Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 18
Mynd | Ingimar Karl Þrátt fyrir að hafa greitt borginni leigu af sinni eigi lóð í meira en áratug fá íbúar fjölbýlishússins ekki bættan skaðann nema að hluta til. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Reykjavíkurborg innheimti lóðaleigu af íbúum 39 íbúa við Sóleyjarrima í Grafarvogi í heilan áratug, enda þótt íbúarnir væru sjálfir eigendur lóðarinnar. Borgin hyggst aðeins endurgreiða íbú- unum leiguna fjögur ár aftur í tímann. Húsfélagsformaður segir þá afgreiðslu borgarinnar vera steypu. Hann undrast jafnframt að borgin hafi ekki brugðist við fyrir tíu árum þegar henni hafi verið bent á sambærilegt mál í sömu götu. Borgin bendir á Sýslumann- inn í Reykjavík. „Ég hafði aðeins nasasjón af þessu og fékk þetta svo endan- lega staðfest hjá þjóðskrá, sem sér um alla skráningu á lóðum og löndum í landinu. Þá var ég bara að spyrja um Sóleyjarrima 1-7 því ég var formaður í því húsfélagi og málið skylt. Ég fékk það endanlega staðfest að lóðin væri eign okkar íbúanna. Punktur,“ segir Baldur Magnússon, íbúi í Sóleyjarrima 5. Málið snýst um leigugreiðslur fyrir lóðir, en Reykjavíkurborg innheimti leigu fyrir lóðir enda þótt þær væru í eigu íbúa í fjöl- býlishúsum sem þarna standa. Í heilan áratug greiddu íbúar í Sóleyjarrima lóðaleigu til Reykja- víkurborgar, af lóðum sem þeir áttu sjálfir. Málið snerist í huga Baldurs fyrst um íbúðirnar í Sóleyjarrima 1-7, en hann leiddi hugann að nær- liggjandi húsum neðar í götunni. Sóleyjarrimi 9 og 11 eru tvö fjöl- býlishús þar næst fyrir neðan. „Þá fór ég að hugsa um hvern- ig er nú með hin húsin. Og það kemur í ljós að þetta er allt saman á eignarlóð.“ – Veistu til þess að Reykjavíkur- borg hafi innheimt lóðaleigu þar? „Jájá, það er svo.“ Blaðamaður spurðist fyrir um málið hjá Reykjavíkurborg. Í skrif- legu svari kemur fram að málið snerti 39 eignir. „Í ljós kom að fyrir mistök var lögð á lóðarleiga á fasteignir við Sóleyjarrima 9 og 11 sem eru undir eignarlóðum. Líklega liggja mistökin hjá emb- ætti sýslumannsins í Reykjavík. Þeir sem eiga lóðina hefðu átt að gera athugasemdir við þessa villu í skráningu. Reykjavíkurborg var ekki aðili málsins þegar eignar- skipti verða á þessum lóðum.“ Ætla má að borginni hafi orðið kunnugt um mistökin í kjölfar þess að Baldur skrifaði henni síðasta haust og spurðist fyrir um málið. Það sýna tölvupóstsamskipti. Fjögur ár endurgreidd Í svari Reykjavíkurborgar við fyrir- spurn blaðamanns er staðfest að lóðarleigan hafi verið innheimt „frá því að eignirnar voru tækar til álagningar eða frá árinu 2005.“ Um þetta hafi verið tilkynnt bréflega og fólkinu endurgreitt fjögur ár aftur í tímann, eða frá 2. október 2011. Einnig er þar upp- lýst að eigendunum 39 hafi verið endurgreiddar 904.623 krónur í heildina, fyrir árin fjögur. „Þetta var leiðrétt samanber að lóðarleigusamningar sem lóðar- leiga byggir á eru einkaréttarlegir samningar. Kröfur samkvæmt slíkum samningum fyrnast á fjórum árum samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfu- réttinda. Það gilda því ekki lög um of- tekna skatta og gjöld um þessar kröfur og báru endurgreiðslurnar því ekki vexti,“ segir í svari borgar- innar við fyrirspurn blaðamanns. Og enn fremur: „Fjármálaskrif- stofa Reykjavíkurborgar hefur afgreitt málið eins og henni er heimilt að gera.“ Enginn samningur – algjör steypa Baldur Magnússon fékk að vita þetta í haust og kemur fram í áðurnefndum tölvupóstsamskipt- um að borgin hyggist gera upp með greiðslu ef engin skuld sé á fasteignagjöldum. Baldur segist í framhaldinu hafa spurst fyrir um hvernig borgin hyggðist afgreiða málið gagnvart íbúum. „Þar kemur þessi fjögurra ára regla. Það er heimfært upp á samningsrétt, sem er bara tóm steypa. Það er enginn samningur. Það var ekkert verið að rifta eða segja upp einhverjum samningi sem ekki er til.“ Þannig hafi án samnings verið innheimt leiga af lóðum sem íbúarnir áttu sjálfir í heilan áratug, en óskiljanlegt sé að endurgreiða aðeins hluta. Blaðamaður hefur ekki fengið frekari svör frá borginni um þessa afgreiðslu umfram það sem að ofan greinir. Þannig má ætla að íbúar í húsum 9 og 11 hafi á árunum 2005-2011 greitt um eina og hálfa milljón króna í leigu til Reykjavík- urborgar, sem ekki stendur til að endurgreiða, þrátt fyrir að borgin hafi tekið þessa innheimtu upp hjá sjálfri sér. Auk þess má spyrja hvort borgin hefði ekki átt að vita betur? Baldur Magnússon telur að þetta hefði aldrei þurft að eiga sér stað. Tilfellið sé að í tilviki íbúa í Sóleyjarrima 1-7 hafi borginni verið bent á þetta strax fyrir um áratug, að íbúar ættu lóðina og borgin ætti því ekkert tilkall til leigu. Samt sem áður hafi íbúar í næstu húsum, 9 og 11, áfram verið rukkaðir eins og ekkert hefði í skorist. „Borgin hafði ekkert gert í hinu, þótt þeir hafi vitað að þeir þyrftu að bakka með þetta gagnvart íbúum á 1-7. Þetta var strax árið 2005,“ segir Baldur. Og hann bætir við: „Þetta eru engin vinnubrögð. Þetta er bara slugs. Þarna er bara kerfið allt of sjálfvirkt. Það er eng- inn að spá í þetta. Þú færð þessi fasteignagjöld þarna inn og bara borgar reikningana. Og treystir svona apparötum best.“ Grafarvogur Eigendur fjölbýlishúss gjalda fyrir mistök sýslumanns Borgin rukkaði eigendur lóðarinnar um leigu Fjölbýlishúsin við Sóleyjarima. Baldur Magnússon húsfélagsformaður segir afgreiðslu borgarinnar vera steypu. Hann undrast jafnframt að borgin hafi ekki brugðist við fyrir tíu árum. Fararstjóri: Guðrún Sigurðardóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Við kynnumst ólýsanlegri náttúrufegurð í spennandi gönguferð um tvær af fallegustu gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann og Cinque Terre ströndina á Ítalíu. Göngurnar eru við allra hæfi og einungis gengið með dagpoka. Verð: 244.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Portofino & Cinque Terre Au ka bro ttf ör 11. - 18. júní 18 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.