Fréttatíminn - 19.02.2016, Síða 76
Unnið í samstarfi við Fullfrísk
Dagmar Heiða Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur kennir meðgöngu- og mömmu-leikfimi í Fullfrísk. Hún
gerði lokaverkefni sitt í hjúkrunar-
fræði í félagi við skólasystur um
mikilvægi hreyfingar á meðgöngu
og hefur kennt leikfimina síðan
2007. Hreyfing á meðgöngu hefur
þannig orðið að miðpunkti í hennar
lífi enda er heilbrigði barnshafandi
kvenna henni hugleikið. „Í með-
gönguleikfimina koma konur frá
tólftu viku og allt að þeirri fertug-
ustu. Sumar eru svo lengi hjá mér
að þær eru komnar fram yfir settan
dag,“ segir Dagmar.
Góð áhrif á andlega heilsu
Hjá Fullfrísk er lögð áhersla á hver
og ein kona stjórni álaginu sjálf og
hlusti á líkamann. „Þannig er hver
og ein að gera æfingar við sitt hæfi.
Ef konur eru með verki í baki eða
grind þá vinnum við í kringum það
og við breytum æfingunum eða
skiptum þeim út. Annars er hreyfing
ákaflega góð forvörn gegn stoð-
kerfisverkjum og hefur mjög góð
áhrif á andlega heilsu kvenna á og
eftir meðgöngu,“ segir Dagmar og
nefnir í því sambandi meðgöngu-
og fæðingarþunglyndi. Hún á sjálf
þrjú börn og var í leikfimi á öllum
meðgöngunum og var byrjuð að
kenna þegar hún gekk með tvö
yngri börnin. „Ég var sjálf slæm í
grindinni á mínum meðgöngum svo
ég get leiðbeint út frá því.“
Konurnar halda hópinn
Leikfimin er hinn besti félagsskapur
og konurnar sem hana sækir halda
gjarnan sambandi þegar námskeið-
um lýkur, ekki síst þegar leiðir þeirra
liggja aftur saman á mömmunám-
skeiðum þar sem börnin eru tekin
með í leikfimitímana. „Konurnar
kynnast vel og þetta verður fastur
liður hjá þeim á meðgöngunni. Það
er ótrúlega góður andi í tímunum.
Þetta eru samt mjög ólíkar konur,
sumar eru vanar hreyfingu á meðan
aðrar hafa ekki hreyft sig áður. Sú
yngsta sem hefur komið til mín var
18 ára og sú elsta 45 ára!“
Frábær forvörn gegn
fæðingarþunglyndi
Meðgöngu- og mömmuleikfimi í Fullfrísk hefur góð áhrif á heilsu kvenna.
Ef konur eru með verki í baki
eða grind þá vinnum við í
kringum það og við breytum
æfingunum eða skiptum
þeim út.
8 | fréttatíminn | HELgin 19. FEbRúAR–21. FEbRúAR 2016
Kynningar | Heilsa móður og barns AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Stoðmjólk – hollur
valkostur fyrir barnið þitt
Stoðmjólk er framleidd með tilliti til næringarþarfa ungra barna.
Unnið í samstarfi við MS
Næring ungbarna er einstak-lega mikilvæg og skiptir miklu máli til að þau dafni vel. Fyrstu mánuðirnir eru
tiltölulega einfaldir að þessu leyti,
en fylgi barnið sinni vaxtarkúrfu
og sé vært dugir móðurmjólk og/
eða rétt blönduð þurrmjólk því vel.
Í kringum sex mánaða aldurinn fer
barnið að kynnast nýjum fæðu-
tegundum og smá saman byrjar það
að borða fjölbreyttan mat með öðru
heimilisfólki. Samfara þessu tímabili
kynna margir foreldrar stútkönnu
fyrir börnunum og þá er gott að
gefa börnunum vatn og Stoðmjólk
við þorsta og með mat.
Stoðmjólk er unnin úr íslenskri
kúamjólk og mælt er með notkun
hennar í stað nýmjólkur fyrir börn
frá sex mánaða til tveggja ára
aldurs. Stoðmjólkin var þróuð af MS
að beiðni og í samvinnu við sam-
starfshóp um næringu ungbarna
á vegum Manneldisráðs, Land-
læknisembættisins, barnalækna við
Landspítalann, félags barnahjúkr-
unarfræðinga og félags heilsugæslu-
hjúkrunarfræðinga.
„Við framleiðslu hennar er tekið
sérstakt tillit til næringarþarfa ungra
barna og hún er líkari móður-
mjólk að samsetningu en venjuleg
kúamjólk. Stoðmjólk hefur lægra
próteininnihald en kúamjólk en
það, ásamt járnbætingu Stoð-
mjólkur, hefur jákvæð áhrif
á járnbúskap barna sem
er viðkvæmur á þessu
aldursskeiði,“ segir
björn S. gunnarsson,
vöruþróunarstjóri MS.
„Enn fremur er bætt í
Stoðmjólk C-vítamíni
sem örvar járnupp-
töku og sérstaða Stoð-
mjólkurinnar umfram
erlendar þurrmjólkur-
blöndur er að hún
er tilbúin til drykkjar
og próteinsamsetningin í henni er
æskilegri en í þurrmjólkurafurðum,“
bætir björn við.
nýjustu rannsóknir hafa sýnt
að íslenska Stoðmjólkin hefur haft
jákvæð áhrif á járnbúskap í aldurs-
hópnum 6 mánaða til tveggja
ára og mælist hann nú mun
betri en áður. Hún er seld í
500 ml fernu sem talin er
hæfilegur dagskammtur af
mjólk og mjólkurmat þegar
barnið er farið að borða úr
öllum fæðuflokkum. Stoð-
mjólk hentar vel samhliða
brjóstagjöf en mælt er með
áframhaldandi brjóstagjöf
svo lengi sem hugur stendur
til hjá móður og barni.
Í Fullfrísk hittast konur á alls kyns stigum meðgöngu og rækta líkama og sál. Sjá námskeið
og tíma á fullfrisk.com. Dagmar Heiðar Reynisdóttir hefur kennt meðgönguleikfimi í 9 ár.
All You Need Is Me frá True Organic of Sweden
er lífrænt krem án allra aukaefna. Hentar vel m.a.
á rauða barnabossa, þurrar kinnar og skrámur.
Fæst í Lifandi Markaði Borgartúni 25 og Heimkaup.is.
Bragðgóðir réttir,
fullir af þarflegum
næringarefnum.
Hollusturettir