Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 50

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 50
Nú er allt að breytast hjá okkur og við ætlum að vera duglegri að senda frá okkur nýja bjóra. Við ætlum að keyra þetta í gang. Blæs til sóknar í Ölvisholti Unnið í samstarfi við Ölvisholt Brugghúsið Ölvisholt var stofnað árið 2007 og fyrsti bjór þess kom á markað árið eftir. Ölvisholt hefur fyrir löngu skapað sér traustan sess á sífellt stækkandi markaði fyrir handverksbjóra hér á landi. Á næst- unni er von á ýmsum nýjungum, að sögn Elvars Þrastarsonar brugg- meistara, en nýir eigendur komu að rekstri Ölvisholts um áramótin. „Nú er allt að breytast hjá okkur og við ætlum að vera duglegri að senda frá okkur nýja bjóra. Við ætlum að keyra þetta í gang,“ segir Elvar sem hefur bruggað í Ölvisholti í um þrjú ár. Fyrsta skrefið er nýr Pale Ale-bjór sem kynntur verður á bjórhátíðinni á Kex Hostel í næstu viku. „Við erum með hann á tönkunum núna og byrjum að dæla honum á Kex. Þetta er ljós bjór og mjög auð- drekkanlegur. Hann verður svo í boði á veitingastöðum í kjölfarið. Á Facebook-síðu Ölvisholts er einmitt í gangi keppni um nafnið á þessum nýja bjór og auðvitað eru glæsileg verðlaun fyrir rétta nafnið.“ Að sögn Elvars framleiðir Ölvisholt alla jafna bjórana Skjálfta, Móra, Lava, Freyju og Skaða, auk Vatnajökuls sem eingöngu er seldur á veitingastöðum í nágrenni við Vatnajökul. Þá kom páskabjórinn Barón í sölu á dögunum. „Þetta er amerískt brúnöl, betrumbætt útgáfa af þeim sem við gerðum í fyrra.“ Sífellt meiri áhugi er á handverks- bjórum eins og þeim sem Ölvisholt framleiðir. Það sést til að mynda á því að nokkrir barir hafa sprottið upp í miðborg Reykjavíkur sem sérhæfa í sig í slíkum veigum og margir hefðbundnir barir hafa upp- fært úrval sitt. Elvar fagnar þessu og segir að Ölvisholt ætli sér stóra hluti á næstunni. „Við ætlum að blása til sóknar,“ segir Elvar. Hægt er að fá reglulegar fréttir af Ölvisholti á samfélagsmiðlunum; Facebook, Instagram og Snapchat (Olvisholt). Nýir eigendur tóku við rekstri Ölvisholts um áramótin og bruggmeistar- inn, Elvar Þrastarson, ætlar sér stóra hluti. Elvar Þrastarson, bruggmeistari í Ölvisholti, ætlar að senda frá sér fjölda af nýjum bjórum á næstunni. Ljósmynd | Brewery Show Vinsælt að gera eigin vín og bjór Áman, elsta víngerðarverslun landsins, fluttist nýlega að Tangarhöfða 2. Unnið í samstarfi við Ámuna Áman ehf. er stærsta og elsta víngerðarverslun landsins með yfir þrjátíu ára sögu. Verslunin var nýverið flutt að Tangarhöfða 2 í húsnæði sem er rúmgott og hentar afar vel. Áman flytur inn og selur vörur til vín- og bjórgerðar. Auk verslunar- innar að Tangarhöfða er hægt að nálgast allar vörur Ámunnar í net- verslun á www.aman.is. Heimavíngerð nýtur mikilla vin- sælda hér á landi, eins og í öðrum löndum þar sem er há skattlagning á vínum. Það er þó ekki bara af efnahagsástæðum sem fólk gerir vín heima hjá sér. Fyrir mörgum er vín- gerð heillandi og skemmtilegt tóm- stundagaman. Framboð af nýjum tegundum og betri efnum eykst stöðugt og með betri hjálparefnum og tækjum er heimavín fyllilega sambærilegt borðvínum frá hinum frægu vínræktarlöndum. Flaska af heimagerðu víni úr þrúgum kostar undir 500 krónum, samanborið við um eða yfir 2.000 krónur úr Vínbúð. Sífellt fleiri brugga eigin bjór. Í Ámunni er hægt að kaupa tilbúin sett þar sem búið er að forvinna efnið og þannig hægt að velja ákveðnar tegundir, allt frá ljósum, milli- eða alveg dökkum bjór. Þetta eru góð efni sem gefa af sér góða afurð ef natni og vandvirkni er höfð að leiðarljósi. Þá er líka hægt að kaupa alls konar tegundir af bjór- geri, kornmalti og humlum til að gera sína eigin uppskrift að bjór. Sá hópur er kröfuharður og gera „besta bjórinn“, að þeim finnst, en sú bjórbruggun er vaxandi áhugamál hjá fólki sem er ekki að hugsa um tímann, einfaldleikann eða kostnað. Stofnkostnaður er ekki mikill. Hægt er að kaupa pakka með bjór- gerðarefni inniföldu á innan við níu þúsund krónur fyrir byrjendur og áhaldapakki til víngerðar, þar sem efni er ekki innifalið, kostar um 14.000 krónur. Hægt er að gera bjór frá grunni á ódýran hátt, en ef á að gera það af alvöru getur stofnkostn- aður hlaupið á nokkrum tugum þúsunda. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Ámunni, Tangarhöfða 2, 110 Reykja- vík, í síma 533-1020 eða á netfang- inu aman@aman.is. Verslunin er opin alla virka daga milli kl. 10–18. Kristmann Þór Gunnarsson, sölumaður í Ámunni, leiðbein- ir fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í vín- og bjórgerð. Ljósmynd/Hari 50 | fréttatíminn | HELgIN 19. FEBRúAR–21. FEBRúAR 2016 Kynningar | Matur AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.