Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.02.2016, Qupperneq 27

Fréttatíminn - 19.02.2016, Qupperneq 27
að finna út hvað virkaði og hvað ekki en ég er búin að tileinka mér ýmislegt. Það þarf að fylla inn í munninn ef það eru ekki gervi- tennur og það þarf að setja inn í augun ef augnlokin ganga saman. Það er hægt að hreyfa húðina og laga hana til en ég reyni alltaf að skila fólki eins eðlilegu og hægt er. Vinnan felst aðallega í því að laga litinn á húðinni, taka blámann í burtu og það virkar langbest að nota bara venjulegt púður til þess. En maður verður auðvitað að hafa smá „sans“ fyrir þessu og það er ýmislegt sem maður bara gerir ekki. Það passar til dæmis alls ekki alltaf að vera með rauðan varalit, Inger Steinsson var fyrsta konan til að verða útfararstjóri á Íslandi. „Þetta var algjör karla- veröld og það voru nú ekkert allir ánægðir með að fá konu í bransann. Prestarnir voru nú ekk- ert voðalega ginnkeyptir fyrir því að það væri kona komin í starf út- fararstjórans en tímarnir hafa mikið breyst og nú er sem betur komið fullt af kvenprestum. Það eru yndislegir drengir í útfararbransanum en við konurnar erum mýkri og horfum bara aðeins öðruvísi á hlutina. Ég fer ekkert ofan af því.“ sérstaklega ekki ef sú látna er í náttkjól. Það hentar mun betur þegar þú ert uppáklædd, sem er einmitt orðið miklu vinsælla í dag.“ Öll lík fara í Fossvog Þó kuldinn hafi aldrei reynst Inger erfiður þá segir hún það hafa verið erfiðara að venjast lyktinni. „Afi minn dó þegar ég var unglingur og hann var uppi á borðstofuborðinu í fjóra daga. Það var ennþá algengt þá. Það voru auðvitað allir gluggar opnir og svo var alltaf verið að spreyja en lyktin fannst, hún kem- ur mjög fljótt og það er hlutur sem þarf að venjast. Þess vegna þarf útfararstjóri að koma sem fyrst að sækja líkin, til að setja þau í kæli út af lyktinni. Oft deyr fólk á hjúkrun- arheimilum eða elliheimilum þar sem er engin aðstaða og þá þarf ég að koma mjög fljótt og sækja og flytja viðkomandi niður í Fossvog þar sem eina líkhúsið á höfuðborg- arsvæðinu er staðsett. Þar eru allir útfararstjórar með aðstöðu og þar eru allir geymdir. Þar snyrti ég og geng frá í kistuna,“ segir Inger sem er til staðar í öllu ferlinu, frá því að hinn látni er sóttur og þar til hann er jarðaður. „Maður þarf að kunna að tala við fólk og skilja sorgina. Ég er búin að sitja mörg námskeið í sorg en mikilvægast held ég að sé að manni líði vel með fólki. Annars finnst mér allt við þetta starf yndislegt.“ Dauðinn er eins og fæðing Dauðinn á að vera eðlilegur hluti af lífi okkar en því miður er hann allt of fjarlægur okkur, segir Inger sem vill færa umræðuna um dauðann í hversdaginn. „Fyrir mér er dauðinn eins sjálfsagður og fæðingin. Ég hef alið mín börn og barnabörn upp í því að dauðinn sé hluti af lífinu, enda er hann það. Ég þurfti einu sinni að sækja barnabarn á leikskólann á líkbíln- um og þá var ég beðin um að koma aftur á leikskólann til að sýna krökkunum bílinn. Mér fannst það alveg sjálfsagt enda voru krakkarnir stórhrifnir og spurðu endalausra spurninga um lífið og dauðann. Það er hægt að tala um dauðann á svo margskonar hátt, fallegan og skemmtilegan og það þarf ekkert að vera hræðilegt eða sorglegt.“ Inger segir ólíka stíla einkenna fagið en á Íslandi er látleysið í hávegum haft, ólíkt Bandaríkjunum þar sem líkum sé hreinlega breytt í brúður. |27fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.