Fréttatíminn - 18.03.2016, Page 52
Myndir | Rut
Heimili & hönnun
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Bræðir þig
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Koparáhöld eru ekki bara snotur. Kopar hefur
óviðjafnanlega leiðni, dreifir varma haganlega og
dregur fram seiðandi bragð. De Buyer hefur búið
til eldhúsamboð frá 1830 og þar á bæ vita menn að
koparpottarnir þeirra eru pottþétt meistaraverk.
Þess vegna lofa þeir lífstíðarábyrgð.
Sverrir Þór Viðarsson
innanhússarkitekt sýndi
skemmtilega vöggu á
HönnunarMars.
„Ég hannaði vögguna fyrir son
minn fyrir sex árum. Markmiðið
var upphaflega að hanna klass-
ískan hlut sem gæti verið í notkun
innan fjölskyldunnar fyrir kom-
andi kynslóðir. Ég breytti vögg-
unni svo aðeins og bætti fyrir
sýninguna nú á HönnunarMars,“
segir Sverrir Þór Viðarsson innan-
hússarkitekt.
Sverrir var einn hönnuða sem
tóku þátt í HönnunarMars á dög-
unum. Hann sýndi barnavöggu á
sýningu í Epal. Vaggan er gerð úr
eik og sprautulökkuðum MDF-plöt-
um. Hún er á hjólum og að sögn
hönnuðarins er auðvelt að setja
hana saman og taka í sundur til að
koma fyrir í geymslu.
„Ég fékk mjög jákvæð og góð
viðbrögð á sýningunni. Það voru
til dæmis margar konur sem komu
til mín og sögðust vilja óska þess
að þær væru óléttar svo þær gætu
keypt af mér vöggu,“ segir Sverrir.
Hann segir að engin áform séu
uppi um fjöldaframleiðslu á vögg-
unni en áhugasamir geti þó haft
samband við sig í gegnum net-
fangið sverrirvidars@gmail.com.
Sverrir er menntaður innan-
hússarkitekt frá ISAD í Mílanó.
Hann útskrifaðist árið 2008 og
hefur síðan tekið að sér ýmis verk-
efni á sviði arkitektúrs og hönn-
unar. Sverrir kom nýverið að bygg-
ingu leikskóla í Neskaupstað þar
sem hann sá um allar innréttingar
og vinnu sem sneri að innviðum
hússins. Síðustu ár hefur hann
hannað hillur og ýmsar lausnir
fyrir heimili en vaggan er frum-
raun hans í húsgagnasmíði.
Hannaði vöggu fyrir son sinn
Það voru til
dæmis margar
konur sem
komu til mín
og sögðust
vilja óska
þess að þær
væru óléttar
svo þær gætu
keypt af mér
vöggu.
Vaggan er á hjólum og gerð úr eik
og sprautulökkuðum MDF-plötum.
Auðvelt er að setja hana saman og
taka í sundur fyrir geymslu.
Sverrir Þór Viðarsson innanhúss-
arkitekt hannaði vöggu fyrir son
sinn fyrir sex árum. Hann betrum-
bætti hana á dögunum og sýndi á
HönnunarMars.
Postulína kynnti nýja leir-
vasa til leiks á Hönnunar-
Mars í ár, 9. Innblástur var
sóttur í hugmyndir um
hina nýuppgötvuðu níundu
plánetu. Vasarnir tóna vel
við hangandi blómapottana
Draumur um vor sem hafa
verið afar vinsælir frá því
þeir fóru í framleiðslu árið
2014 en segja má að vasarnir
séu sjálfstætt framhald pott-
anna. Þeir eru nú komnir í
sölu í Epal.
Postulína er samstarfsverk-
efni Guðbjargar Káradóttur
leirkerasmiðs og Ólafar Jak-
obínu Ernudóttur hönnuðar.
Þær hafa vakið athygli innan
lands sem utan með verkefni
á borð við matarstellið Jöklu,
snjóhálsmenin og jólatrén.
Níunda plánetan
komin í Epal
52 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016