Fréttatíminn - 18.03.2016, Qupperneq 36
Kæra, áhyggjufulla móðir. Ég
byrjaði að svara þér í síðustu viku
og vona innilega að það hafi komið
að einhverju gagni fyrir þig og
barnaflokkinn þinn.
Þau talast ekki við
Í síðasta pistli benti ég á að í
deilum og átökum systkina leynast
margir þræðir sem enda auðveld-
lega í óleysanlegum hnútum og
valda jafnvel vinslitum systkina á
fullorðinsárum. Þá brotnar stór-
fjölskyldan varanlega því að eitt
systkinið talar ekki við annað og
það þriðja skipar sér „í lið“ með
öðru hvoru hinna eða reynir að
læðast á milli og halda öllum góð-
um. Foreldrarnir lifa í sársauka
og skilja ekki hvað hefur gerst
– en rótin liggur í gamalli öfund
og gremju sem hófst í bernsku og
aldrei var unnið úr. Enn flóknari
geta systkinasamskiptin svo orðið
þegar stjúpbörn eiga í hlut.
„Systkini rífast alltaf“
Foreldrar og aðrir fullorðnir í fjöl-
skyldu eiga aldrei að samþykkja
rifrildi og átök milli systkina
enda stórvarasöm fullyrðing að
öll systkini rífist. Við berum full-
orðinsábyrgð og eigum að skakka
leikinn áður en illa fer. Við eigum
að stöðva slagsmál og rifrildi milli
systkina og leysa úr átökum um
leikföng, fatnað og önnur dýrmæti
sem hvert barn verður að eiga í
friði. Við eigum að ræða af ein-
lægni um systkinaátök og minna á
kærleikann sem þau bera til hvers
annars. Útskýrum að yngri börn-
um þarf að sýna þolinmæðina sem
þau eldri fengu sjálf á sama aldri.
Rifjið upp sögurnar hvernig þið
og aðrir leyfðuð þeim stundum að
„ráða“ til að forðast sorgartárin.
Kennum eldri börnum að yngri
börn hafi ekki þroska til að stöðva
sig í reiði eða gráti og að sá skuli
vægja er vitið hefur meira.
Hárnákvæmt réttlæti
Bæði börn og ungmenni þurfa
síðan öll að finna að fullt réttlæti
ríki í kröfum og hrósi og gjöfum
og tíma. Gerið samkomulag um
verkaskiptingu, haldið fjölskyldu-
fundi og endurmetið árangurinn.
Biddu eldri börnin að rifja upp
hvað þau gerðu á sínum tíma til að
yngri börnin fái sömu kröfur á sig.
Öll börnin ykkar þurfa athygli.
Ef lesið er fyrir yngsta barnið
á kvöldin, þarf að setjast hjá
hverju og einu hinna og spjalla
við þau. Skiptið líka liði þann-
ig að hvert barn fái teljan-
lega einkaathygli þannig að
annað foreldrið skreppi með
yngri drenginn í bíó á barnamynd
en hitt foreldrið bjóði unglings-
stúlkunum upp á táningabíó. Svo
skalt þú eða pabbinn skreppa með
fullorðna syninum á völlinn eða í
spjall á veitingastað.
Gættu þess líka að gjafir og
önnur efnisleg gæði séu alltaf
sambærileg og talið um það í fjöl-
skyldunni. Kaupið jólagjafir fyrir
sama verð fyrir hvert barn, hafið
pakkana jafnmarga fyrir hvert og
eitt og yngstu börnin munu líka
reikna stærðarumfang pakkans
sem gæði. Passið að hvert barn
fái hjól á sama aldursári, sams
konar fermingargjöf og veislu eða
sambærilegan stuðning í fram-
haldsskóla
Er nóg ást fyrir öll börnin?
Til viðbótar þurfa foreldrar að
taka fullt mark á umkvörtunum
barna og „klögumálum“ sem eru
í reynd hjálparkall frá barni eða
ungmenni.
Unglingsstúlkurnar segja að ör-
verpið þurfi aldrei að gera neitt en
það þýðir einfaldlega „þið elskið
hann meira en okkur.“ Þegar elsti
sonur þinn rífst við yngri systur
sínar og segist alltaf hafa þurft að
gera allt, þýðir það trúlega „þið
tókuð mömmu frá mér.“ Þegar
hann bætir í og fullyrðir að yngri
drengnum sé hlíft við því sem
hann þurfti að þola, er hann trú-
legast að tjá ótta sinn um að stjúp-
pabbanum hafi aldrei þótt eins
vænt um hann og yngri drenginn
sem er „alvörusonur“ hans.
Öll systkinaátökin snúast sem
sagt um ást foreldranna og ótt-
ann um að ekki sé „nóg“ til af ást
handa öllum. Óttinn verður svo
að tilfinningu um að vera ekki
„nóg“ sjálf – eins og þau eru. Ekki
nógu góð og skemmtileg eða nógu
dugleg og hlýðin eða stjúpbarnið
fái ekki „nóg“ rými og athygli
eða systurnar „græði“ á kostnað
bræðranna eða öfugt.
Þess vegna þarf hver dagur að
bera með sér samskipti, snertingu
og nálægð þar sem hvert barn fær
staðfestingu á ást foreldra sinna
óháð aldri og að það sé meira en
nóg til af ást handa öllum.
Uppeldisáhöldin
Magga Pála gefur foreldrum
ráð um uppeldi stúlkna
og drengja milli 0 og 10 ára.
Sendið Möggu Pálu ykkar
vandmál á netfangið.
maggapala@frettatiminn.is
Að gera upp
á milli barna
Markmið sjóðsins er að auka almenna
þekkingu á íslenskri náttúru svo að
umgengni okkar og nýting á verðmætum
hennar geti í ríkari mæli einkennst af
virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast
við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru
landsins og efla með því gott hugarfar,
mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við
umhverfið.
Markmiði þessu verði náð með því að
styrkja verkefni sem fást við sköpun og
miðlun þekkingar um náttúruna í víðum
skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum
listir, hvers kyns fræði og vísindi.
Auglýst er eftir umsóknum um
styrki úr Náttúruverndarsjóði Pálma
Jónssonar. Skilafrestur er 15. apríl.
Heildarúthlutun á þessu ári nemur
allt að 25 milljónum króna.
Umsóknareyðublöð og allar nánari
upplýsingar má fá á vefsíðu
sjóðsins:
www.natturuverndarsjodur.is.
Umsóknir sendist sjóðnum í
Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki.
Rekstrarvörur til fjáröflunar
– safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV
RV
1015
Er æfingaferð,
keppnisferð,
útskriftarferð eða
önnur kostnaðarsöm
verkefni framundan?
Síðustu 30 árin hafa félagar í
íþróttafélögum, kórum og öðrum
félagasamtökum aflað sér fjár
á einfaldan hátt með sölu á WC
pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og
öðrum fjáröflunarvörum frá RV.
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
24/7
RV.is
FÓ
TB
O
LT
I
BA
DM
IN
TO
N
SU
N
D
HA
N
DB
O
LT
I
KÖ
RF
UB
O
LT
I
36 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016