Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 19.02.2016, Síða 36

Fréttatíminn - 19.02.2016, Síða 36
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is BLEIKIR DAGAR 10% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BLEIKUM VÖRUM TIL KONUDAGS! MÚS OG PENNI 1.495 GJAFATASKA AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 2.990 50% BLING HEYRNARTÓL 2.490 AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 4.990 50% 14” FHD FARTÖLVA 89.900 P8LH 5 10 ÞÚSUND AFSLÁTTU R VERÐ ÁÐU R 99.900 ACERASPIRE14” FHD FARTÖLVA MEÐDUAL CORE ÖRGJÖRVA8GB MINNI, 500GB SSHD DISK OG WINDOWS 10 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir PVC mottur 50x80 cm1.590 66x120 cm kr 2.890 100x150 cm kr 5.590 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.595 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.890 3mm gúmmídúkur fínrifflaður 1.990pr.lm. Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm 2.190Gúmmí takkamottur 61x81cm 3.590 81x100cm 5.990 91x183cm 8.990 Fæst í apótekum og heilsubúðum Góð melting styrkir ónæmiskerfið Stjórnaðu bakteríu- flórunni með OptiBac P R E N T U N .IS Víetnamskar vorrúllur Hrísgrjónapönnukökur Salatblöð Agúrka Kóríander Ferskar rækjur Sojabaunasósa Vermicelli (hrísgrjónanúðlur) Aðferð: Rækjurnar soðnar og græn- metið skorið niður. Núðlurnar soðnar og svo skolaðar í köldu vatni. Dýfðu pönnukökunum í volgt vatn en passaðu að þær blotni ekki of mikið. Og þá er hægt að byrja að rúlla öllu í kökurnar. Sósan: Hægt er að nota hvaða sósu sem er en chinsu sojabaunasósa er klass- ískt meðlæti. Einnig er hægt að nota hnetusósu, chilisósu eða ferskt chili og kóríander, niðursneitt í fiskisósu. Uppskriftin Alvöru matur fyrir fjölskyldur í hverfinu Duc Manh og Thuy Duong reka saman eina alvöru víet- namska veitingastaðinn á Íslandi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Við nefndum staðinn Víethouse því við viljum að þetta sé eins og heimili. Þetta á að vera eins og þú sért að koma í heimsókn til okkar og réttirnir á matseðlinum eru allir uppáhaldsréttirnir okkar frá Víetnam,“ segir Duc Manh Duong, eigandi eina víetnamska veitinga­ hússins á Íslandi, Viethouse í Breiðholti. „Við ákváðum upphaf­ lega að koma til Íslands því syst­ kini mín voru öll flutt hingað. Ég kom eiginlega til að spara peninga fyrir þau, svo þau þyrftu ekki að heimsækja mig til Víetnam,“ segir Duc og hlær. „Við komum hingað með dætur okkar tvær í desember árið 2000 og fyrsti veturinn var mjög erfiður. En svo kom sumarið og þá ákváðum við að setjast hér að.“ Varð ólétt og langaði í víetnamskan mat Þremur árum síðar var fjölskyldan búin að koma sér vel fyrir í Breið­ holtinu. „Þegar Thuy varð svo ólétt að yngsta barninu okkar fór hún að þrá víetnamskan mat sem var ekki hægt að fá Íslandi. Hér eru nokkrir austurlenskir staðir en enginn þeirra eldar alvöru víet­ namskan mat því það vilja allir kínverskt eða taílenskt því það er þekktasti maturinn. En Thuy lang­ aði í víetnamskan mat og við hugs­ uðum með okkur að alla hina 500 Víetnamana, sem hér búa, myndi örugglega líka langa í alvöru mat, og kannski fólkið í hverfinu okkar líka. Svo okkur fór að langa til að opna lítinn veitingastað því hér í hverfinu var enginn veitingastaður þar sem fjölskyldan gæti sest niður saman. Þegar þessi staður losnaði svo ákváðum við að slá til, “ segir Duc, á meðan Thuy stússast í eld­ húsinu. „Öll börnin okkar eru góðir kokkar og finnst gaman að elda. Þetta er réttur sem er mjög týp­ ískur í Víetnam og sem er einfalt að gera heima,“ segir Duc þegar Manh, 12 ára gamall sonur þeirra, kemur færandi hendi með rétt sem hann hefur eldað úr tómötum, eggjum og hrísgrjónum. „Þetta er til dæmis miklu hollara en brauð. Við borðuðum allt of mikið brauð eftir að við fluttum fyrst til Íslands því við höfðum svo lítinn tíma til að elda hollan mat. En núna pössum við vel upp á að það sé jafnvægi í öllu sem við borðum. Víetnamar á Íslandi þurfa að passa sérstaklega vel upp á D­vítamínið til að verða ekki þunglyndir, eða fá beinverki eða slæmar tennur. Við erum ekki vön svona miklu myrkri.“ Frægasta súpan er flensumeðal „Þessi súpa er mjög vinsæl hjá okkur en þetta er líka frægasti ví­ etnamski rétturinn. Ef þú gúgglar „besta súpa í heimi“ þá kemur þessi pottþétt upp,“ segir Thuy brosandi um leið og hún leggur á borðið risastóra skál af Pho bo, rjúkandi núðlusúpu sem ilmar af engifer, kanil, anís og sítrónu­ grasi. „Víetnamskur matur er mjög hollur því hann er mjög ferskur og það er alltaf mikið jafnvægi milli korns, grænmetis og kjöts í hverjum rétti. Alvöru víetnamskur matur er aldrei hitaður upp, það er allt eldað frá grunni úr eins fersku hráefni og mögulegt er. Helstu kryddin eru chili, hvítlaukur, stjörnuanís og ferskt engifer sem öll eru mjög góð fyrir líkamann,“ segir Duc. „Þessi súpa er góð hér á veturna því soðinn hvítlaukur og anís vinna saman gegn flensu.“ Duc Manh og Thuy Duong höfðu búið á Íslandi í tíu ár þegar þau létu drauminn um ekta víetnamskan veitingastað verða að veruleika. Þegar blaðamaður bað Thuy og Pho um eina uppá- haldsuppskrift vildu þau deila þessum vorrúllum því þær eru svo auðveldar í framkvæmd. Allir geti gert góðar vorrúllur, börn hafi sérstaklega gaman af því að útbúa þær og síðast en ekki síst séu þær meinhollar. 36 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.