Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2015, Side 26
Helgarblað 13.–16. nóvember 20152 Gæðakaffi - Kynningarblað Kaffi beint frá býli Kaffitár - Fjölbreytt flóra kaffihúsa og gesta R úmlega 85% af öllu kaffi sem við erum með eru beint frá býli, kemur beint frá bónda sem við þekkjum og höfum heimsótt. Það tryggir okkur stöðugleika í gæðum og við vitum að þeir nota ekki skordýraeitur og koma vel fram við fólkið. Þetta er ávinning- ur allra, þetta er bæði samfélagslega jákvætt og svo erum við að tryggja okkur toppgæði. Við suma bænd- urna erum við búin að skipta í mörg ár og þeir eru orðnir stór nöfn í kaffi- ræktunarheiminum, sem þeir voru ekki þegar við byrjuðum.“ Þetta segir Sólrún Björk Guð- mundsdóttir, markaðs- og rekstrar- stjóri Kaffitárs. Sumir kaffibændanna sem Kaffitár skiptir við hafa unnið til margra kaffiræktunarverðlauna og eru orðnir stór nöfn í kaffiræktun- arheiminum en voru það ekki áður. Eins og flestir vita leggur Kaffitár mikið upp úr gæðum en þar skiptir gerð kaffidrykkjanna og framreiðsla líka miklu máli auk hráefnisins: „Við höfum frábært starfsfólk sem þarf að fara í gegnum langt þjálf- unarferli sem snýr að kaffigerð og kaffiþekkingu. Þau þurfa að fara á Espresso-námskeið 1 og 2 og síðan erum við með manneskju í stöðu fræðara sem fylgir eftir þjálfun.“ Kaffihús Kaffitárs eru í Banka- stræti, Höfðatorgi, Þjóðminjasafni, Kringlunni, Smáralind og Stapa- braut í Reykjanesbæ, þar sem höfuð- stöðvar fyrirtækisins eru. Við þetta bætist Kruðerí Kaffitárs, sem er bak- arí og kaffihús á Nýbýlavegi en þar eru líka allar veitingar fyrir Kaffitár gerðar, allt frá grunni og án auka- efna. Fjölbreytt flóra gesta Nýbúið er að breyta Kaffitári í Banka- stræti en staðnum var lokað í fjóra daga á meðan breytingar stóðu yfir. Staðurinn er afar glæsilegur eftir breytingarnar. Gestahópur allra staðanna er fjölbreyttur og á öllum aldri: „Allir staðirnir hafa sína föstu kúnnahópa en það ber kannski mest á fundum og fólki að vinna á staðnum á kaffihúsinu í Höfða- torgi; þar eru jafnvel tekin blaðavið- töl. Bankastræti er með alla flóruna, fastakúnna, ferðamenn og marga fleiri.“ n Kaffitár Jólastuð í Kringlunni. Kaffitár Bankastræti Kaffitár Bankastræti eftir breytingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.