Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 41
BroskallarDívur
Nytt - Klettabrauð
- gerlaust súrdeigsbrauð
Hrákonfekt með döðlum,
gráfíkjum og pekanhnetum
Bailey’ s terta
Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut
Verið hjartanlega velkomin.
Konudagur að hætti Jóa Fel
Fullt af kökum og kruðeríi til að gleðja elskuna sína.
Kaka ársins
Pekanpæ
Jarðarberjapæja
Sörur
Radíóamatörar TF3VB Anna, TF3GD Guðrún, TF3VD Vala og
TF3JK Jóhanna stilla sér upp fyrir ljósmyndadagatal SYLRA.
Kóngafólk meðal amatöra
Anna segir áhugamálið vera bakter-
íu í sinni fjölskyldu, maður hennar
er radíóamatör og synir þeirra tveir
líka. Í fjölskylduferðum um landið
hafi þau því oft farið með loftnet og
græjur með sér og stundað að ná
sambandi frá ýmsum stöðum um
allt land. „Drengirnir eru fullorðnir
núna en þegar þeir voru litlir var
aðalsportið í hringferðum að taka
með okkur ferðagræjur til fjar-
skipta og lesa mors af vegaskiltum.“
Áhugamálið segir hún sameina
fólk af öllum aldri og stigum sam-
félagsins. Dæmi eru meira að segja
um að Íslendingar hafi náð sam-
bandi við geimfara.
„Það eru líka þess dæmi að fólk
hafi óvænt náð sambandi við kónga
og drottningar sem hafa þetta
áhugamál.“ Dæmi um fræga radíó-
amatöra eru til dæmis geimfar-
inn Júrí Gagarín og konungur og
drottning Jórdaníu.
Jón Þóroddur er formaður Félags
radíóamatöra. Hann segir áhugann
á félaginu við stofnun þess 1946
hafa verið svo mikinn að 200
manns mættu á fyrsta fundinn.
Hann segir áhuga ungs fólks hafa
dalað síðan með meiri og útbreidd-
ari tækni, en vonast til að endur-
vekja áhuga ungs fólks á áhuga-
málinu.
Þrátt fyrir að aðstæður á Íslandi
séu raunar alls ekki kjörnar fyrir
radíóamatöra, vegna truflana í
segulsviðinu frá norðurljósum, eru
um 200 Íslendingar virkir radíó-
amatörar.
Spurt og svarað
Hvernig fer venjulegt radíó-
amatörspjall fram?
Þegar komið er með loftnet í
góð skilyrði er kallað fyrst út í
bylgjurnar: „CQ, CQ“ til að láta
vita af sér. Er samband næst við
annan radíóamatör notar hann
sérstök einkennisorð til að segja
þeim sem er á línunni hversu
sterkt radíómerkið er, hvar ama-
törinn er staddur og hvernig
loftnet hann notar. Eftir það er
hægt að hefja frekara spjall.
Hvernig verða nöfnin til?
Einkennisnafn radíóamatörs
ræðst fyrst og fremst af því
hvaðan hann stundar fjarskiptin.
Nafn Önnu Henriksdóttur er
sem dæmi TF3VB. TF táknar
Ísland, 3 er tala höfuðborgar-
svæðisins og svo valdi hún sjálf
síðustu stafina tvo, VB.
Hvað er radíóamatör?
Að vera radíóamatör er áhuga-
mál sem snýst um að eiga sam-
skipti með notkun fjarskipta og
fjarskiptatækja. Um 6 milljónir
manna um allan heim stunda
áhugamálið, en hér á landi eru
þeir í kringum 200.
Sigurður Hrafnkell Sigurðs-
son og Jón Þóroddur Jónsson
radíóamatörar fyrir utan
klúbbhús þeirra á Skeljanesi.
|41fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016