans að utan. Innan dyra var enga hreyfingu að sjá en á úti- dyrahurð sáu þeir blóð og höfðu samband við lögreglu. Lögreglan braut upp dyrnar og hnaut um Katherine þar sem hún lá í dái eftir að hafa innbyrt óhemju magn af svefnpillum. Þann 18. október, 2001, var Katherine Mary Knight sakfelld fyrir morð og fékk lífstíðardóm. Hún af- plánar dóm sinn í Silverwater-fang- elsinu í Nýju Suður-Wales. n Ofnsteiktur eiginmaður n Katherine var ofbeldisfull og skapbráð n Ekki sluppu allir karlmenn heilir á höldnu frá henni Með bros á vör Brosið var ekki það sem einkenndi Katherine Knight. Með eiginmanninum David Kellet sýndi Katherine óvæntan stuðning þegar í harðbakkann sló. Pricey John Charles Thomas Price var borinn fram með grænmeti og sósu. „Til að sýna David á hverju hann ætti von ef hann héldi framhjá henni skar hún tveggja mánaða gamlan hvolp hans á háls fyrir framan hann. Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Dæmi um verð: Tóner fyrir HP CF283A 8.500 kr. CE285A 6.490 kr. CE278A 6.800 kr. CF280X 9.800 kr. Blek fyrir Canon 550/551 970 kr. 525/526 870 kr. 520/521 870 kr. 5/8 870 kr. BL EK & TÓ NE R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.